Stefnir í miklar breytingar í miðbæ Kópavogs Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2020 17:38 Hér má sjá hvernig miðbærinn mun líta út samvkæmt nýju aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi. PK arkitektar Útlit er fyrir að miðbær Kópavogs muni taka stakkaskiptum á næstu árum. Samkvæmt breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi sem hafa verið samþykktar til kynningar verða 550 íbúðir á svæðinu. Svæðið í kringum Hamraborg verður skilgreint sem nýtt þróunarsvæði eða þéttingarsvæði og gert verður ráð fyrir verslun, þjónustu og íbúðum þar. Samkvæmt tilkynningu frá Kópavogsbæ verða gömlu bæjarskrifstofur Kópavogs að Fannaborg 2,4 og 6 rifnar og á það sama við um hús við Vallartröð og Neðstutröð. Þá er fyrirhugað að íbúðirnar nýju verði að fjölbreyttum stærðum og verða nýju húsin frá einni hæð til tólf. Skipulagssvæðið afmarkast af Vallartröð í austur, Digranesvegi í suður, Digranesvegi 1, Hálsatorgi og Hamraborg 8 í vestur og Hamraborg 10 til 38 í norður. Hér er svo mynd tekin frá sama sjónarhorni.Onno Í áðurnefndri tilkynningu segir að mannlífsás, gata fyrir gangandi og hjólandi, muni liggja frá menningarhúsum Kópavogs og alla leið að Kópavogsskóla. Milli þeirra fjölbýlishúsa sem standi við Hamraborg og nýju húsanna. Þar er gert ráð fyrir verslun og þjónustu á jarðhæð nýju húsanna og verður áhersla lögð á að skapa aðlaðanadi umhverfi og nýta kosti umhverfisins og staðsetningarinnar í miðbæ Kópavogs. Ein stærsta skiptistöð Strætó sé í næsta nágrenni og tvær leiðir Borgarlínu muni stoppa þar. „Hamraborgarsvæðið er afar vel staðsett á höfuðborgarsvæðinu og mikil tækifæri til þéttingar og endurnýjunar á þessu svæði. Við munum leggja áherslu á gott umhverfi fyrir iðandi mannlíf og þjónustu, íbúðir verða af ýmsum stærðum og gerðum en munu meðal annars henta vel þeim sem kjósa bíllausan lífstíl og vilja hafa alla þjónustu í göngufjarlægð,“ er haft eftir Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóri Kópavogs. Kynningarfundur um nýtt skipulag miðbæjar Kópavogs og fyrirhugaða uppbyggingu verður haldinn í desember. Fundinum verður streymt og verður hægt að leggja fyrir spurningar á meðan honum stendur. Að loknum fundi verður upptaka af honum gerð aðgengileg á vefsíðu Kópavogsbæjar. Dagsetning fundarins verður auglýst þegar hún liggur fyrir. Kópavogur Borgarlína Skipulag Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Útlit er fyrir að miðbær Kópavogs muni taka stakkaskiptum á næstu árum. Samkvæmt breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi sem hafa verið samþykktar til kynningar verða 550 íbúðir á svæðinu. Svæðið í kringum Hamraborg verður skilgreint sem nýtt þróunarsvæði eða þéttingarsvæði og gert verður ráð fyrir verslun, þjónustu og íbúðum þar. Samkvæmt tilkynningu frá Kópavogsbæ verða gömlu bæjarskrifstofur Kópavogs að Fannaborg 2,4 og 6 rifnar og á það sama við um hús við Vallartröð og Neðstutröð. Þá er fyrirhugað að íbúðirnar nýju verði að fjölbreyttum stærðum og verða nýju húsin frá einni hæð til tólf. Skipulagssvæðið afmarkast af Vallartröð í austur, Digranesvegi í suður, Digranesvegi 1, Hálsatorgi og Hamraborg 8 í vestur og Hamraborg 10 til 38 í norður. Hér er svo mynd tekin frá sama sjónarhorni.Onno Í áðurnefndri tilkynningu segir að mannlífsás, gata fyrir gangandi og hjólandi, muni liggja frá menningarhúsum Kópavogs og alla leið að Kópavogsskóla. Milli þeirra fjölbýlishúsa sem standi við Hamraborg og nýju húsanna. Þar er gert ráð fyrir verslun og þjónustu á jarðhæð nýju húsanna og verður áhersla lögð á að skapa aðlaðanadi umhverfi og nýta kosti umhverfisins og staðsetningarinnar í miðbæ Kópavogs. Ein stærsta skiptistöð Strætó sé í næsta nágrenni og tvær leiðir Borgarlínu muni stoppa þar. „Hamraborgarsvæðið er afar vel staðsett á höfuðborgarsvæðinu og mikil tækifæri til þéttingar og endurnýjunar á þessu svæði. Við munum leggja áherslu á gott umhverfi fyrir iðandi mannlíf og þjónustu, íbúðir verða af ýmsum stærðum og gerðum en munu meðal annars henta vel þeim sem kjósa bíllausan lífstíl og vilja hafa alla þjónustu í göngufjarlægð,“ er haft eftir Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóri Kópavogs. Kynningarfundur um nýtt skipulag miðbæjar Kópavogs og fyrirhugaða uppbyggingu verður haldinn í desember. Fundinum verður streymt og verður hægt að leggja fyrir spurningar á meðan honum stendur. Að loknum fundi verður upptaka af honum gerð aðgengileg á vefsíðu Kópavogsbæjar. Dagsetning fundarins verður auglýst þegar hún liggur fyrir.
Kópavogur Borgarlína Skipulag Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira