Honda nær þriðja stigi í sjálfsaksturstækni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. nóvember 2020 07:01 Honda Legend er fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn sem nær þriðja stigs sjálfsaksturstækni. Honda hefur fengið leyfi japanskra yfirvalda til að framleiða bíl með þriðja stigs sjálfsaksturstækni. Það er í fyrsta skipti sem bifreið með þeirri tækni er leyfð til aksturs í venjulegri umferð, segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Honda er því fyrsti bílaframleiðandinn til að fá að fjöldaframleiða bíl búinn þessari tækni. Þriðja stigs sjálfsaksturstæknin verður prófuð í fólksbílnum Honda Legend og stefnir japanski bílaframleiðandinn að því að bíllinn komi á markað í mars á næsta ári. Honda Legend verður þannig fær að taka sjálfvirkt fram úr öðrum bílum í þungri umferð. Kerfið hjá Honda ber heitið Traffic Jam Pilot. Tæknistig sjálfsaksturs bíla eru fimm og er Honda Legend eins og áður með þriðja stigs sjálfvirkni en stig fimm þýðir að bíllinn sé alsjálfvirkur. Nokkrir bílaframleiðendur m.a. Tesla og General Motors eru komin með 2 stigs sjálfvirkni í sína bíla sem þýðir að Honda er komið fremst allra framleiðenda í þessari tækni. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent
Honda hefur fengið leyfi japanskra yfirvalda til að framleiða bíl með þriðja stigs sjálfsaksturstækni. Það er í fyrsta skipti sem bifreið með þeirri tækni er leyfð til aksturs í venjulegri umferð, segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Honda er því fyrsti bílaframleiðandinn til að fá að fjöldaframleiða bíl búinn þessari tækni. Þriðja stigs sjálfsaksturstæknin verður prófuð í fólksbílnum Honda Legend og stefnir japanski bílaframleiðandinn að því að bíllinn komi á markað í mars á næsta ári. Honda Legend verður þannig fær að taka sjálfvirkt fram úr öðrum bílum í þungri umferð. Kerfið hjá Honda ber heitið Traffic Jam Pilot. Tæknistig sjálfsaksturs bíla eru fimm og er Honda Legend eins og áður með þriðja stigs sjálfvirkni en stig fimm þýðir að bíllinn sé alsjálfvirkur. Nokkrir bílaframleiðendur m.a. Tesla og General Motors eru komin með 2 stigs sjálfvirkni í sína bíla sem þýðir að Honda er komið fremst allra framleiðenda í þessari tækni.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent