Eins og að saka starfsmann sem á inni laun um að stela frá vinnufélögunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2020 08:31 Sabine Leskopf er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður fjölmenningarráðs. Borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður fjölmenningaráðs segir gagnrýni Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra á pari við að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. Sigurður Ingi segir 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar fráleita og lýsir henni sem óskiljanlegri aðför borgarinnar. Reykjavíkurborg vill meina að að borgin hafi verið útilokuð á ólöglegan hátt frá því að fá ákveðin framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga undanfarin ár. Framlög sem snúi að rekstri grunnskóla og framlaga til nýbúafræðslu. Sigurður Ingi hefur sagst ekki vilja dvelja í fortíðinni en sé tilbúinn til viðræðna um fyrirkomulag jöfnunarsjóðs til framtíðar. Hann hafi rætt málin oftar en einu sinni við borgarstjóra og átti von á því að krafan, sem fyrst var lögð fram fyrir ári, yrði afturkölluð. Hún var hins vegar ítrekuð á dögunum. Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, skrifaði pistil á Vísi í gær sem bar titilinn Reykjavík: 0 krónur. Sabine vísar til reglugerðar um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þar sem segi: „Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal greiða öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg framlög til nýbúafræðslu á grunnskólastigi þar sem um slíka fræðslu er að ræða.“ Rökin fyrir þessari grein hafi aldrei komið fram og borgarlögmaður segir ekki lagastoð fyrir. Dómafordæmi séu í Hæstarétti um ólögmæti slíkra greina. „Þetta þýðir hins vegar að öll sveitarfélög landsins, líka þau þar sem fá börn eru og álagið er minna, fá 150.000 krónur fyrir hvert barn sem hefur ekki íslensku að móðurmáli. Barn af erlendum uppruna í Reykjavík fær 0 krónur. Skattgreiðendur Reykjavíkurborgar greiða sem sagt 11 milljarða af útsvari sínu inn í þennan sjóð til að borga m.a. stuðning fyrir börn af erlendum uppruna í öðrum sveitarfélögum en þurfa þar að auki að borga sjálfir fyrir nauðsynlegan kostnað við íslenskukennslu barna af erlendum uppruna.“ Sabine, sem er formaður fjölmenningaráðs borgarinnar, segist hafa bent borgarlögmanni á vandamálið og fagnar því að hann fylgi málinu eftir alla leið. „Íslenskukennsla barna af erlendum uppruna er góð fjárfesting og tryggir að hér verði íslenskumælandi samfélag þar sem öll börn fái að njóta sín til fulls og tækifæri að leggja sitt af mörkum.“ Hún segir ekki góða leið til að leysa málin að nota málaflokk þeirra barna sem þurfi mestan stuðning til að ala á spennu milli Reykjavíkurborgar og landsbyggðarinnar í pólítískum tilgangi. Vill ekki staldra við fortíðina „Þessi krafa mun núna fá úrvinnslu í réttarkerfinu en vonandi stendur ráðherrann við yfirlýsingu að vilja bæta úr þessu í framtíðinni.“ Sigurður Ingi ræddi málið í Bítinu í morgun og sagði meðal annars tekjumöguleika Reykjavíkurborgar, með 1/3 íbúafjölda landsins, mun meiri en annarra sveitarfélaga. Vísaði hann meðal annars til fasteignagjalda sem væru hæst í borginni, mun hærri en til dæmis í Kópavogi og Hafnarfirði. Hann vill ekki staldra við fortíðina en tilbúinn til viðræðna um fyrirkomulag til framtíðar. Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vill skipun rannsóknarnefndar Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Sjá meira
Borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður fjölmenningaráðs segir gagnrýni Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra á pari við að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. Sigurður Ingi segir 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar fráleita og lýsir henni sem óskiljanlegri aðför borgarinnar. Reykjavíkurborg vill meina að að borgin hafi verið útilokuð á ólöglegan hátt frá því að fá ákveðin framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga undanfarin ár. Framlög sem snúi að rekstri grunnskóla og framlaga til nýbúafræðslu. Sigurður Ingi hefur sagst ekki vilja dvelja í fortíðinni en sé tilbúinn til viðræðna um fyrirkomulag jöfnunarsjóðs til framtíðar. Hann hafi rætt málin oftar en einu sinni við borgarstjóra og átti von á því að krafan, sem fyrst var lögð fram fyrir ári, yrði afturkölluð. Hún var hins vegar ítrekuð á dögunum. Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, skrifaði pistil á Vísi í gær sem bar titilinn Reykjavík: 0 krónur. Sabine vísar til reglugerðar um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þar sem segi: „Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal greiða öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg framlög til nýbúafræðslu á grunnskólastigi þar sem um slíka fræðslu er að ræða.“ Rökin fyrir þessari grein hafi aldrei komið fram og borgarlögmaður segir ekki lagastoð fyrir. Dómafordæmi séu í Hæstarétti um ólögmæti slíkra greina. „Þetta þýðir hins vegar að öll sveitarfélög landsins, líka þau þar sem fá börn eru og álagið er minna, fá 150.000 krónur fyrir hvert barn sem hefur ekki íslensku að móðurmáli. Barn af erlendum uppruna í Reykjavík fær 0 krónur. Skattgreiðendur Reykjavíkurborgar greiða sem sagt 11 milljarða af útsvari sínu inn í þennan sjóð til að borga m.a. stuðning fyrir börn af erlendum uppruna í öðrum sveitarfélögum en þurfa þar að auki að borga sjálfir fyrir nauðsynlegan kostnað við íslenskukennslu barna af erlendum uppruna.“ Sabine, sem er formaður fjölmenningaráðs borgarinnar, segist hafa bent borgarlögmanni á vandamálið og fagnar því að hann fylgi málinu eftir alla leið. „Íslenskukennsla barna af erlendum uppruna er góð fjárfesting og tryggir að hér verði íslenskumælandi samfélag þar sem öll börn fái að njóta sín til fulls og tækifæri að leggja sitt af mörkum.“ Hún segir ekki góða leið til að leysa málin að nota málaflokk þeirra barna sem þurfi mestan stuðning til að ala á spennu milli Reykjavíkurborgar og landsbyggðarinnar í pólítískum tilgangi. Vill ekki staldra við fortíðina „Þessi krafa mun núna fá úrvinnslu í réttarkerfinu en vonandi stendur ráðherrann við yfirlýsingu að vilja bæta úr þessu í framtíðinni.“ Sigurður Ingi ræddi málið í Bítinu í morgun og sagði meðal annars tekjumöguleika Reykjavíkurborgar, með 1/3 íbúafjölda landsins, mun meiri en annarra sveitarfélaga. Vísaði hann meðal annars til fasteignagjalda sem væru hæst í borginni, mun hærri en til dæmis í Kópavogi og Hafnarfirði. Hann vill ekki staldra við fortíðina en tilbúinn til viðræðna um fyrirkomulag til framtíðar.
Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vill skipun rannsóknarnefndar Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Sjá meira