Ari mögulega hættur en vill fá ungu strákana í landsliðið hægt og rólega Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2020 15:30 Ari Freyr Skúlason sat lengi eftir á Wembley vellinum á miðvikudagskvöld eftir leik sem gæti reynst hans síðasti landsleikur. Getty/Michael Regan Ari Freyr Skúlason segir það ekki ljóst hvort leikurinn við England á Wembley hafi verið hans síðasti landsleikur á ferlinum. Ari er 33 ára gamall og hefur farið með íslenska fótboltalandsliðinu í gegnum glæstustu tíma í sögu þess. Hann var í byrjunarliðinu í öllum leikjum á EM 2016 þegar Ísland komst í 8-liða úrslit, lék einnig með liðinu á HM 2018 og á alls að baki 77 A-landsleiki. „Það gæti bara vel verið að ég hafi verið að spila minn síðasta landsleik en á sama tíma þá er ég ekki tilbúinn að koma með neinar yfirlýsingar þannig að við sjáum bara hvað setur,“ segir Ari í viðtali við Morgunblaðið. Ari fer því svipaða leið og Kári Árnason og Hannes Þór Halldórsson sem einnig hafa sagt að leikurinn við England gæti hafa verið þeirra síðasti, en vilja ekkert útiloka. Ísland fær nýjan landsliðsþjálfara fyrir næstu leiki sína en liðið hefur undankeppni HM í mars. Hugsanlegt er að nýr þjálfari vilji ráðast í róttækar breytingar á landsliðshópnum. Ari segir hins vegar ljóst að þó að Ísland eigi fullt af efnilegum leikmönnum sé best að fara varlega í sakirnar: „Mín skoðun er sú að það þurfi að fá þessa ungu stráka inn hægt og rólega í stað þess að henda þeim beint út í djúpu laugina. Þeir þurfa að læra hvað íslenska landsliðið stendur fyrir en framtíðin er klárlega spennandi og jafnframt krefjandi líka fyrir íslenskan fótbolta.“ Þjóðadeild UEFA HM 2022 í Katar Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Ari Freyr Skúlason segir það ekki ljóst hvort leikurinn við England á Wembley hafi verið hans síðasti landsleikur á ferlinum. Ari er 33 ára gamall og hefur farið með íslenska fótboltalandsliðinu í gegnum glæstustu tíma í sögu þess. Hann var í byrjunarliðinu í öllum leikjum á EM 2016 þegar Ísland komst í 8-liða úrslit, lék einnig með liðinu á HM 2018 og á alls að baki 77 A-landsleiki. „Það gæti bara vel verið að ég hafi verið að spila minn síðasta landsleik en á sama tíma þá er ég ekki tilbúinn að koma með neinar yfirlýsingar þannig að við sjáum bara hvað setur,“ segir Ari í viðtali við Morgunblaðið. Ari fer því svipaða leið og Kári Árnason og Hannes Þór Halldórsson sem einnig hafa sagt að leikurinn við England gæti hafa verið þeirra síðasti, en vilja ekkert útiloka. Ísland fær nýjan landsliðsþjálfara fyrir næstu leiki sína en liðið hefur undankeppni HM í mars. Hugsanlegt er að nýr þjálfari vilji ráðast í róttækar breytingar á landsliðshópnum. Ari segir hins vegar ljóst að þó að Ísland eigi fullt af efnilegum leikmönnum sé best að fara varlega í sakirnar: „Mín skoðun er sú að það þurfi að fá þessa ungu stráka inn hægt og rólega í stað þess að henda þeim beint út í djúpu laugina. Þeir þurfa að læra hvað íslenska landsliðið stendur fyrir en framtíðin er klárlega spennandi og jafnframt krefjandi líka fyrir íslenskan fótbolta.“
Þjóðadeild UEFA HM 2022 í Katar Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira