Aðskilin smitsjúkdómadeild í nýjum Landspítala Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 18:12 Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala. Vísir/Einar Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala, gerir ráð fyrir að starfsemi Landspítalans muni sameinist í nýju húsi árið 2025 eða 2026. Gera megi ráð fyrir að uppsteypa taki um þrjú ár og að lokinni innivinnu og lokafrágangi muni spítalinn geta flutt í nýja húsnæðið. Gunnar var gestur í Víglínunni á Stöð 2 fyrr í dag þar sem hann sagði að á nýjum spítala yrði að finna sérstaka smitsjúkdómadeild sem hægt yrði að aðgreina frá öðrum deildum. „Landspítalinn er í dag á sautján stöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag í hundrað húsum. Markmiðið með Hringbrautarverkefninu er að sameina starfsemina, sameina gjörgæslur, bráðamóttökur og ýmislegt annað og að sjúklingarnir þurfi ekki að leita á marga staði,“ segir Gunnar. Byggingin breytileg Þá sé byggingin breytileg, hægt sé að mæta þörfum hverju sinni með því að breyta byggingunni innanhúss hverju sinni. „Byggingin er þannig að hægt er að breyta henni mjög auðveldlega, það er hægt að breyta henni innanhúss og það mun alveg gerast.“ Í meðferðarkjarnanum svokallaða verður fjölþætt starfsemi að sögn Gunnars. Það verður fyrst og fremst bráða- og háskólasjúkrahús. „Þessi spítali er auðvitað bráðaspítali, meðferðarspítali og tenging yfir í kennsluna,“ segir Gunnar. Aðskilin smitsjúkdómadeild Á fyrstu hæðinni er mjög stór bráðamóttaka. Á annarri hæðinni eru hlutir eins og speglun, röntgen og myndgreiningar og slíkt. Við erum líka með þar að vestan sérstaka smitsjúkdómadeild sem er að greind þannig að það er hægt að koma inn að vestan í húsinu og aðgreina það frá. Þar eru legurými líka þannig að það er búið að hugsa fyrir því í áratug og tengist í raun ebóla-veirunni á sínum tíma,“ segir Gunnar. Á smitsjúkdómadeildinni verða tuttugu legurými en byggingin er þannig hönnuð að hægt er að stækka rýmin og aðskilja þau. Þá verða um 200 legurými á fimmtu og sjöttu hæðinni. Þá eru einstaklingsherbergi í öllum legurýmum, ekki síst vegna sýkingavarna, og verður sér salernisaðstaða í hverju legurými fyrir sig. Enn verið að hanna spítalann innanhúss Hann segir miklu máli hve hönnunin sé sívirk. Enn sé verið að vinna að hönnun spítalans eftir því hvernig tæknin og þörfin breytist. „Það sem skiptir máli er að hönnun sé sívirk. Það má ekki hugsa það þannig að spítalinn hafi verið hannaður fyrir tíu árum. Við erum enn að hanna hann, burðarvirkin eru komin, þess vegna er verið að vinna á þeim og nú er verið að ljúka innri hönnun eða verkhönnun á öðrum svæðum,“ segir Gunnar. Þá verður annað hús byggt, svokallaður rannsóknarkjarni, þar sem rannsóknarvinna spítalans verður sameinuð. Þá verður einnig byggt svokallað bílastæða- og tæknihús þar sem varaaflskerfi spítalans verða. Hægt er að horfa á viðtalið við Gunnar í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Landspítalinn Heilbrigðismál Víglínan Tengdar fréttir Nýr Landspítali og spilling í Víglínunni Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri uppbyggingar á nýjum Landspítala mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttmanns til að ræða framkvæmdina og hverju spítalinn mun breyta og ekki breyta. Þá verður rætt við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur doktor í þjóðfræði um spillingu en hún gaf nýverið út bók um þau mál. 22. nóvember 2020 16:31 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala, gerir ráð fyrir að starfsemi Landspítalans muni sameinist í nýju húsi árið 2025 eða 2026. Gera megi ráð fyrir að uppsteypa taki um þrjú ár og að lokinni innivinnu og lokafrágangi muni spítalinn geta flutt í nýja húsnæðið. Gunnar var gestur í Víglínunni á Stöð 2 fyrr í dag þar sem hann sagði að á nýjum spítala yrði að finna sérstaka smitsjúkdómadeild sem hægt yrði að aðgreina frá öðrum deildum. „Landspítalinn er í dag á sautján stöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag í hundrað húsum. Markmiðið með Hringbrautarverkefninu er að sameina starfsemina, sameina gjörgæslur, bráðamóttökur og ýmislegt annað og að sjúklingarnir þurfi ekki að leita á marga staði,“ segir Gunnar. Byggingin breytileg Þá sé byggingin breytileg, hægt sé að mæta þörfum hverju sinni með því að breyta byggingunni innanhúss hverju sinni. „Byggingin er þannig að hægt er að breyta henni mjög auðveldlega, það er hægt að breyta henni innanhúss og það mun alveg gerast.“ Í meðferðarkjarnanum svokallaða verður fjölþætt starfsemi að sögn Gunnars. Það verður fyrst og fremst bráða- og háskólasjúkrahús. „Þessi spítali er auðvitað bráðaspítali, meðferðarspítali og tenging yfir í kennsluna,“ segir Gunnar. Aðskilin smitsjúkdómadeild Á fyrstu hæðinni er mjög stór bráðamóttaka. Á annarri hæðinni eru hlutir eins og speglun, röntgen og myndgreiningar og slíkt. Við erum líka með þar að vestan sérstaka smitsjúkdómadeild sem er að greind þannig að það er hægt að koma inn að vestan í húsinu og aðgreina það frá. Þar eru legurými líka þannig að það er búið að hugsa fyrir því í áratug og tengist í raun ebóla-veirunni á sínum tíma,“ segir Gunnar. Á smitsjúkdómadeildinni verða tuttugu legurými en byggingin er þannig hönnuð að hægt er að stækka rýmin og aðskilja þau. Þá verða um 200 legurými á fimmtu og sjöttu hæðinni. Þá eru einstaklingsherbergi í öllum legurýmum, ekki síst vegna sýkingavarna, og verður sér salernisaðstaða í hverju legurými fyrir sig. Enn verið að hanna spítalann innanhúss Hann segir miklu máli hve hönnunin sé sívirk. Enn sé verið að vinna að hönnun spítalans eftir því hvernig tæknin og þörfin breytist. „Það sem skiptir máli er að hönnun sé sívirk. Það má ekki hugsa það þannig að spítalinn hafi verið hannaður fyrir tíu árum. Við erum enn að hanna hann, burðarvirkin eru komin, þess vegna er verið að vinna á þeim og nú er verið að ljúka innri hönnun eða verkhönnun á öðrum svæðum,“ segir Gunnar. Þá verður annað hús byggt, svokallaður rannsóknarkjarni, þar sem rannsóknarvinna spítalans verður sameinuð. Þá verður einnig byggt svokallað bílastæða- og tæknihús þar sem varaaflskerfi spítalans verða. Hægt er að horfa á viðtalið við Gunnar í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Landspítalinn Heilbrigðismál Víglínan Tengdar fréttir Nýr Landspítali og spilling í Víglínunni Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri uppbyggingar á nýjum Landspítala mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttmanns til að ræða framkvæmdina og hverju spítalinn mun breyta og ekki breyta. Þá verður rætt við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur doktor í þjóðfræði um spillingu en hún gaf nýverið út bók um þau mál. 22. nóvember 2020 16:31 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
Nýr Landspítali og spilling í Víglínunni Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri uppbyggingar á nýjum Landspítala mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttmanns til að ræða framkvæmdina og hverju spítalinn mun breyta og ekki breyta. Þá verður rætt við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur doktor í þjóðfræði um spillingu en hún gaf nýverið út bók um þau mál. 22. nóvember 2020 16:31
Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01