Lofar konunni sinni að koma heim Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2020 11:27 John Snorri er mættur til Pakistan og til í slaginn. Aðsend Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson segist hafa gefið eiginkonu sinni loforð um að koma heim úr svaðilför sinni. Hann ætlar að taka ákvarðanir sínar í klifrinu út frá því. Það drífur hann áfram að sjá íslenska fánann á toppi K2. K2 er næsthæsta fjall í heimi eftir Everestfjalli. Það er 8.611 metrar að hæð og er í Karakoram-fjallgarðinum á landamærum Kína og Pakistans. Nokkrir hafa klifrað fjallið, þeirra á meðal John Snorri, en enginn að vetrarlagi. John Snorri reyndi í fyrra en hópurinn þurfti frá að hverfa vegna aðstæðna. Ekkert rými til að hrasa John Snorri ræddi komandi ævintýri í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann er kominn til Islamabad, höfuðborgar Pakistan, og korter í klifur ef þannig má að orði komast. Hann tilheyrir þriggja manna hópi sem er á leiðinni upp í fjöll þar sem næstu vikur verða nýttar í að setja upp línur á milli búða, þ.e. í grunnbúðum og svo búðum 1,2,3 og loks 4 þaðan sem farið er á toppinn, ef og þegar veður leyfir. John Snorri Sigurjónsson stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi K2.kári schram „K2 er annað hættulegasta fjallið samkvæmt tölfræðinni og er það eina yfir átta þúsund metrum sem ekki er hægt að klifra að vetri til. Nokkrir leiðangrar hafa verið farnir en engum tekist,“ segir John Snorri. Ástæðan er einföld, annað en gangan. „Þetta er bara mjög erfitt fjall. Ef þú dettur eða hrasar þá detturðu alla leið niður. Það er enginn staður til að stoppa á leiðinni.“ Í beinu sambandi við svissneskan veðurfræðing John Snorri rifjar upp ferðina á K2 í fyrra og lýsir veðuraðstæðum. Í tvígang hafi þeir fengið upplýsingar um veðrið á toppnum. 70 gráðu frost og 240 km/klst vindhraði. Maður þurfi að vera mjög heppinn í þessum öfgafullu aðstæðum til að eiga möguleika á að komast á toppinn. „Ég er í samstarfi við svissneska veðurfræðinga og fá mjög nákvæmar veðurupplýsingar, þrisvar á dag, upplýsingar í hverri hæð fyrir sig. Þannig get ég áttað mig á því hvernig veðrið er að haga sér í fjallinu,“ segir John Snorri. Aðspurður um andlega líðan í aðdraganda göngunnar segir hann hausinn á fullu. „Ég er mjög stressaður fyrir þetta, mikið sem þarf að hugsa um. Ég hef verið að undirbúa þetta síðan í mars og alvöru undirbúningurinn byrjaði í ágúst. Það má ekkert klikka. Ef það vantar eitthvað þá geturðu ekkert fengið það uppeftir. Það gæti kostað leiðangurinn og þarf að hætta við hann.“ Vill sjá fánann á toppnum Hann segist hafa lært mjög mikið af göngunni í fyrra. Þá komst hópurinn í búðir 2 sem er í um 6600 metra hæð. Hann ætli að einbeita sér öðruvísi, er með öðruvísi búnað en síðast. Ýmislegt veltist um innra með honum en hann sjái sig alltaf klifra fjallað þegar hugurinn leitar þangað. John Snorri á toppi K3.Lífsspor „Nú þekki ég þessa leið. Fór hana upp 2017 og svo hluta af henni í fyrrra. Maður er farinn að þekkja þessa hryggi og íshengjur. Ég er farinn að sjá mig í þessum aðstæðum sem erfitt er við að eiga og hvernig við munum eiga við þær.“ Aðspurður hvað dragi hann áfram er svarið einfalt: „Ég vil sjá íslenska fánann á toppi K2. Það er það sem ég vil sjá.“ Ferðin sé augljóslega ekki hættulaus. Lofar konunni að koma heim „Lína konan mín hefur verið með mér í Himalayja-fjöllunum og víðar að klifra. Hún veit hvernig ég haga mér í fjöllunum og veit hvernig aðstæðurnar eru. Hún skilur þetta kannski betur en maður sem hefur ekki komið í aðstæðurnar og hefur séð mig klifra, hvernig ég er að haga mér. Hún tekur alltaf af mér loforð áður en ég fer að ég skuli koma heim aftur.“ Ýmislegt geti komið upp í svona ferð. Til dæmis að geta ekki bjargað félaga sínum í alvarlegum aðstæðum. Þá getur þurft að taka mjög dramatískar ákvarðanir. „Í forgangi er alltaf að koma aftur og hugsa um fjölskylduna,“ segir John Snorri. Auðvitað sé hann alltaf að taka sénsa, mikla og stóra, en meta þurfi aðstæðurnar vel hverju sinni. K2 er ekki lokaverkefni hjá John Snorra. Hann er með næsta verkefni í huganum þegar K2 hefur verið toppaður. Hann ætlar þó að halda því fyrir sig í bili. Fjallamennska Bítið John Snorri á K2 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður slasaður og þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson segist hafa gefið eiginkonu sinni loforð um að koma heim úr svaðilför sinni. Hann ætlar að taka ákvarðanir sínar í klifrinu út frá því. Það drífur hann áfram að sjá íslenska fánann á toppi K2. K2 er næsthæsta fjall í heimi eftir Everestfjalli. Það er 8.611 metrar að hæð og er í Karakoram-fjallgarðinum á landamærum Kína og Pakistans. Nokkrir hafa klifrað fjallið, þeirra á meðal John Snorri, en enginn að vetrarlagi. John Snorri reyndi í fyrra en hópurinn þurfti frá að hverfa vegna aðstæðna. Ekkert rými til að hrasa John Snorri ræddi komandi ævintýri í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann er kominn til Islamabad, höfuðborgar Pakistan, og korter í klifur ef þannig má að orði komast. Hann tilheyrir þriggja manna hópi sem er á leiðinni upp í fjöll þar sem næstu vikur verða nýttar í að setja upp línur á milli búða, þ.e. í grunnbúðum og svo búðum 1,2,3 og loks 4 þaðan sem farið er á toppinn, ef og þegar veður leyfir. John Snorri Sigurjónsson stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi K2.kári schram „K2 er annað hættulegasta fjallið samkvæmt tölfræðinni og er það eina yfir átta þúsund metrum sem ekki er hægt að klifra að vetri til. Nokkrir leiðangrar hafa verið farnir en engum tekist,“ segir John Snorri. Ástæðan er einföld, annað en gangan. „Þetta er bara mjög erfitt fjall. Ef þú dettur eða hrasar þá detturðu alla leið niður. Það er enginn staður til að stoppa á leiðinni.“ Í beinu sambandi við svissneskan veðurfræðing John Snorri rifjar upp ferðina á K2 í fyrra og lýsir veðuraðstæðum. Í tvígang hafi þeir fengið upplýsingar um veðrið á toppnum. 70 gráðu frost og 240 km/klst vindhraði. Maður þurfi að vera mjög heppinn í þessum öfgafullu aðstæðum til að eiga möguleika á að komast á toppinn. „Ég er í samstarfi við svissneska veðurfræðinga og fá mjög nákvæmar veðurupplýsingar, þrisvar á dag, upplýsingar í hverri hæð fyrir sig. Þannig get ég áttað mig á því hvernig veðrið er að haga sér í fjallinu,“ segir John Snorri. Aðspurður um andlega líðan í aðdraganda göngunnar segir hann hausinn á fullu. „Ég er mjög stressaður fyrir þetta, mikið sem þarf að hugsa um. Ég hef verið að undirbúa þetta síðan í mars og alvöru undirbúningurinn byrjaði í ágúst. Það má ekkert klikka. Ef það vantar eitthvað þá geturðu ekkert fengið það uppeftir. Það gæti kostað leiðangurinn og þarf að hætta við hann.“ Vill sjá fánann á toppnum Hann segist hafa lært mjög mikið af göngunni í fyrra. Þá komst hópurinn í búðir 2 sem er í um 6600 metra hæð. Hann ætli að einbeita sér öðruvísi, er með öðruvísi búnað en síðast. Ýmislegt veltist um innra með honum en hann sjái sig alltaf klifra fjallað þegar hugurinn leitar þangað. John Snorri á toppi K3.Lífsspor „Nú þekki ég þessa leið. Fór hana upp 2017 og svo hluta af henni í fyrrra. Maður er farinn að þekkja þessa hryggi og íshengjur. Ég er farinn að sjá mig í þessum aðstæðum sem erfitt er við að eiga og hvernig við munum eiga við þær.“ Aðspurður hvað dragi hann áfram er svarið einfalt: „Ég vil sjá íslenska fánann á toppi K2. Það er það sem ég vil sjá.“ Ferðin sé augljóslega ekki hættulaus. Lofar konunni að koma heim „Lína konan mín hefur verið með mér í Himalayja-fjöllunum og víðar að klifra. Hún veit hvernig ég haga mér í fjöllunum og veit hvernig aðstæðurnar eru. Hún skilur þetta kannski betur en maður sem hefur ekki komið í aðstæðurnar og hefur séð mig klifra, hvernig ég er að haga mér. Hún tekur alltaf af mér loforð áður en ég fer að ég skuli koma heim aftur.“ Ýmislegt geti komið upp í svona ferð. Til dæmis að geta ekki bjargað félaga sínum í alvarlegum aðstæðum. Þá getur þurft að taka mjög dramatískar ákvarðanir. „Í forgangi er alltaf að koma aftur og hugsa um fjölskylduna,“ segir John Snorri. Auðvitað sé hann alltaf að taka sénsa, mikla og stóra, en meta þurfi aðstæðurnar vel hverju sinni. K2 er ekki lokaverkefni hjá John Snorra. Hann er með næsta verkefni í huganum þegar K2 hefur verið toppaður. Hann ætlar þó að halda því fyrir sig í bili.
Fjallamennska Bítið John Snorri á K2 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður slasaður og þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent