Telur að fótboltakonur séu líklegri til að þjást af heilabilun en fótboltakarlar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2020 10:01 Sýnt hefur verið fram á að síendurteknir skallar í fótbolta geti haft áhrif á andlega heilsu leikmanna á efri árum. Þeir eru mun líklegri en aðrir til að greinast með heilabilun. getty/Chelsea Football Club Fótboltakonur gætu átt á meiri hættu á að þjást af heilabilun en fótboltakarlar. Þetta segir Dr. Michael Gray, taugalæknir við East Anglia háskólann á Englandi. Undanfarnar vikur hefur skapast mikil umræða um hvaða afleiðingar það að skalla boltann hefur á heila fótboltamanna á efri árum. Til að mynda hafa fimm úr heimsmeistaraliði Englands 1966 greinst með heilabilun. Rannsóknir sýna að fyrrverandi fótboltamenn eru rúmlega þrisvar sinnum líklegri til að deyja úr heilabilun en aðrir. Áðurnefndur Dr. Michael Gray segir að fyrrverandi fótboltakonur gæti verið í enn meiri áhættuhópi en fyrrverandi fótboltakarlar. Hann stendur nú fyrir rannsókn þar sem merki um heilabilun er könnuð hjá fyrrverandi leikmönnum. Gray hefur fengið tæplega fjörtíu fyrrverandi fótboltakarla til að taka þátt í rannsókninni og leitar nú að fleiri fyrrverandi fótboltakonum til að taka þátt í henni. „Við vitum að fyrrverandi fótboltamenn eiga á meiri hættu að fá heilabilun og teljum að það tengist því að skalla boltann ítrekað. Við vitum ekki mikið um hvaða áhrif þetta hefur á fótboltakonur en finnst líklegt að þær eigi á enn meiri hættu á að fá heilabilun en fótboltakarlar,“ sagði Dr. Gray. „Við vitum að það er munur á milli kynjanna og það gæti verið mikilvægt upp á áhrif þess að boltann endurtekið. Við vitum að fótboltakonur fá oftar heilahristing og þótt konur lifi lengur er 61 prósent þeirra sem þjást af heilabilun í landinu kvenkyns. Eitt sem skiptir máli í þessu samhengi er styrkur í hálsi. Menn með stærri og þykkari hálsa eru ólíklegri til að fá heilahristing.“ Eins og áður sagði vill Dr. Gray fá fleiri konur til að taka þátt í rannsókn sinni. Þar er fyrstu merki um heilabilun hjá fyrrverandi fótboltamönnum könnuð. Fylgst verður með andlegri heilsu þeirra um nokkurra ára skeið. Enski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Sjá meira
Fótboltakonur gætu átt á meiri hættu á að þjást af heilabilun en fótboltakarlar. Þetta segir Dr. Michael Gray, taugalæknir við East Anglia háskólann á Englandi. Undanfarnar vikur hefur skapast mikil umræða um hvaða afleiðingar það að skalla boltann hefur á heila fótboltamanna á efri árum. Til að mynda hafa fimm úr heimsmeistaraliði Englands 1966 greinst með heilabilun. Rannsóknir sýna að fyrrverandi fótboltamenn eru rúmlega þrisvar sinnum líklegri til að deyja úr heilabilun en aðrir. Áðurnefndur Dr. Michael Gray segir að fyrrverandi fótboltakonur gæti verið í enn meiri áhættuhópi en fyrrverandi fótboltakarlar. Hann stendur nú fyrir rannsókn þar sem merki um heilabilun er könnuð hjá fyrrverandi leikmönnum. Gray hefur fengið tæplega fjörtíu fyrrverandi fótboltakarla til að taka þátt í rannsókninni og leitar nú að fleiri fyrrverandi fótboltakonum til að taka þátt í henni. „Við vitum að fyrrverandi fótboltamenn eiga á meiri hættu að fá heilabilun og teljum að það tengist því að skalla boltann ítrekað. Við vitum ekki mikið um hvaða áhrif þetta hefur á fótboltakonur en finnst líklegt að þær eigi á enn meiri hættu á að fá heilabilun en fótboltakarlar,“ sagði Dr. Gray. „Við vitum að það er munur á milli kynjanna og það gæti verið mikilvægt upp á áhrif þess að boltann endurtekið. Við vitum að fótboltakonur fá oftar heilahristing og þótt konur lifi lengur er 61 prósent þeirra sem þjást af heilabilun í landinu kvenkyns. Eitt sem skiptir máli í þessu samhengi er styrkur í hálsi. Menn með stærri og þykkari hálsa eru ólíklegri til að fá heilahristing.“ Eins og áður sagði vill Dr. Gray fá fleiri konur til að taka þátt í rannsókn sinni. Þar er fyrstu merki um heilabilun hjá fyrrverandi fótboltamönnum könnuð. Fylgst verður með andlegri heilsu þeirra um nokkurra ára skeið.
Enski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Sjá meira