Borgin þurfi fleiri milljarða frá ríkinu vegna faraldursins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 14:15 Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri í Reykjavík en borgin hefur endurmetið fjárþörf sína vegna faraldurs kórónuveiru. Elín Björg Guðmundsdóttir Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillögu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins. Í umsögninni er ítrekað að fjármálasvið borgarinnar telji núverandi stuðning ríkisins við sveitarfélögin vera fjarri því að tryggja fjármögnun mikilvægra verkefna. „Líklegt má telja að þessi vanfjármögnun mun fyrr eða síðar þvinga sveitarfélögin til samdráttar í samfélagslega mikilvægum fjárfestingum og jafnvel niðurskurðar í viðkvæmri og lögskyldri þjónustu,“ segir í umsögninni. Í umsögn borgarinnar segir að vanfjármögnun muni líklega á endanum knýja sveitarfélög til að draga úr þjónustu.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Samkvæmt greiningu borgarinnar þurfa sveitarfélögin að minnsta kosti fimmtíu milljarða króna stuðning á þessu ári og því næsta vegna áhrifa Covid-19. Í umsögninni kemur fram að ný greining bendi til þess að tekjufall borgarsjóðs vegna faraldursins nemi alls um 12,5 milljörðum króna. Útgjöld borgarinnar hafi aukist verulega af sömu ástæðum, eða um 2,6 milljarða króna. Áhrifin í heild eru því metin á rúmlega 15 milljarða króna á þessu ári. Þessi fjárhæð hefur hækkað talsvert, en í umsögn borgarinnar við fjárlagafrumvarpið er stuðningsþörf borgarinnar metin á um 11,1 milljarð króna. Þá er gert ráð fyrir um 12 milljarða króna stuðningsþörf á næsta ári. Alls er fjárþörfin því metin á um 27 milljarða króna á þessu ári og því næsta. Þingflokkur Samfylkingarinnar stendur að baki tillögunni.vísir/stefán Lítill sem enginn stuðningur Borgin segir áformað 670 milljóna króna framlag til Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk alls ekki duga til. Sama gildi um áformuð framlög vegna fjárhagsaðstoðar sem nemi um 720 milljónum króna. „Þarna þarf að bæta um betur. Það er mat Reykjavíkurborgar að fjármálalega áfallið mælt í krónum á hvern íbúa verði mest og þyngst í Reykjavík og þetta mat er stutt í nýrri greiningu starfshóps sveitarstjórnarráðherra. Þrátt fyrir það beinist lítill sem enginn stuðningur til borgarinnar og höfuðborgarsvæðisins,“ segir í umsögn borgarinnar. Í umsögn segir að Reykjavíkurborg styðji þingsályktunartillöguna, sem Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar, lagði fram, enda sé hún til þess fallin að „ríkisstjórnin beiri sér fyrir tímabærum aðgerðum í þágu sveitarfélaga landsins.“ Í tillögunni er meðal annars lagt til að aukin fjárútlát sveitarfélaga vegna viðbragða við faraldrinum verði bætt, t.d. í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Reykjavík Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar Sjá meira
Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillögu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins. Í umsögninni er ítrekað að fjármálasvið borgarinnar telji núverandi stuðning ríkisins við sveitarfélögin vera fjarri því að tryggja fjármögnun mikilvægra verkefna. „Líklegt má telja að þessi vanfjármögnun mun fyrr eða síðar þvinga sveitarfélögin til samdráttar í samfélagslega mikilvægum fjárfestingum og jafnvel niðurskurðar í viðkvæmri og lögskyldri þjónustu,“ segir í umsögninni. Í umsögn borgarinnar segir að vanfjármögnun muni líklega á endanum knýja sveitarfélög til að draga úr þjónustu.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Samkvæmt greiningu borgarinnar þurfa sveitarfélögin að minnsta kosti fimmtíu milljarða króna stuðning á þessu ári og því næsta vegna áhrifa Covid-19. Í umsögninni kemur fram að ný greining bendi til þess að tekjufall borgarsjóðs vegna faraldursins nemi alls um 12,5 milljörðum króna. Útgjöld borgarinnar hafi aukist verulega af sömu ástæðum, eða um 2,6 milljarða króna. Áhrifin í heild eru því metin á rúmlega 15 milljarða króna á þessu ári. Þessi fjárhæð hefur hækkað talsvert, en í umsögn borgarinnar við fjárlagafrumvarpið er stuðningsþörf borgarinnar metin á um 11,1 milljarð króna. Þá er gert ráð fyrir um 12 milljarða króna stuðningsþörf á næsta ári. Alls er fjárþörfin því metin á um 27 milljarða króna á þessu ári og því næsta. Þingflokkur Samfylkingarinnar stendur að baki tillögunni.vísir/stefán Lítill sem enginn stuðningur Borgin segir áformað 670 milljóna króna framlag til Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk alls ekki duga til. Sama gildi um áformuð framlög vegna fjárhagsaðstoðar sem nemi um 720 milljónum króna. „Þarna þarf að bæta um betur. Það er mat Reykjavíkurborgar að fjármálalega áfallið mælt í krónum á hvern íbúa verði mest og þyngst í Reykjavík og þetta mat er stutt í nýrri greiningu starfshóps sveitarstjórnarráðherra. Þrátt fyrir það beinist lítill sem enginn stuðningur til borgarinnar og höfuðborgarsvæðisins,“ segir í umsögn borgarinnar. Í umsögn segir að Reykjavíkurborg styðji þingsályktunartillöguna, sem Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar, lagði fram, enda sé hún til þess fallin að „ríkisstjórnin beiri sér fyrir tímabærum aðgerðum í þágu sveitarfélaga landsins.“ Í tillögunni er meðal annars lagt til að aukin fjárútlát sveitarfélaga vegna viðbragða við faraldrinum verði bætt, t.d. í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Reykjavík Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar Sjá meira