Utanríkisráðuneytið vekur athygli á átaki gegn kynbundnu ofbeldi Heimsljós 25. nóvember 2020 16:50 Utanríkisráðuneytið verður baðað roðagylltri birtu næstu sextán daga til að vekja athygli á alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Sömuleiðis hafa sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn og París verið lýst upp í roðagylltum lit. Átakið hefst í dag, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og mun ljúka þann 10. desember, sem er alþjóðlegi mannréttindadagurinn. Markmið átaksins er að knýja á um afnám á kynbundnu ofbeldi og hvetja til opinnar umræðu og vitundarvakningu meðal almennings sem getur leitt til frekari aðgerða. Í ár er lögð áhersla á að bregðast þurfi við auknu ofbeldi gagnvart konum í kjölfar heimsfaraldursins. Heimsfaraldurinn ýtir undir ýmsa áhættuþætti sem auka hættuna á ofbeldi gagnvart konum, svo sem matarskort, atvinnuleysi, efnahagslegt óöryggi og félagslega einangrun. Því hefur aldrei verið mikilvægara en nú að beina sjónum að þessu alvarlega vandamáli sem UN Women hafa fjallað um sem skuggafaraldurinn Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn Ísland leggur sitt af mörkum í þessari baráttu og hefur lagt mikla áherslu á jafnréttismál í viðbragðsáætlunum vegna COVID-19 í þróunarsamvinnu í samstarfi við hin Norðurlöndin. Ísland er jafnframt meðal forysturíkja sem leiða aðgerðabandalag um upprætingu á kynbundnu ofbeldi í tengslum við verkefni UN Women Kynslóð jafnréttis (e. Generation Equality Forum), en aðgerðabandalaginu er ætlað að þróa tillögur að áhrifamiklum og umbreytandi aðgerðum sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Frá sendiráði Íslands í París. Utanríkisráðuneytið vill jafnframt vekja athygli á rafrænni málstofu um konur, frið og öryggi, sem haldin er á morgun af tengslaneti norrænna kvenna í sáttarmiðlun á Íslandi, í samstarfi við Jafnréttisskóla GRÓ (GEST) og utanríkisráðuneytið. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent
Utanríkisráðuneytið verður baðað roðagylltri birtu næstu sextán daga til að vekja athygli á alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Sömuleiðis hafa sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn og París verið lýst upp í roðagylltum lit. Átakið hefst í dag, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og mun ljúka þann 10. desember, sem er alþjóðlegi mannréttindadagurinn. Markmið átaksins er að knýja á um afnám á kynbundnu ofbeldi og hvetja til opinnar umræðu og vitundarvakningu meðal almennings sem getur leitt til frekari aðgerða. Í ár er lögð áhersla á að bregðast þurfi við auknu ofbeldi gagnvart konum í kjölfar heimsfaraldursins. Heimsfaraldurinn ýtir undir ýmsa áhættuþætti sem auka hættuna á ofbeldi gagnvart konum, svo sem matarskort, atvinnuleysi, efnahagslegt óöryggi og félagslega einangrun. Því hefur aldrei verið mikilvægara en nú að beina sjónum að þessu alvarlega vandamáli sem UN Women hafa fjallað um sem skuggafaraldurinn Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn Ísland leggur sitt af mörkum í þessari baráttu og hefur lagt mikla áherslu á jafnréttismál í viðbragðsáætlunum vegna COVID-19 í þróunarsamvinnu í samstarfi við hin Norðurlöndin. Ísland er jafnframt meðal forysturíkja sem leiða aðgerðabandalag um upprætingu á kynbundnu ofbeldi í tengslum við verkefni UN Women Kynslóð jafnréttis (e. Generation Equality Forum), en aðgerðabandalaginu er ætlað að þróa tillögur að áhrifamiklum og umbreytandi aðgerðum sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Frá sendiráði Íslands í París. Utanríkisráðuneytið vill jafnframt vekja athygli á rafrænni málstofu um konur, frið og öryggi, sem haldin er á morgun af tengslaneti norrænna kvenna í sáttarmiðlun á Íslandi, í samstarfi við Jafnréttisskóla GRÓ (GEST) og utanríkisráðuneytið. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent