Fleiri þurfa fjárhagsaðstoð í stærstu sveitarfélögunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 19:00 Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar Vísir/Egill Tæplega þriðjungi fleiri fá fjárhagsaðstoð á þessu ári en í fyrra hjá tveimur stærstu sveitarfélögum landsins. Það getur munað um tugþúsundir milli sveitarfélaga hversu há fjárhæðin er. 3600 manns hafa verið án atvinnu í tólf mánuði eða lengur og hefur fjölgað um 60% milli ára. Þetta kemur fram á vef Vinnumálstofnunar. Bótatímabil atvinnuleysisbóta er 30 mánuðir en eftir það er hægt að sækja um fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélögum. Þar hefur orðið mikil fjölgun milli ára. „Þetta er náttúrulega mjög bágborin staða, það hefur fjölgað um 30% milli ára í hópi þeirra sem fá fjárhagsaðstoð. Hópurinn telur nú 1500 manns í dag sem er að fá fasta framfærslu í hverjum mánuði, allt í allt eru þeir sem fá framfærslu hjá okkur um 2900 manns á ári, segir Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hlutfallsleg aukning á þeim sem fá fjárhagsaðstoð frá Kópavogsbæ er svipuð eða 27%. Mikill munur á fjárhagsaðstoð Foto: HÞ Misjafnt er milli sveitarfélaga hvað einstaklingur á fullum styrk eða fjárhagsaðstoð fær á mánuði. Þannig greiðir Reykjavík hæstu framfærsluna eða 207 þúsund krónur. Kópavogur og Hafnarfjörður um og yfir 190 þúsund. Mosfellsbær. Garðabær og Akureyri um og yfir 185 þúsund krónur Seltjarnarnes um 177 þúsund og Selfoss rekur lestina með 164 þúsund krónur á mánuði. Regína segir að brýnt að lengja bótatímabil atvinnuleysisbóta. „Mér finnst mjög mikilvægt að hægt sé að koma inn einhverjum bráðabirgðaákvæðum svo bótaréttur fólks sé ekki að falla niður í dag því atvinnuleysisbætur eru þó hærri en þetta og verða 307 þúsund krónur um áramótin," segir Regína. Unnur Sverrisdóttirforstjóri Vinnumálastofnunar Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar sagði að málið væri pólitískt þegar hún var spurð út í það á upplýsingafundi almannvarna í dag. Hún benti á að bótatímabilið hefði verið framlengt á árunum eftir bankahrunið og því gæti slíkt komið til greina nú. Þá hvatti hún fyrirtæki til að nýta úrræði þar sem þau geta fengið grunnatvinnuleysisbætur greiddar með starfsfólki sem það ræður til sín af atvinnuleysiskrá. Alls hafa nú þegar um 370 manns verið ráðnir á þennan máta, flestir hjá Reykjavíkurborg eða 200. „Ég held að þessi störf séu til staðar hjá fyrirtækjum og ég held að það sé mjög sniðugt að nýta sér þetta úrræði með þessum hætti,“ sagði Unnur. Félagsmál Alþingi Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Akureyri Tengdar fréttir Borgin þurfi fleiri milljarða frá ríkinu vegna faraldursins Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillgöu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins. 25. nóvember 2020 14:15 Ekki séð svona atvinnuleysistölur á Íslandi áður Forstjóri Vinnumálastofnunar segir um 25 þúsund manns hér á landi nú án atvinnu að hluta eða að öllu leyti. Slíkar tölur hafi ekki sést áður hér á landi. Atvinnuleysisbætur verði hækkaðar um áramótin. 25. nóvember 2020 11:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Tæplega þriðjungi fleiri fá fjárhagsaðstoð á þessu ári en í fyrra hjá tveimur stærstu sveitarfélögum landsins. Það getur munað um tugþúsundir milli sveitarfélaga hversu há fjárhæðin er. 3600 manns hafa verið án atvinnu í tólf mánuði eða lengur og hefur fjölgað um 60% milli ára. Þetta kemur fram á vef Vinnumálstofnunar. Bótatímabil atvinnuleysisbóta er 30 mánuðir en eftir það er hægt að sækja um fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélögum. Þar hefur orðið mikil fjölgun milli ára. „Þetta er náttúrulega mjög bágborin staða, það hefur fjölgað um 30% milli ára í hópi þeirra sem fá fjárhagsaðstoð. Hópurinn telur nú 1500 manns í dag sem er að fá fasta framfærslu í hverjum mánuði, allt í allt eru þeir sem fá framfærslu hjá okkur um 2900 manns á ári, segir Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hlutfallsleg aukning á þeim sem fá fjárhagsaðstoð frá Kópavogsbæ er svipuð eða 27%. Mikill munur á fjárhagsaðstoð Foto: HÞ Misjafnt er milli sveitarfélaga hvað einstaklingur á fullum styrk eða fjárhagsaðstoð fær á mánuði. Þannig greiðir Reykjavík hæstu framfærsluna eða 207 þúsund krónur. Kópavogur og Hafnarfjörður um og yfir 190 þúsund. Mosfellsbær. Garðabær og Akureyri um og yfir 185 þúsund krónur Seltjarnarnes um 177 þúsund og Selfoss rekur lestina með 164 þúsund krónur á mánuði. Regína segir að brýnt að lengja bótatímabil atvinnuleysisbóta. „Mér finnst mjög mikilvægt að hægt sé að koma inn einhverjum bráðabirgðaákvæðum svo bótaréttur fólks sé ekki að falla niður í dag því atvinnuleysisbætur eru þó hærri en þetta og verða 307 þúsund krónur um áramótin," segir Regína. Unnur Sverrisdóttirforstjóri Vinnumálastofnunar Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar sagði að málið væri pólitískt þegar hún var spurð út í það á upplýsingafundi almannvarna í dag. Hún benti á að bótatímabilið hefði verið framlengt á árunum eftir bankahrunið og því gæti slíkt komið til greina nú. Þá hvatti hún fyrirtæki til að nýta úrræði þar sem þau geta fengið grunnatvinnuleysisbætur greiddar með starfsfólki sem það ræður til sín af atvinnuleysiskrá. Alls hafa nú þegar um 370 manns verið ráðnir á þennan máta, flestir hjá Reykjavíkurborg eða 200. „Ég held að þessi störf séu til staðar hjá fyrirtækjum og ég held að það sé mjög sniðugt að nýta sér þetta úrræði með þessum hætti,“ sagði Unnur.
Félagsmál Alþingi Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Akureyri Tengdar fréttir Borgin þurfi fleiri milljarða frá ríkinu vegna faraldursins Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillgöu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins. 25. nóvember 2020 14:15 Ekki séð svona atvinnuleysistölur á Íslandi áður Forstjóri Vinnumálastofnunar segir um 25 þúsund manns hér á landi nú án atvinnu að hluta eða að öllu leyti. Slíkar tölur hafi ekki sést áður hér á landi. Atvinnuleysisbætur verði hækkaðar um áramótin. 25. nóvember 2020 11:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Borgin þurfi fleiri milljarða frá ríkinu vegna faraldursins Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillgöu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins. 25. nóvember 2020 14:15
Ekki séð svona atvinnuleysistölur á Íslandi áður Forstjóri Vinnumálastofnunar segir um 25 þúsund manns hér á landi nú án atvinnu að hluta eða að öllu leyti. Slíkar tölur hafi ekki sést áður hér á landi. Atvinnuleysisbætur verði hækkaðar um áramótin. 25. nóvember 2020 11:24