Lewis Hamilton með COVID-19 og missir af næsta kappakstri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2020 08:08 Lewis Hamilton tryggði sér sinn sjöunda heimsmeistaratitil á dögunum. Getty/Bryn Lennon Nýkrýndur heimsmeistari í formúlu eitt verður fjarri góðu gamni í Barein kappakstrinum um næstu helgi. Lewis Hamilton er fyrir löngu búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í formúlu eitt sem er kannski eins gott fyrir hann því hann má ekki taka þátt í Barein kappakstrinum um næstu helgi. Lewis Hamilton er kominn með kórónuveiruna og er því farinn í einangrun. Liðið hans Mercedes segir að Hamilton hafi vaknað upp með væg einkenni á mánudaginn og hafi síðan fengið jákvæðar niðurstöður úr tveimur prófum. BREAKING: Lewis Hamilton will miss this weekend's Sakhir Grand Prix in Bahrain after a positive test for Covid-19 pic.twitter.com/c0XCfyDmWZ— Formula 1 (@F1) December 1, 2020 Mercedes er ekki búið að tilkynna það hver keyrir bíl Lewis Hamilton í Barein kappakstrinum um næstu helgi. Hinn 35 ára gamli Lewis Hamilton fór í þrjú kórónuveirupróf í síðustu viku þar á meðal á sunnudaginn en öll voru þau neikvæð. Aðili sem hafði umgengist Lewis Hamilton fyrir síðasta sunndag hefur einnig greinst með veiruna og er líklegt að Hamilton hafi fengið hana þaðan. Lewis Hamilton er þriðji formúlu eitt ökumaðurinn til að fá kórónuveiruna en hinir eru þeir Sergio Perez og Lance Stroll. Lewis Hamilton has tested positive for coronavirus and will miss this weekend's Sakhir GPMercedes say Hamilton is showing mild symptoms and now self isolatinghttps://t.co/jFAgOpdaae#SkyF1 | #F1— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) December 1, 2020 Formúla Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton er fyrir löngu búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í formúlu eitt sem er kannski eins gott fyrir hann því hann má ekki taka þátt í Barein kappakstrinum um næstu helgi. Lewis Hamilton er kominn með kórónuveiruna og er því farinn í einangrun. Liðið hans Mercedes segir að Hamilton hafi vaknað upp með væg einkenni á mánudaginn og hafi síðan fengið jákvæðar niðurstöður úr tveimur prófum. BREAKING: Lewis Hamilton will miss this weekend's Sakhir Grand Prix in Bahrain after a positive test for Covid-19 pic.twitter.com/c0XCfyDmWZ— Formula 1 (@F1) December 1, 2020 Mercedes er ekki búið að tilkynna það hver keyrir bíl Lewis Hamilton í Barein kappakstrinum um næstu helgi. Hinn 35 ára gamli Lewis Hamilton fór í þrjú kórónuveirupróf í síðustu viku þar á meðal á sunnudaginn en öll voru þau neikvæð. Aðili sem hafði umgengist Lewis Hamilton fyrir síðasta sunndag hefur einnig greinst með veiruna og er líklegt að Hamilton hafi fengið hana þaðan. Lewis Hamilton er þriðji formúlu eitt ökumaðurinn til að fá kórónuveiruna en hinir eru þeir Sergio Perez og Lance Stroll. Lewis Hamilton has tested positive for coronavirus and will miss this weekend's Sakhir GPMercedes say Hamilton is showing mild symptoms and now self isolatinghttps://t.co/jFAgOpdaae#SkyF1 | #F1— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) December 1, 2020
Formúla Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira