Forsætisráðherra segir fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa axlað ábyrgð Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2020 19:20 Miklar deilur stóðu um skipun fyrstu fimmtán dómaranna í Landsrétt árið 2017. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir dóm Mannréttindadómstólsins verða skoðaðan ítarlega af stjórnvöldum. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi sagt af sér eftir fyrri dóm undirdeildar og því axlað ábyrgð á málinu, Dómsmálaráðherra segir dóminn nú ekki kalla á viðbrögð að hálfu stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir yfirgripsminkinn dóm Mannréttindadómstólsins verða tekinn til ítarlegrar skoðunar hjá stjórnvöldum. Þáverandi dómsmálaráðherra sé gagnrýnd fyrir að færa fjóra dómara upp í hæfnisröðinni. „Alþingi er líka gagnrýnt fyrir sína afgreiðslu en ekki þó svo að það teljist ná yfir allan dómstólinn. Ég vil í því samhengi benda á að fyrrverandi dómsmálaráðherra sagði af sér þegar undirdeild Mannréttindadómstólsins komst að sinni niðurstöðu á sínum tíma og axlaði þar með ábyrgð á þessu máli," segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherrasegir dóm Mannréttindadómstólsins verða tekinn til ítarlegrar skoðunar hjá stjórnvöldum.Stöð 2/Arnar Stjórnvöld hafi hins vegar ákveðið að skjóta málinu til yfirdeildar meðal annars til að fá skorið úr um ákveðin túlkunaratriði. Þá hafi ekki verið einhugur meðal dómaranna í undirdeildinni eins og nú. „Og hann fjallar fyrst og fremst um þessa fjóra dómara. Þrír af þeim hafa nú gengið í gegnum nýtt ferli og sótt um þær stöður sem hafa losnað og verið skipaðir. Það er ekki gerðathugasemd við það eftir því sem ég skil dóminn á þessum tímapunkti," segir Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir ekki farið fram á það í dómi Mannréttindadómstólsins að öll mál sem dómararnir fjórir dæmdu í séu tekin upp að nýju.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir dóminn ekki kalla á nein viðbrögð og engar breytingar á Landsrétti vegna hans. Ekki sé talin þörf á endurupptöku mála og ekki dæmdar bætur í prófmálinu sem dómurinn snérist um. „Það var auðvitað einstakt tilvik að skipa þurfti fimmtán dómara á einu bretti. En það er ekki verið að agnúast neitt út í lögin sem slík," segir Áslaug Arna. En ferlið sem fór af stað? Það eru vissulega gerðar athugasemdir við það, bæði hjá ráðherranum og Alþingi. „Já það eru gerðar athugasemdir við það og það er eitthvað sem hægt er að draga lærdóm af," segir dómsmálaráðherra. Það hafi verið mikill ágreiningur um lista hæfnisnefndar á sínum tíma sem nú hafi breytt vinnubrögðum sínum. Hefur þetta neikvæð áhrif á ímynd Íslands út á við? „Þetta er auðvitað aldrei jákvætt. En það er samt alveg skýrt í þessum dómi að þetta hefur ekki áhrif á niðustöðu málanna og það er mjög mikilvægt og mun ekki hafa lengri tíma áhrif á Landsrétt," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Mannréttindadómstóll Evrópu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsréttarmálið Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir yfirgripsminkinn dóm Mannréttindadómstólsins verða tekinn til ítarlegrar skoðunar hjá stjórnvöldum. Þáverandi dómsmálaráðherra sé gagnrýnd fyrir að færa fjóra dómara upp í hæfnisröðinni. „Alþingi er líka gagnrýnt fyrir sína afgreiðslu en ekki þó svo að það teljist ná yfir allan dómstólinn. Ég vil í því samhengi benda á að fyrrverandi dómsmálaráðherra sagði af sér þegar undirdeild Mannréttindadómstólsins komst að sinni niðurstöðu á sínum tíma og axlaði þar með ábyrgð á þessu máli," segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherrasegir dóm Mannréttindadómstólsins verða tekinn til ítarlegrar skoðunar hjá stjórnvöldum.Stöð 2/Arnar Stjórnvöld hafi hins vegar ákveðið að skjóta málinu til yfirdeildar meðal annars til að fá skorið úr um ákveðin túlkunaratriði. Þá hafi ekki verið einhugur meðal dómaranna í undirdeildinni eins og nú. „Og hann fjallar fyrst og fremst um þessa fjóra dómara. Þrír af þeim hafa nú gengið í gegnum nýtt ferli og sótt um þær stöður sem hafa losnað og verið skipaðir. Það er ekki gerðathugasemd við það eftir því sem ég skil dóminn á þessum tímapunkti," segir Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir ekki farið fram á það í dómi Mannréttindadómstólsins að öll mál sem dómararnir fjórir dæmdu í séu tekin upp að nýju.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir dóminn ekki kalla á nein viðbrögð og engar breytingar á Landsrétti vegna hans. Ekki sé talin þörf á endurupptöku mála og ekki dæmdar bætur í prófmálinu sem dómurinn snérist um. „Það var auðvitað einstakt tilvik að skipa þurfti fimmtán dómara á einu bretti. En það er ekki verið að agnúast neitt út í lögin sem slík," segir Áslaug Arna. En ferlið sem fór af stað? Það eru vissulega gerðar athugasemdir við það, bæði hjá ráðherranum og Alþingi. „Já það eru gerðar athugasemdir við það og það er eitthvað sem hægt er að draga lærdóm af," segir dómsmálaráðherra. Það hafi verið mikill ágreiningur um lista hæfnisnefndar á sínum tíma sem nú hafi breytt vinnubrögðum sínum. Hefur þetta neikvæð áhrif á ímynd Íslands út á við? „Þetta er auðvitað aldrei jákvætt. En það er samt alveg skýrt í þessum dómi að þetta hefur ekki áhrif á niðustöðu málanna og það er mjög mikilvægt og mun ekki hafa lengri tíma áhrif á Landsrétt," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Mannréttindadómstóll Evrópu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsréttarmálið Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Sjá meira