Forsætisráðherra segir fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa axlað ábyrgð Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2020 19:20 Miklar deilur stóðu um skipun fyrstu fimmtán dómaranna í Landsrétt árið 2017. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir dóm Mannréttindadómstólsins verða skoðaðan ítarlega af stjórnvöldum. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi sagt af sér eftir fyrri dóm undirdeildar og því axlað ábyrgð á málinu, Dómsmálaráðherra segir dóminn nú ekki kalla á viðbrögð að hálfu stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir yfirgripsminkinn dóm Mannréttindadómstólsins verða tekinn til ítarlegrar skoðunar hjá stjórnvöldum. Þáverandi dómsmálaráðherra sé gagnrýnd fyrir að færa fjóra dómara upp í hæfnisröðinni. „Alþingi er líka gagnrýnt fyrir sína afgreiðslu en ekki þó svo að það teljist ná yfir allan dómstólinn. Ég vil í því samhengi benda á að fyrrverandi dómsmálaráðherra sagði af sér þegar undirdeild Mannréttindadómstólsins komst að sinni niðurstöðu á sínum tíma og axlaði þar með ábyrgð á þessu máli," segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherrasegir dóm Mannréttindadómstólsins verða tekinn til ítarlegrar skoðunar hjá stjórnvöldum.Stöð 2/Arnar Stjórnvöld hafi hins vegar ákveðið að skjóta málinu til yfirdeildar meðal annars til að fá skorið úr um ákveðin túlkunaratriði. Þá hafi ekki verið einhugur meðal dómaranna í undirdeildinni eins og nú. „Og hann fjallar fyrst og fremst um þessa fjóra dómara. Þrír af þeim hafa nú gengið í gegnum nýtt ferli og sótt um þær stöður sem hafa losnað og verið skipaðir. Það er ekki gerðathugasemd við það eftir því sem ég skil dóminn á þessum tímapunkti," segir Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir ekki farið fram á það í dómi Mannréttindadómstólsins að öll mál sem dómararnir fjórir dæmdu í séu tekin upp að nýju.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir dóminn ekki kalla á nein viðbrögð og engar breytingar á Landsrétti vegna hans. Ekki sé talin þörf á endurupptöku mála og ekki dæmdar bætur í prófmálinu sem dómurinn snérist um. „Það var auðvitað einstakt tilvik að skipa þurfti fimmtán dómara á einu bretti. En það er ekki verið að agnúast neitt út í lögin sem slík," segir Áslaug Arna. En ferlið sem fór af stað? Það eru vissulega gerðar athugasemdir við það, bæði hjá ráðherranum og Alþingi. „Já það eru gerðar athugasemdir við það og það er eitthvað sem hægt er að draga lærdóm af," segir dómsmálaráðherra. Það hafi verið mikill ágreiningur um lista hæfnisnefndar á sínum tíma sem nú hafi breytt vinnubrögðum sínum. Hefur þetta neikvæð áhrif á ímynd Íslands út á við? „Þetta er auðvitað aldrei jákvætt. En það er samt alveg skýrt í þessum dómi að þetta hefur ekki áhrif á niðustöðu málanna og það er mjög mikilvægt og mun ekki hafa lengri tíma áhrif á Landsrétt," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Mannréttindadómstóll Evrópu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsréttarmálið Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir yfirgripsminkinn dóm Mannréttindadómstólsins verða tekinn til ítarlegrar skoðunar hjá stjórnvöldum. Þáverandi dómsmálaráðherra sé gagnrýnd fyrir að færa fjóra dómara upp í hæfnisröðinni. „Alþingi er líka gagnrýnt fyrir sína afgreiðslu en ekki þó svo að það teljist ná yfir allan dómstólinn. Ég vil í því samhengi benda á að fyrrverandi dómsmálaráðherra sagði af sér þegar undirdeild Mannréttindadómstólsins komst að sinni niðurstöðu á sínum tíma og axlaði þar með ábyrgð á þessu máli," segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherrasegir dóm Mannréttindadómstólsins verða tekinn til ítarlegrar skoðunar hjá stjórnvöldum.Stöð 2/Arnar Stjórnvöld hafi hins vegar ákveðið að skjóta málinu til yfirdeildar meðal annars til að fá skorið úr um ákveðin túlkunaratriði. Þá hafi ekki verið einhugur meðal dómaranna í undirdeildinni eins og nú. „Og hann fjallar fyrst og fremst um þessa fjóra dómara. Þrír af þeim hafa nú gengið í gegnum nýtt ferli og sótt um þær stöður sem hafa losnað og verið skipaðir. Það er ekki gerðathugasemd við það eftir því sem ég skil dóminn á þessum tímapunkti," segir Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir ekki farið fram á það í dómi Mannréttindadómstólsins að öll mál sem dómararnir fjórir dæmdu í séu tekin upp að nýju.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir dóminn ekki kalla á nein viðbrögð og engar breytingar á Landsrétti vegna hans. Ekki sé talin þörf á endurupptöku mála og ekki dæmdar bætur í prófmálinu sem dómurinn snérist um. „Það var auðvitað einstakt tilvik að skipa þurfti fimmtán dómara á einu bretti. En það er ekki verið að agnúast neitt út í lögin sem slík," segir Áslaug Arna. En ferlið sem fór af stað? Það eru vissulega gerðar athugasemdir við það, bæði hjá ráðherranum og Alþingi. „Já það eru gerðar athugasemdir við það og það er eitthvað sem hægt er að draga lærdóm af," segir dómsmálaráðherra. Það hafi verið mikill ágreiningur um lista hæfnisnefndar á sínum tíma sem nú hafi breytt vinnubrögðum sínum. Hefur þetta neikvæð áhrif á ímynd Íslands út á við? „Þetta er auðvitað aldrei jákvætt. En það er samt alveg skýrt í þessum dómi að þetta hefur ekki áhrif á niðustöðu málanna og það er mjög mikilvægt og mun ekki hafa lengri tíma áhrif á Landsrétt," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Mannréttindadómstóll Evrópu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsréttarmálið Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira