„Vonandi erum við að fara að sjá þetta eitthvað niður á við“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 2. desember 2020 11:48 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir tölur dagsins yfir fjölda kórónuveirusmita sýni að smituðum fjölgi ekki mjög skarpt upp á við. Það þurfi þó að bíða aðeins og sjá þróunina næstu daga varðandi það hvort smitum fari fækkandi. „Vonandi erum við að fara að sjá þetta eitthvað niður á við líka því þetta sem við erum að sjá núna er eitthvað sem gerðist fyrir um það bil viku síðan, við erum alltaf viku á eftir. Þannig að við þurfum aðeins að sjá hvernig dagarnir verða á næstunni,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Óbreyttar samkomutakmarkanir eru í gildi til og með 9. desember næstkomandi. Það heyrir til undantekninga að gildistími sóttvarnaaðgerða sé ekki lengri en vika en takmarkanirnar sem áfram gilda tóku fyrst gildi 18. nóvember. Aðspurður hvort vika sé nægilega langur tími fyrir kúrvuna til þess að fara niður þannig að hægt verði að grípa til einhverra afléttinga eftir viku segir Þórólfur að það verði að koma í ljós. „Við erum ekki að grípa til neinna breytinga. Við höfum sagt að það geti tekið eina til tvær vikur að sjá hvað hver breyting skilar, að herða eða aflétta, en við erum ekki að gera það núna. Það sem við erum að gera núna er að sjá hvernig áframhaldandi þróun verður,“ segir hann. Ekki hægt að benda á einstaka staði og segja „hér getum við aflétt“ Áður en bakslag kom í faraldurinn í síðari hluta seinustu viku hafði Þórólfur skilað tillögum að tilslökunum til heilbrigðisráðherra. Þegar faraldurinn fór í uppsveiflu dró hann þær tillögur til baka. Lagði hann meðal annars til að rýmka um fyrir verslunarstarfsemi, annarri en hjá matvöru- og lyfjaverslunum, sem geta haft fleiri en tíu viðskiptavini inni í einu, ólíkt öðrum búðum. Verslunarmenn hafa mikið kallað eftir að slakað verði á tíu manna samkomubanninu gagnvart öðrum búðum enda er jólaverslunin komin á fullt og langar biðraðir hafa myndast fyrir utan verslanir. Spurður út í hvort ekki hefði mátt slaka á aðgerðum varðandi verslanir nú, þrátt fyrir uppsveifluna, og hvort einhver smit hafi komið upp í verslunum, segir Þórólfur: „Þetta er ekki þannig að við getum bent á einstaka staði eða einstaka starfsemi og sagt að þar sé hægt að herða eða aflétta. Það er í raun og veru ekki þannig. Þetta er aðeins flóknara en það því við erum að tala um að það sem við erum búin að gera núna er að grípa til mjög harðra takmarkana í öllu samfélaginu og erum að vonast til að sjá færri smit út frá því. Þannig að við getum á þessum tímapunkti ekki alveg farið inn í einstaka stofnanir og sagt „Hér hefur verið lítið smit og þess vegna getum við aflétt.“ Það verður mjög erfitt en ég vona svo sannarlega að við getum gripið til afléttinga ef smitin fara almennt séð niður og þróunin sé í rétta átt.“ Áttu von á því að það verði kannski eftir þessa viku? „Það er erfitt að segja, við verðum bara að sjá hvernig þróunin verður. Eins og kom í ljós þarna, við héldum að við værum á góðri leið og allt væri að ganga vel þegar þróunin skyndilega snerist við og þá þurftum við að endurskoða það sem við vorum að gera,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
„Vonandi erum við að fara að sjá þetta eitthvað niður á við líka því þetta sem við erum að sjá núna er eitthvað sem gerðist fyrir um það bil viku síðan, við erum alltaf viku á eftir. Þannig að við þurfum aðeins að sjá hvernig dagarnir verða á næstunni,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Óbreyttar samkomutakmarkanir eru í gildi til og með 9. desember næstkomandi. Það heyrir til undantekninga að gildistími sóttvarnaaðgerða sé ekki lengri en vika en takmarkanirnar sem áfram gilda tóku fyrst gildi 18. nóvember. Aðspurður hvort vika sé nægilega langur tími fyrir kúrvuna til þess að fara niður þannig að hægt verði að grípa til einhverra afléttinga eftir viku segir Þórólfur að það verði að koma í ljós. „Við erum ekki að grípa til neinna breytinga. Við höfum sagt að það geti tekið eina til tvær vikur að sjá hvað hver breyting skilar, að herða eða aflétta, en við erum ekki að gera það núna. Það sem við erum að gera núna er að sjá hvernig áframhaldandi þróun verður,“ segir hann. Ekki hægt að benda á einstaka staði og segja „hér getum við aflétt“ Áður en bakslag kom í faraldurinn í síðari hluta seinustu viku hafði Þórólfur skilað tillögum að tilslökunum til heilbrigðisráðherra. Þegar faraldurinn fór í uppsveiflu dró hann þær tillögur til baka. Lagði hann meðal annars til að rýmka um fyrir verslunarstarfsemi, annarri en hjá matvöru- og lyfjaverslunum, sem geta haft fleiri en tíu viðskiptavini inni í einu, ólíkt öðrum búðum. Verslunarmenn hafa mikið kallað eftir að slakað verði á tíu manna samkomubanninu gagnvart öðrum búðum enda er jólaverslunin komin á fullt og langar biðraðir hafa myndast fyrir utan verslanir. Spurður út í hvort ekki hefði mátt slaka á aðgerðum varðandi verslanir nú, þrátt fyrir uppsveifluna, og hvort einhver smit hafi komið upp í verslunum, segir Þórólfur: „Þetta er ekki þannig að við getum bent á einstaka staði eða einstaka starfsemi og sagt að þar sé hægt að herða eða aflétta. Það er í raun og veru ekki þannig. Þetta er aðeins flóknara en það því við erum að tala um að það sem við erum búin að gera núna er að grípa til mjög harðra takmarkana í öllu samfélaginu og erum að vonast til að sjá færri smit út frá því. Þannig að við getum á þessum tímapunkti ekki alveg farið inn í einstaka stofnanir og sagt „Hér hefur verið lítið smit og þess vegna getum við aflétt.“ Það verður mjög erfitt en ég vona svo sannarlega að við getum gripið til afléttinga ef smitin fara almennt séð niður og þróunin sé í rétta átt.“ Áttu von á því að það verði kannski eftir þessa viku? „Það er erfitt að segja, við verðum bara að sjá hvernig þróunin verður. Eins og kom í ljós þarna, við héldum að við værum á góðri leið og allt væri að ganga vel þegar þróunin skyndilega snerist við og þá þurftum við að endurskoða það sem við vorum að gera,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira