„Vonandi erum við að fara að sjá þetta eitthvað niður á við“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 2. desember 2020 11:48 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir tölur dagsins yfir fjölda kórónuveirusmita sýni að smituðum fjölgi ekki mjög skarpt upp á við. Það þurfi þó að bíða aðeins og sjá þróunina næstu daga varðandi það hvort smitum fari fækkandi. „Vonandi erum við að fara að sjá þetta eitthvað niður á við líka því þetta sem við erum að sjá núna er eitthvað sem gerðist fyrir um það bil viku síðan, við erum alltaf viku á eftir. Þannig að við þurfum aðeins að sjá hvernig dagarnir verða á næstunni,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Óbreyttar samkomutakmarkanir eru í gildi til og með 9. desember næstkomandi. Það heyrir til undantekninga að gildistími sóttvarnaaðgerða sé ekki lengri en vika en takmarkanirnar sem áfram gilda tóku fyrst gildi 18. nóvember. Aðspurður hvort vika sé nægilega langur tími fyrir kúrvuna til þess að fara niður þannig að hægt verði að grípa til einhverra afléttinga eftir viku segir Þórólfur að það verði að koma í ljós. „Við erum ekki að grípa til neinna breytinga. Við höfum sagt að það geti tekið eina til tvær vikur að sjá hvað hver breyting skilar, að herða eða aflétta, en við erum ekki að gera það núna. Það sem við erum að gera núna er að sjá hvernig áframhaldandi þróun verður,“ segir hann. Ekki hægt að benda á einstaka staði og segja „hér getum við aflétt“ Áður en bakslag kom í faraldurinn í síðari hluta seinustu viku hafði Þórólfur skilað tillögum að tilslökunum til heilbrigðisráðherra. Þegar faraldurinn fór í uppsveiflu dró hann þær tillögur til baka. Lagði hann meðal annars til að rýmka um fyrir verslunarstarfsemi, annarri en hjá matvöru- og lyfjaverslunum, sem geta haft fleiri en tíu viðskiptavini inni í einu, ólíkt öðrum búðum. Verslunarmenn hafa mikið kallað eftir að slakað verði á tíu manna samkomubanninu gagnvart öðrum búðum enda er jólaverslunin komin á fullt og langar biðraðir hafa myndast fyrir utan verslanir. Spurður út í hvort ekki hefði mátt slaka á aðgerðum varðandi verslanir nú, þrátt fyrir uppsveifluna, og hvort einhver smit hafi komið upp í verslunum, segir Þórólfur: „Þetta er ekki þannig að við getum bent á einstaka staði eða einstaka starfsemi og sagt að þar sé hægt að herða eða aflétta. Það er í raun og veru ekki þannig. Þetta er aðeins flóknara en það því við erum að tala um að það sem við erum búin að gera núna er að grípa til mjög harðra takmarkana í öllu samfélaginu og erum að vonast til að sjá færri smit út frá því. Þannig að við getum á þessum tímapunkti ekki alveg farið inn í einstaka stofnanir og sagt „Hér hefur verið lítið smit og þess vegna getum við aflétt.“ Það verður mjög erfitt en ég vona svo sannarlega að við getum gripið til afléttinga ef smitin fara almennt séð niður og þróunin sé í rétta átt.“ Áttu von á því að það verði kannski eftir þessa viku? „Það er erfitt að segja, við verðum bara að sjá hvernig þróunin verður. Eins og kom í ljós þarna, við héldum að við værum á góðri leið og allt væri að ganga vel þegar þróunin skyndilega snerist við og þá þurftum við að endurskoða það sem við vorum að gera,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
„Vonandi erum við að fara að sjá þetta eitthvað niður á við líka því þetta sem við erum að sjá núna er eitthvað sem gerðist fyrir um það bil viku síðan, við erum alltaf viku á eftir. Þannig að við þurfum aðeins að sjá hvernig dagarnir verða á næstunni,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Óbreyttar samkomutakmarkanir eru í gildi til og með 9. desember næstkomandi. Það heyrir til undantekninga að gildistími sóttvarnaaðgerða sé ekki lengri en vika en takmarkanirnar sem áfram gilda tóku fyrst gildi 18. nóvember. Aðspurður hvort vika sé nægilega langur tími fyrir kúrvuna til þess að fara niður þannig að hægt verði að grípa til einhverra afléttinga eftir viku segir Þórólfur að það verði að koma í ljós. „Við erum ekki að grípa til neinna breytinga. Við höfum sagt að það geti tekið eina til tvær vikur að sjá hvað hver breyting skilar, að herða eða aflétta, en við erum ekki að gera það núna. Það sem við erum að gera núna er að sjá hvernig áframhaldandi þróun verður,“ segir hann. Ekki hægt að benda á einstaka staði og segja „hér getum við aflétt“ Áður en bakslag kom í faraldurinn í síðari hluta seinustu viku hafði Þórólfur skilað tillögum að tilslökunum til heilbrigðisráðherra. Þegar faraldurinn fór í uppsveiflu dró hann þær tillögur til baka. Lagði hann meðal annars til að rýmka um fyrir verslunarstarfsemi, annarri en hjá matvöru- og lyfjaverslunum, sem geta haft fleiri en tíu viðskiptavini inni í einu, ólíkt öðrum búðum. Verslunarmenn hafa mikið kallað eftir að slakað verði á tíu manna samkomubanninu gagnvart öðrum búðum enda er jólaverslunin komin á fullt og langar biðraðir hafa myndast fyrir utan verslanir. Spurður út í hvort ekki hefði mátt slaka á aðgerðum varðandi verslanir nú, þrátt fyrir uppsveifluna, og hvort einhver smit hafi komið upp í verslunum, segir Þórólfur: „Þetta er ekki þannig að við getum bent á einstaka staði eða einstaka starfsemi og sagt að þar sé hægt að herða eða aflétta. Það er í raun og veru ekki þannig. Þetta er aðeins flóknara en það því við erum að tala um að það sem við erum búin að gera núna er að grípa til mjög harðra takmarkana í öllu samfélaginu og erum að vonast til að sjá færri smit út frá því. Þannig að við getum á þessum tímapunkti ekki alveg farið inn í einstaka stofnanir og sagt „Hér hefur verið lítið smit og þess vegna getum við aflétt.“ Það verður mjög erfitt en ég vona svo sannarlega að við getum gripið til afléttinga ef smitin fara almennt séð niður og þróunin sé í rétta átt.“ Áttu von á því að það verði kannski eftir þessa viku? „Það er erfitt að segja, við verðum bara að sjá hvernig þróunin verður. Eins og kom í ljós þarna, við héldum að við værum á góðri leið og allt væri að ganga vel þegar þróunin skyndilega snerist við og þá þurftum við að endurskoða það sem við vorum að gera,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“