Tvær bækur sama höfundar tilnefndar Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2020 20:23 Þessi eru tilnefnd í flokki skáldverka en oftast er það svo að mest spennan er um hverjir teljast verðugir á þeim vettvangi. Athygli vekur að Arndís Þórarinsdóttir er ekki aðeins tilnefnd í þessum flokki heldur á hún einnig bók í flokki barna- og ungmennabóka. Félag bókaútgefenda tilkynnti nú rétt í þessu um hvaða höfundar hljóta tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þar er eitt og annað sem kemur á óvart svo sem það að einn höfundur er tilnefndur fyrir sitthvort verkið. Eftir því sem Vísir kemst næst hefur það ekki gerst áður í sögu verðlaunanna. Þar er um að ræða Arndísi Þórarinsdóttur fyrir annars vegar fyrstu ljóðabók sína Innræti og hins vegar Blokkin á heimsenda í flokki barna- og ungmennabóka, sem hún skrifaði ásamt Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur. Í þeim flokki vekur svo athygli að eingöngu konur eru tilnefndar. Sú var reyndar einnig raunin í fyrra en þá var Arndís einmitt meðal þeirra höfunda sem tilnefndir voru. Nýstárlegt fyrirkomulag við val á nefndarfólki Íslensku bókmenntaverðlaunin voru fyrst veitt árið 1989 og er ætlað að draga fram athyglisverðustu útgáfubækur hvers árs. Þetta er í 32. sinn sem tilnefnt er til verðlaunanna. Þeir sem vilja kynna sér fyrri tilnefningar geta skoðað þessa síðu hér. Fyrirkomulagi nefndarstarfa var bylt eftir að hafa verið í föstum skorðum undanfarin ár. En þá sátu nefndarmenn eigi lengur en í þrjú ár og urðu formenn síðasta ár sitt í nefndinni. Stjórn félagsins tilnefndi fólk og svo valdi skrifstofa félagsins úr þeim hópi. Félag íslenskra bókaútgefenda greip hins vegar til þess nú að auglýsa eftir nefndarfólki. „Við leitum eftir einstaklingum á ólíkum aldri, með fjölbreyttan bakgrunn og menntun, til þess að velja athyglisverðustu bækur ársins í dómnefnd Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Laun fyrir nefndarsetu eru kr. 125.000 auk þess sem nefndarmeðlimir fá allar framlagðar bækur í sínum flokki til eignar. Starfstímabilið er frá 10. september til 25. nóvember 2020,“ sagði í tilkynningu frá félaginu. En útgefendur leggja fram bækur til umfjöllunar og kostar það 35 þúsund krónur á bók. 144 bækur voru lagðar fram af hálfu útgefenda. Margir, þó aðallega konur, vildu í nefnirnar Nokkur fjöldi, eða 273 sóttu um. Í frétt RÚV segir að meðalaldur þeirra sé 43 ár, sá elsti 80 ára en yngsti 10 ára. „Það vekur athygli að verulegur kynjahalli var á umsóknunum því 80 prósent umsækjenda voru konur. Fólk gat sótt um að komast í eina eða fleiri nefndir. Flestir eða 203 sóttust eftir því að sitja í íslensku skáldverkanefndinni, 165 vildu vera í barnabókanefndinni og 101 í verðlaunanefndinni fyrir fræðibækur og rit almenns efnis.“ Bryndís Loftsdóttir hjá Fíbút segir sérstaka verðlaunanefnd úr röðum útgefenda hafi grisjað út þrjátíu nöfn, tíu fyrir hverja og síðan var það skrifstofan sem valdi þrjá í hverja nefnd, níu alls. Og þá er að sjá hvernig þetta nýja fyrirkomulag hefur gefist. Viðbúið er að sitt sýnist hverjum þar um en oft hafa tilnefningarnar sætt harðri gagnrýni, að ómaklega hafi verið fram hjá einhverjum verðugum gengið. Undir hverri tilnefningu er stutt klausa frá dómnefnd þar sem lauslega er gerð grein fyrir því hvað hvert tiltekið verk þótti hafa sér til ágætis. Flokkur skáldverka Eftirfarandi höfundar eru tilnefndir í flokki skáldverka: Arndís Þórarinsdóttir Innræti Útgefandi: Mál og menning Í þessari fyrstu ljóðabók Arndísar Þórarinsdóttur er að finna leiftrandi lýsingarnar á meitluðum og frumlegum efnistökum sem skilja mikið eftir sig. Auður Ava Ólafsdóttir Dýralíf Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa Heimspekilegar vangaveltur um lífið, dauðann og mannskepnuna sem dýrategund einkennir þessa sjöundu skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur. Persónusköpunin í þessum fallega texta er bæði heillandi og eftirminnileg. Elísabet Jökulsdóttir Aprílsólarkuldi Útgefandi: JPV útgáfa Aprílsólarkuldi er tilfinningarík og ljóðræn frásögn um föðurmissi, ást, sorg og geðveiki. Næmni Elísabetar Jökulsdóttur sem sést hefur í ljóðum hennar skilar sér í vel í skáldsagnaforminu. Jónas Reynir Gunnarsson Dauði skógar Útgefandi: JPV útgáfa Jónas Reynir Gunnarsson tæpir á helstu málum samtímans í þessari þriðju skáldsögu sinni. Fjallað er á margræðan hátt um tengsl náttúru og manns, innri átök hans og hið óumflýjanlega í tilverunni. Ólafur Jóhann Ólafsson Snerting Útgefandi: Veröld Í Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er dregin upp sannfærandi mynd af samfélaginu og aðstæðum fólks af ólíkum uppruna. Nútíð og fortíð er listilega fléttað saman þannig að úr verður skáldsaga sem skiptir máli. ... Dómnefnd skipuðu: Jóhannes Ólafsson, formaður dómnefndar, Guðrún Lilja Magnúsdóttir og Hildur Ýr Ísberg Fræðibækur og rit almenns efnis Þeir sem tilnefndir voru í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis. Eftirfarandi höfundar eru tilnefndir í flokki fræðibóka og rita almenns efnis: Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir Konur sem kjósa - aldarsaga Útgefandi: Sögufélag Bókin er afrakstur mikilvægrar og vandaðrar fræðilegrar rannsóknar á jafnréttisbaráttunni á Íslandi í 100 ár, en einnig á stjórnmála- og menningarsögunni. Uppsetning bókarinnar er áhugaverð og hönnunin nýstárleg þar sem fjöldi ljósmynda, veggspjalda og úrklippa eru notaðar til að glæða söguna lífi. Gísli Pálsson Fuglinn sem gat ekki flogið Útgefandi: Mál og menning Aldauða dýrategunda hefur ekki verið gefinn mikill gaumur til þessa hér á landi. Því er mikill fengur að þessari bók, sem beinir sjónum okkar m.a. að útrýmingarhættu og margvíslegum umhverfisvanda sem við stöndum frammi fyrir. Geirfuglabækur tveggja breskra fræðimanna sem héldu í Íslandsleiðangur 1858 og höfundur hefur rannsakað í þaula varpa nýju ljósi á sögu og örlög síðustu geirfuglanna við strendur landsins. Kjartan Ólafsson Draumar og veruleiki - Um Kommúnistaflokkinn og Sósíalistaflokkinn Útgefandi: Mál og menning Verkið er yfirgripsmikið og varpar áhugaverðu ljósi á stjórnmála- og stéttasögu vinstri manna hér á landi á 20. öldinni af miklu innsæi og hreinskilni. Um er að ræða tímamótarit þar sem nýjar og áður óaðgengilegar heimildir eru nýttar. Pétur H. Ármannsson Guðjón Samúelsson húsameistari Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag Vandað og löngu tímabært ritverk um fyrsta Íslendinginn sem lauk háskólaprófi í byggingarlist á síðustu öld. Líf Guðjóns Samúelssonar húsameistara var helgað starfi hans og list. Saga hans og ævistarfsins er vel og skilmerkilega rakin í bókinni. Höfundur byggir á víðtækum rannsóknum sínum og djúpum skilningi á viðfangsefninu. Fjölmargar myndir og uppdrættir prýða bókina. Sumarliði R. Ísleifsson Í fjarska norðursins : Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár Útgefandi: Sögufélag Höfundi tekst að færa lesendum efni rannsóknar sinnar á mjög aðgengilegan og skýran hátt, þar sem hann varpar ljósi á rúmlega 1000 ára viðhorfasögu gagnvart íbúum þessara eyja. Bókin er glæsilegt og eigulegt rit, fallega hönnuð og vel myndskreytt. ... Dómnefnd skipuðu: Einar Örn Stefánsson, formaður dómnefndar, Björn Pétursson og Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir Barna- og ungmennabækur Þær sem tilnefndar voru í flokki barna- og ungmennabóka. Eftirfarandi höfundar eru tilnefndir í flokki barna- og ungmennabóka: Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir Blokkin á heimsenda Útgefandi: Mál og menning Frumleg og athyglisverð bók. Fyndin og áreynslulaus frásögn með snjöllum lausnum sem bera hugmyndaauðgi höfunda glöggt vitni. Mikilvægi samheldni og vináttu eru ákveðið meginstef í sögu sem deilir með sterkum hætti á neysluhyggju Vesturlanda. Loftslagsváin er alltumlykjandi en sterkum boðskapnum er aldrei þröngvað upp á lesandann heldur er hann borinn snyrtilega fram með húmor í aðalhlutverki. Hildur Knútsdóttir Skógurinn Útgefandi: JPV útgáfa Djúp og afar vel skrifuð spennusaga um úthugsaða ævintýraveröld sem höfundur hefur lagt mikla vinnu í að skapa og gera trúverðuga, með heillandi vangaveltum um vísindin og hið yfirnáttúrulega. Lesandinn er rækilega minntur á hvernig nútíma lifnaðarhættir gætu leitt mannkynið á glapstigu, án þess að boðskapurinn yfirtaki skemmtilega og oft æsispennandi atburðarás. Kristín Björg Sigurvinsdóttir Dulstafir - Dóttir hafsins Útgefandi: Björt – Bókabeitan Áhrifarík bók þar sem höfundur dregur upp ljóslifandi mynd af fullsköpuðum ævintýraheimi. Sorg og missi eru gerð falleg skil sem og leitinni að hugrekki og innri styrk. Frásögnin er örugg, lýsandi og afar myndræn en þó skilur höfundur eftir rými til túlkunar og lesturs á milli línanna. Framhaldsins verður beðið með eftirvæntingu. Lóa H. Hjálmtýsdóttir Grísafjörður Útgefandi: Salka Hlý og afar skemmtileg saga, raunsæ en þó með heillandi ævintýrablæ. Saga um hversdagsleikann með öllum sínum áskorunum og fólkið sem skiptir okkur mestu máli, en líka vináttu úr óvæntri átt, hjálpsemi og það að engum er alls varnað. Vandaðar myndir höfundar bæta heilmiklu við söguna ásamt fallegum frágangi og sniðugum fylgihlutum. Yrsa Sigurðardóttir Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin Útgefandi: Veröld Heilsteypt og drepfyndin bók þar sem einstakt hugmyndaflug fær að blómstra. Óhefðbundinn sögumaður nýtur sín afar vel í bráðsniðugum lýsingum höfundar á tilfinningalífi hans og sýn á heiminn. Skemmtileg ærslasaga með klassískan boðskap um gildi sannrar vináttu. Einfaldar en stórskemmtilegar myndir falla vel að textanum og gera söguna enn betri. ... Dómnefnd skipuðu: Hrund Þórsdóttir, formaður dómnefndar, Einar Eysteinsson og Katrín Lilja Jónsdóttir, Bókaútgáfa Verslun Menning Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Eftir því sem Vísir kemst næst hefur það ekki gerst áður í sögu verðlaunanna. Þar er um að ræða Arndísi Þórarinsdóttur fyrir annars vegar fyrstu ljóðabók sína Innræti og hins vegar Blokkin á heimsenda í flokki barna- og ungmennabóka, sem hún skrifaði ásamt Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur. Í þeim flokki vekur svo athygli að eingöngu konur eru tilnefndar. Sú var reyndar einnig raunin í fyrra en þá var Arndís einmitt meðal þeirra höfunda sem tilnefndir voru. Nýstárlegt fyrirkomulag við val á nefndarfólki Íslensku bókmenntaverðlaunin voru fyrst veitt árið 1989 og er ætlað að draga fram athyglisverðustu útgáfubækur hvers árs. Þetta er í 32. sinn sem tilnefnt er til verðlaunanna. Þeir sem vilja kynna sér fyrri tilnefningar geta skoðað þessa síðu hér. Fyrirkomulagi nefndarstarfa var bylt eftir að hafa verið í föstum skorðum undanfarin ár. En þá sátu nefndarmenn eigi lengur en í þrjú ár og urðu formenn síðasta ár sitt í nefndinni. Stjórn félagsins tilnefndi fólk og svo valdi skrifstofa félagsins úr þeim hópi. Félag íslenskra bókaútgefenda greip hins vegar til þess nú að auglýsa eftir nefndarfólki. „Við leitum eftir einstaklingum á ólíkum aldri, með fjölbreyttan bakgrunn og menntun, til þess að velja athyglisverðustu bækur ársins í dómnefnd Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Laun fyrir nefndarsetu eru kr. 125.000 auk þess sem nefndarmeðlimir fá allar framlagðar bækur í sínum flokki til eignar. Starfstímabilið er frá 10. september til 25. nóvember 2020,“ sagði í tilkynningu frá félaginu. En útgefendur leggja fram bækur til umfjöllunar og kostar það 35 þúsund krónur á bók. 144 bækur voru lagðar fram af hálfu útgefenda. Margir, þó aðallega konur, vildu í nefnirnar Nokkur fjöldi, eða 273 sóttu um. Í frétt RÚV segir að meðalaldur þeirra sé 43 ár, sá elsti 80 ára en yngsti 10 ára. „Það vekur athygli að verulegur kynjahalli var á umsóknunum því 80 prósent umsækjenda voru konur. Fólk gat sótt um að komast í eina eða fleiri nefndir. Flestir eða 203 sóttust eftir því að sitja í íslensku skáldverkanefndinni, 165 vildu vera í barnabókanefndinni og 101 í verðlaunanefndinni fyrir fræðibækur og rit almenns efnis.“ Bryndís Loftsdóttir hjá Fíbút segir sérstaka verðlaunanefnd úr röðum útgefenda hafi grisjað út þrjátíu nöfn, tíu fyrir hverja og síðan var það skrifstofan sem valdi þrjá í hverja nefnd, níu alls. Og þá er að sjá hvernig þetta nýja fyrirkomulag hefur gefist. Viðbúið er að sitt sýnist hverjum þar um en oft hafa tilnefningarnar sætt harðri gagnrýni, að ómaklega hafi verið fram hjá einhverjum verðugum gengið. Undir hverri tilnefningu er stutt klausa frá dómnefnd þar sem lauslega er gerð grein fyrir því hvað hvert tiltekið verk þótti hafa sér til ágætis. Flokkur skáldverka Eftirfarandi höfundar eru tilnefndir í flokki skáldverka: Arndís Þórarinsdóttir Innræti Útgefandi: Mál og menning Í þessari fyrstu ljóðabók Arndísar Þórarinsdóttur er að finna leiftrandi lýsingarnar á meitluðum og frumlegum efnistökum sem skilja mikið eftir sig. Auður Ava Ólafsdóttir Dýralíf Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa Heimspekilegar vangaveltur um lífið, dauðann og mannskepnuna sem dýrategund einkennir þessa sjöundu skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur. Persónusköpunin í þessum fallega texta er bæði heillandi og eftirminnileg. Elísabet Jökulsdóttir Aprílsólarkuldi Útgefandi: JPV útgáfa Aprílsólarkuldi er tilfinningarík og ljóðræn frásögn um föðurmissi, ást, sorg og geðveiki. Næmni Elísabetar Jökulsdóttur sem sést hefur í ljóðum hennar skilar sér í vel í skáldsagnaforminu. Jónas Reynir Gunnarsson Dauði skógar Útgefandi: JPV útgáfa Jónas Reynir Gunnarsson tæpir á helstu málum samtímans í þessari þriðju skáldsögu sinni. Fjallað er á margræðan hátt um tengsl náttúru og manns, innri átök hans og hið óumflýjanlega í tilverunni. Ólafur Jóhann Ólafsson Snerting Útgefandi: Veröld Í Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er dregin upp sannfærandi mynd af samfélaginu og aðstæðum fólks af ólíkum uppruna. Nútíð og fortíð er listilega fléttað saman þannig að úr verður skáldsaga sem skiptir máli. ... Dómnefnd skipuðu: Jóhannes Ólafsson, formaður dómnefndar, Guðrún Lilja Magnúsdóttir og Hildur Ýr Ísberg Fræðibækur og rit almenns efnis Þeir sem tilnefndir voru í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis. Eftirfarandi höfundar eru tilnefndir í flokki fræðibóka og rita almenns efnis: Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir Konur sem kjósa - aldarsaga Útgefandi: Sögufélag Bókin er afrakstur mikilvægrar og vandaðrar fræðilegrar rannsóknar á jafnréttisbaráttunni á Íslandi í 100 ár, en einnig á stjórnmála- og menningarsögunni. Uppsetning bókarinnar er áhugaverð og hönnunin nýstárleg þar sem fjöldi ljósmynda, veggspjalda og úrklippa eru notaðar til að glæða söguna lífi. Gísli Pálsson Fuglinn sem gat ekki flogið Útgefandi: Mál og menning Aldauða dýrategunda hefur ekki verið gefinn mikill gaumur til þessa hér á landi. Því er mikill fengur að þessari bók, sem beinir sjónum okkar m.a. að útrýmingarhættu og margvíslegum umhverfisvanda sem við stöndum frammi fyrir. Geirfuglabækur tveggja breskra fræðimanna sem héldu í Íslandsleiðangur 1858 og höfundur hefur rannsakað í þaula varpa nýju ljósi á sögu og örlög síðustu geirfuglanna við strendur landsins. Kjartan Ólafsson Draumar og veruleiki - Um Kommúnistaflokkinn og Sósíalistaflokkinn Útgefandi: Mál og menning Verkið er yfirgripsmikið og varpar áhugaverðu ljósi á stjórnmála- og stéttasögu vinstri manna hér á landi á 20. öldinni af miklu innsæi og hreinskilni. Um er að ræða tímamótarit þar sem nýjar og áður óaðgengilegar heimildir eru nýttar. Pétur H. Ármannsson Guðjón Samúelsson húsameistari Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag Vandað og löngu tímabært ritverk um fyrsta Íslendinginn sem lauk háskólaprófi í byggingarlist á síðustu öld. Líf Guðjóns Samúelssonar húsameistara var helgað starfi hans og list. Saga hans og ævistarfsins er vel og skilmerkilega rakin í bókinni. Höfundur byggir á víðtækum rannsóknum sínum og djúpum skilningi á viðfangsefninu. Fjölmargar myndir og uppdrættir prýða bókina. Sumarliði R. Ísleifsson Í fjarska norðursins : Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár Útgefandi: Sögufélag Höfundi tekst að færa lesendum efni rannsóknar sinnar á mjög aðgengilegan og skýran hátt, þar sem hann varpar ljósi á rúmlega 1000 ára viðhorfasögu gagnvart íbúum þessara eyja. Bókin er glæsilegt og eigulegt rit, fallega hönnuð og vel myndskreytt. ... Dómnefnd skipuðu: Einar Örn Stefánsson, formaður dómnefndar, Björn Pétursson og Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir Barna- og ungmennabækur Þær sem tilnefndar voru í flokki barna- og ungmennabóka. Eftirfarandi höfundar eru tilnefndir í flokki barna- og ungmennabóka: Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir Blokkin á heimsenda Útgefandi: Mál og menning Frumleg og athyglisverð bók. Fyndin og áreynslulaus frásögn með snjöllum lausnum sem bera hugmyndaauðgi höfunda glöggt vitni. Mikilvægi samheldni og vináttu eru ákveðið meginstef í sögu sem deilir með sterkum hætti á neysluhyggju Vesturlanda. Loftslagsváin er alltumlykjandi en sterkum boðskapnum er aldrei þröngvað upp á lesandann heldur er hann borinn snyrtilega fram með húmor í aðalhlutverki. Hildur Knútsdóttir Skógurinn Útgefandi: JPV útgáfa Djúp og afar vel skrifuð spennusaga um úthugsaða ævintýraveröld sem höfundur hefur lagt mikla vinnu í að skapa og gera trúverðuga, með heillandi vangaveltum um vísindin og hið yfirnáttúrulega. Lesandinn er rækilega minntur á hvernig nútíma lifnaðarhættir gætu leitt mannkynið á glapstigu, án þess að boðskapurinn yfirtaki skemmtilega og oft æsispennandi atburðarás. Kristín Björg Sigurvinsdóttir Dulstafir - Dóttir hafsins Útgefandi: Björt – Bókabeitan Áhrifarík bók þar sem höfundur dregur upp ljóslifandi mynd af fullsköpuðum ævintýraheimi. Sorg og missi eru gerð falleg skil sem og leitinni að hugrekki og innri styrk. Frásögnin er örugg, lýsandi og afar myndræn en þó skilur höfundur eftir rými til túlkunar og lesturs á milli línanna. Framhaldsins verður beðið með eftirvæntingu. Lóa H. Hjálmtýsdóttir Grísafjörður Útgefandi: Salka Hlý og afar skemmtileg saga, raunsæ en þó með heillandi ævintýrablæ. Saga um hversdagsleikann með öllum sínum áskorunum og fólkið sem skiptir okkur mestu máli, en líka vináttu úr óvæntri átt, hjálpsemi og það að engum er alls varnað. Vandaðar myndir höfundar bæta heilmiklu við söguna ásamt fallegum frágangi og sniðugum fylgihlutum. Yrsa Sigurðardóttir Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin Útgefandi: Veröld Heilsteypt og drepfyndin bók þar sem einstakt hugmyndaflug fær að blómstra. Óhefðbundinn sögumaður nýtur sín afar vel í bráðsniðugum lýsingum höfundar á tilfinningalífi hans og sýn á heiminn. Skemmtileg ærslasaga með klassískan boðskap um gildi sannrar vináttu. Einfaldar en stórskemmtilegar myndir falla vel að textanum og gera söguna enn betri. ... Dómnefnd skipuðu: Hrund Þórsdóttir, formaður dómnefndar, Einar Eysteinsson og Katrín Lilja Jónsdóttir,
Bókaútgáfa Verslun Menning Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira