„Mínar björtustu vonir hafa ræst“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2020 22:02 Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Prófessor í ónæmisfræði vonar að hægt verði að klára að bólusetja fyrstu sex forgangshópa fyrir kórónuveirunni hér á landi í lok febrúar. Hann kveðst himinlifandi yfir fréttum dagsins frá Bretlandi og segir þróun bóluefnis hafa verið í takt við sínar björtustu vonir. Þá segist hann ósamála forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og telur þá forgangsröðun í bólusetningu sem reglugerð heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir skynsamlegustu leiðina. Tilkynnt var í dag að Bretar hefðu heimilað notkun á bóluefni Pfizer/BioNTech gegn kórónuveirunni, fyrstir þjóða. Breska lyfjaeftirlitið hefur þannig gefið út að bóluefnið sé öruggt og óhætt að nota. Talið er að bólusetning í Bretlandi hjá áhættuhópum geti hafist á allra næstu dögum. Horfir til febrúarloka Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, sagði í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að fréttir dagsins frá Bretlandi væru mikið gleðiefni. „Og það mun væntanlega hraða ferlinu, þó að ég þori ekki að lofa því. Svo er sóttvarnalæknir sem að endingu ákveður það hvaða lyf verða notuð og tilhögun á því í samstarfi við Landlæknisembættið,“ sagði Björn. Ísland er ekki stór markaður fyrir bóluefni. Inntur eftir því hvort það væri okkur e.t.v. til góðs, og við gætum þannig byrjað fyrr að bólusetja en önnur ríki, sagði Björn að það væri mjög erfitt. Hann sagðist þó sjá fyrir sér að vonandi yrði hægt að klára að bólusetja fyrstu forgangshópana sex í lok febrúar. „Ég veit ekki hvenær þetta klárast en auðvitað vonar maður að við séum að klára þessa hópa einhvern tímann í febrúar, mars, kannski,“ sagði Björn. Þá kvaðst hann ekkert sjá því til fyrirstöðu að hægt verði að byrja bólusetningu strax og bóluefnið kemur til landsins, líkt og útlit er fyrir að verði gert í Bretlandi. Ráku upp stór augu Björn rifjaði einnig upp að sjálfur hefði hann verið meðal bjartsýnustu manna í vor þegar bóluefni bar á góma. Hann hefði til að mynda velt því upp við samstarfsmenn sín bóluefni yrði jafnvel tilbúið í desember. „Það ráku nú margir upp stór augu og sögðu að það myndi aldrei ganga eftir. Þannig að það má segja það að mínar björtustu vonir hafa ræst og það er stórkostlegt. Það er ofboðslegur sigur fyrir alla sem staðið hafa að þessu, heilbrigðisyfirvöld sem aðra,“ sagði Björn. Ósammála Kára Heilbrigðisráðherra kynnti fyrir helgi þá tíu hópa sem verða í forgangi í bólusetningu hér á landi. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun fá rými til að gera breytingar á uppröðuninni. Samkvæmt reglugerðinni fá starfsmenn á bráðamóttöku og gjörgæsludeildum fyrstir bóluefni. Þar á eftir fá starfsmenn á Covid-19 göngudeildum bóluefni. Fólk 60 ára og eldri er í sjötta forgangshópi. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar gerði athugasemdir við þetta í samtali við fréttastofu um helgina. Hann teldi þennan elsta hóp eiga að fara fyrst í bólusetningu. „Mér finnst þetta afskaplega skringilegt vegna þess að þeir sem eru milli 60-70 ára eru með innan við tvö prósent líkur á að deyja ef þeir sýkjast, 75 ára og eldri eru með 8,5% líkur á að deyja og 85 ára og eldri eru um 28% líkur á að deyja,“ sagði Kári. Aðspurður kvaðst Björn ósammála Kára. Uppröðunin samkvæmt reglugerðinni væri skynsamlegasta lausnin. „Ég held að tölurnar í sjálfu sér tali sínu máli. Það sem skiptir svo miklu máli í þessu er að verja heilbrigðiskerfið, að við getum sýnt þessu fólki að það komi ekki upp hættuástand. Þess vegna held ég að þessi forgangsröðun sé mjög skynsamleg. Og er algjörlega ósammála Kára hvað þetta snertir. Þetta er náttúrulega sú stefna sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur tekið og Bandaríska heilbrigðisstofnunin og fleiri hafa raunverulega fylgt, þannig að ég held að þetta sé langskynsamlegasta leiðin,“ sagði Björn. Forstjóri Lyfjastofnunar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að raunhæft væri að hefja bólusetningar við kórónuveirunni hér á landi í janúar. Hún býst við öllu bóluefni fyrir Íslendinga í einu lagi. Viðtalið við Börn í Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Menn ekki á eitt sáttir um ákvörðun og meint afrek Breta Bretar þurfa ekki lengur að vona að daglegt líf verði eins og áður var í vor; núna geta þeir verið þess fullvissir. Þetta segir forsætisráðherrann Boris Johnson en bresk heilbrigðisyfirvöld stefna á að hefja bólusetningar í næstu viku. 2. desember 2020 20:39 Raunhæft að vænta bóluefnis fyrir alla þjóðina í janúar Forstjóri Lyfjastofnunar segir raunhæft að hefja bólusetningar við kórónuveirunni hér á landi í janúar. Hún býst við öllu bóluefni fyrir Íslendinga í einu lagi. 2. desember 2020 19:19 Gerir ekki ráð fyrir því að fólk geti valið hvaða bóluefni það muni fá Yfirvöld hér á landi bíða eftir því að bóluefni gegn Covid-19 fái samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu. 2. desember 2020 12:28 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira
Þá segist hann ósamála forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og telur þá forgangsröðun í bólusetningu sem reglugerð heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir skynsamlegustu leiðina. Tilkynnt var í dag að Bretar hefðu heimilað notkun á bóluefni Pfizer/BioNTech gegn kórónuveirunni, fyrstir þjóða. Breska lyfjaeftirlitið hefur þannig gefið út að bóluefnið sé öruggt og óhætt að nota. Talið er að bólusetning í Bretlandi hjá áhættuhópum geti hafist á allra næstu dögum. Horfir til febrúarloka Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, sagði í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að fréttir dagsins frá Bretlandi væru mikið gleðiefni. „Og það mun væntanlega hraða ferlinu, þó að ég þori ekki að lofa því. Svo er sóttvarnalæknir sem að endingu ákveður það hvaða lyf verða notuð og tilhögun á því í samstarfi við Landlæknisembættið,“ sagði Björn. Ísland er ekki stór markaður fyrir bóluefni. Inntur eftir því hvort það væri okkur e.t.v. til góðs, og við gætum þannig byrjað fyrr að bólusetja en önnur ríki, sagði Björn að það væri mjög erfitt. Hann sagðist þó sjá fyrir sér að vonandi yrði hægt að klára að bólusetja fyrstu forgangshópana sex í lok febrúar. „Ég veit ekki hvenær þetta klárast en auðvitað vonar maður að við séum að klára þessa hópa einhvern tímann í febrúar, mars, kannski,“ sagði Björn. Þá kvaðst hann ekkert sjá því til fyrirstöðu að hægt verði að byrja bólusetningu strax og bóluefnið kemur til landsins, líkt og útlit er fyrir að verði gert í Bretlandi. Ráku upp stór augu Björn rifjaði einnig upp að sjálfur hefði hann verið meðal bjartsýnustu manna í vor þegar bóluefni bar á góma. Hann hefði til að mynda velt því upp við samstarfsmenn sín bóluefni yrði jafnvel tilbúið í desember. „Það ráku nú margir upp stór augu og sögðu að það myndi aldrei ganga eftir. Þannig að það má segja það að mínar björtustu vonir hafa ræst og það er stórkostlegt. Það er ofboðslegur sigur fyrir alla sem staðið hafa að þessu, heilbrigðisyfirvöld sem aðra,“ sagði Björn. Ósammála Kára Heilbrigðisráðherra kynnti fyrir helgi þá tíu hópa sem verða í forgangi í bólusetningu hér á landi. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun fá rými til að gera breytingar á uppröðuninni. Samkvæmt reglugerðinni fá starfsmenn á bráðamóttöku og gjörgæsludeildum fyrstir bóluefni. Þar á eftir fá starfsmenn á Covid-19 göngudeildum bóluefni. Fólk 60 ára og eldri er í sjötta forgangshópi. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar gerði athugasemdir við þetta í samtali við fréttastofu um helgina. Hann teldi þennan elsta hóp eiga að fara fyrst í bólusetningu. „Mér finnst þetta afskaplega skringilegt vegna þess að þeir sem eru milli 60-70 ára eru með innan við tvö prósent líkur á að deyja ef þeir sýkjast, 75 ára og eldri eru með 8,5% líkur á að deyja og 85 ára og eldri eru um 28% líkur á að deyja,“ sagði Kári. Aðspurður kvaðst Björn ósammála Kára. Uppröðunin samkvæmt reglugerðinni væri skynsamlegasta lausnin. „Ég held að tölurnar í sjálfu sér tali sínu máli. Það sem skiptir svo miklu máli í þessu er að verja heilbrigðiskerfið, að við getum sýnt þessu fólki að það komi ekki upp hættuástand. Þess vegna held ég að þessi forgangsröðun sé mjög skynsamleg. Og er algjörlega ósammála Kára hvað þetta snertir. Þetta er náttúrulega sú stefna sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur tekið og Bandaríska heilbrigðisstofnunin og fleiri hafa raunverulega fylgt, þannig að ég held að þetta sé langskynsamlegasta leiðin,“ sagði Björn. Forstjóri Lyfjastofnunar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að raunhæft væri að hefja bólusetningar við kórónuveirunni hér á landi í janúar. Hún býst við öllu bóluefni fyrir Íslendinga í einu lagi. Viðtalið við Börn í Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Menn ekki á eitt sáttir um ákvörðun og meint afrek Breta Bretar þurfa ekki lengur að vona að daglegt líf verði eins og áður var í vor; núna geta þeir verið þess fullvissir. Þetta segir forsætisráðherrann Boris Johnson en bresk heilbrigðisyfirvöld stefna á að hefja bólusetningar í næstu viku. 2. desember 2020 20:39 Raunhæft að vænta bóluefnis fyrir alla þjóðina í janúar Forstjóri Lyfjastofnunar segir raunhæft að hefja bólusetningar við kórónuveirunni hér á landi í janúar. Hún býst við öllu bóluefni fyrir Íslendinga í einu lagi. 2. desember 2020 19:19 Gerir ekki ráð fyrir því að fólk geti valið hvaða bóluefni það muni fá Yfirvöld hér á landi bíða eftir því að bóluefni gegn Covid-19 fái samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu. 2. desember 2020 12:28 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira
Menn ekki á eitt sáttir um ákvörðun og meint afrek Breta Bretar þurfa ekki lengur að vona að daglegt líf verði eins og áður var í vor; núna geta þeir verið þess fullvissir. Þetta segir forsætisráðherrann Boris Johnson en bresk heilbrigðisyfirvöld stefna á að hefja bólusetningar í næstu viku. 2. desember 2020 20:39
Raunhæft að vænta bóluefnis fyrir alla þjóðina í janúar Forstjóri Lyfjastofnunar segir raunhæft að hefja bólusetningar við kórónuveirunni hér á landi í janúar. Hún býst við öllu bóluefni fyrir Íslendinga í einu lagi. 2. desember 2020 19:19
Gerir ekki ráð fyrir því að fólk geti valið hvaða bóluefni það muni fá Yfirvöld hér á landi bíða eftir því að bóluefni gegn Covid-19 fái samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu. 2. desember 2020 12:28