Arnar um að Kári verði áfram: Jákvætt fyrir mig, klúbbinn og hann sjálfan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. desember 2020 22:16 Arnar Gunnlaugsson er ánægður með halda Kára Árna í herbúðum Víkinga. vísir/daníel þór Miðvörðurinn Kári Árnason skrifaði undir nýjan samning við Víking í dag. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Kára sem og Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga. Miðvörðurinn Kári Árnason skrifaði undir nýjan samning við Víking í dag. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Kára sem og Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga. Sá síðarnefndi er einkar ánægður með að Kári verði áfram í herbúðum liðsins og hefur litlar áhyggjur af því að þessi magnaði varnarmaður sé að nálgast fertugt. Svava Kristín ræddi einnig við Arnar um Sölva Geir Ottesen, annan varnarjaxl, sem Víkingar vonast til að halda í og möguleika þess að Kolbeinn Sigþórsson gengi aftur í raðir Víkinga. „Gríðarlega mikilvægt fyrir klúbbinn. Mjög ánægður með hvað er enn mikið hungur eftir í honum. Mjög jákvætt fyrir mig, klúbbinn og hann líka, held hann sé helpeppaður fyrir næsta tímabil,“ sagði Arnar í viðtali eftir undirskriftina í dag. „Hann er ekki meiðslagjarn maður og meiðist mjög sjaldan. Hann lenti (í sumar) í fáránlegum meiðslum. Öxl þarna, missteig sig og einhverja svona vitleysu. Kári er vanalega mjög fit gaur og ég hef engar áhyggjur af framhaldinu. Hann mun fyrst og fremst gefa okkur svo mikið. Hann hefur margt fram að færa sem fótboltamaður sem og að tala við unga leikmenn, kenna þeim. Þeir geta notið þess að vera eitt ár í viðbót, að minnsta kosti, að læra hvernig hann hagar sér innan vallar sem utan,“ svaraði Arnar er hann var spurður hvort Kári gæti alveg spilað áfram verandi orðinn 38 ára gamall. „Hann fór í aðgerð núna á dögunum, snýst núna um að komast aftur í stand og líða vel í hausnum, það er að fá traust frá sínum lækni að hann geti spilað áfram. Það var aðeins hreinsað til í hnénu á honum og vonandi verður það allt í lagi. Væri klárlega frábært að hafa hann áfram líka,“ sagði þjálfarinn um stöðuna á Sölva Geir. Að lokum var Arnar spurður hvort Víkingar væru að horfa til Svíþjóðar þar sem Kolbeinn Sigþórsson, uppalinn Víkingur, var að losna undan samning hjá úrvalsdeildarfélaginu AIK og orðrómar hafa verið uppi þess efnis að hann sé á leið heim. „Það væri geggjað ef okkur tækist að klófesta Kolbein. Hans ósk er örugglega að halda áfram úti en ef hann kemur til Íslands þá fer bara söfnun af stað í Fossvoginum og við reynum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að klófesta Kolla,“ sagði Arnar að endingu. Klippa: Arnar Gunnlaugs um Kára Árnason, Sölva Geir og Kolbein Sigþórsson Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Hefði verið skelfilegt og skilið eftir óbragð í munninum að enda þetta svona Kári Árnason skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við Víking. Varnarjaxl íslenska landsliðsins og Víkings gat ekki látið þetta vonbrigða ár verið sitt síðasta á ferlinum. 4. desember 2020 19:45 Kári Árnason búinn að skrifa undir nýjan samning við Víkinga Kári Árnason og Þórður Ingason skrifuðu í dag undir eins árs samning við Víking og verða því með Fossvogsliðinu í Pepsi Max deild karla sumarið 2021. 4. desember 2020 12:01 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Miðvörðurinn Kári Árnason skrifaði undir nýjan samning við Víking í dag. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Kára sem og Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga. Sá síðarnefndi er einkar ánægður með að Kári verði áfram í herbúðum liðsins og hefur litlar áhyggjur af því að þessi magnaði varnarmaður sé að nálgast fertugt. Svava Kristín ræddi einnig við Arnar um Sölva Geir Ottesen, annan varnarjaxl, sem Víkingar vonast til að halda í og möguleika þess að Kolbeinn Sigþórsson gengi aftur í raðir Víkinga. „Gríðarlega mikilvægt fyrir klúbbinn. Mjög ánægður með hvað er enn mikið hungur eftir í honum. Mjög jákvætt fyrir mig, klúbbinn og hann líka, held hann sé helpeppaður fyrir næsta tímabil,“ sagði Arnar í viðtali eftir undirskriftina í dag. „Hann er ekki meiðslagjarn maður og meiðist mjög sjaldan. Hann lenti (í sumar) í fáránlegum meiðslum. Öxl þarna, missteig sig og einhverja svona vitleysu. Kári er vanalega mjög fit gaur og ég hef engar áhyggjur af framhaldinu. Hann mun fyrst og fremst gefa okkur svo mikið. Hann hefur margt fram að færa sem fótboltamaður sem og að tala við unga leikmenn, kenna þeim. Þeir geta notið þess að vera eitt ár í viðbót, að minnsta kosti, að læra hvernig hann hagar sér innan vallar sem utan,“ svaraði Arnar er hann var spurður hvort Kári gæti alveg spilað áfram verandi orðinn 38 ára gamall. „Hann fór í aðgerð núna á dögunum, snýst núna um að komast aftur í stand og líða vel í hausnum, það er að fá traust frá sínum lækni að hann geti spilað áfram. Það var aðeins hreinsað til í hnénu á honum og vonandi verður það allt í lagi. Væri klárlega frábært að hafa hann áfram líka,“ sagði þjálfarinn um stöðuna á Sölva Geir. Að lokum var Arnar spurður hvort Víkingar væru að horfa til Svíþjóðar þar sem Kolbeinn Sigþórsson, uppalinn Víkingur, var að losna undan samning hjá úrvalsdeildarfélaginu AIK og orðrómar hafa verið uppi þess efnis að hann sé á leið heim. „Það væri geggjað ef okkur tækist að klófesta Kolbein. Hans ósk er örugglega að halda áfram úti en ef hann kemur til Íslands þá fer bara söfnun af stað í Fossvoginum og við reynum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að klófesta Kolla,“ sagði Arnar að endingu. Klippa: Arnar Gunnlaugs um Kára Árnason, Sölva Geir og Kolbein Sigþórsson
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Hefði verið skelfilegt og skilið eftir óbragð í munninum að enda þetta svona Kári Árnason skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við Víking. Varnarjaxl íslenska landsliðsins og Víkings gat ekki látið þetta vonbrigða ár verið sitt síðasta á ferlinum. 4. desember 2020 19:45 Kári Árnason búinn að skrifa undir nýjan samning við Víkinga Kári Árnason og Þórður Ingason skrifuðu í dag undir eins árs samning við Víking og verða því með Fossvogsliðinu í Pepsi Max deild karla sumarið 2021. 4. desember 2020 12:01 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Hefði verið skelfilegt og skilið eftir óbragð í munninum að enda þetta svona Kári Árnason skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við Víking. Varnarjaxl íslenska landsliðsins og Víkings gat ekki látið þetta vonbrigða ár verið sitt síðasta á ferlinum. 4. desember 2020 19:45
Kári Árnason búinn að skrifa undir nýjan samning við Víkinga Kári Árnason og Þórður Ingason skrifuðu í dag undir eins árs samning við Víking og verða því með Fossvogsliðinu í Pepsi Max deild karla sumarið 2021. 4. desember 2020 12:01