Skreytum hús: Meðferðarheimili gert að fallegu hreiðri Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. desember 2020 07:00 Hér má sjá ganginn í kvennaálmu Hlaðgerðarkots fyrir og eftir breytingar. Skreytum hús „Hlaðgerðarkot er elsta nústarfandi meðferðarstofnun landsins,“ segir Helga Lind Pálsdóttir forstöðukona. Í fimmta þætti af hönnunarþáttunum Skreytum hús er kvennaálman á Hlaðgerðarkoti tekin í gegn. Soffía Dögg Garðarsdóttir sá strax að þarna þyrfti að taka mikið til hendinni og vildi hún endilega leggja sitt af mörkum. „Oft koma konur hingað úr heimilisleysi, þær eru að koma úr erfiðum aðstæðum og ég þrái svo að geta búið þeim lítið sætt hreiður og umhverfi sem þær geta verið í,“ útskýrir Helga Lind. Draumur að fá setustofu Í Hlaðgerðarkoti dvelja að jafnaði um 30 einstaklingar í einu í áfengis- og vímuefnameðferð á vegum Samhjálpar og í allt að þrjá mánuði í senn og jafnvel lengur. Húsgögnin í kvennaálmunni voru orðin þreytt og slitin, gólfefni illa farin og veggirnir þurftu nauðsynlega á smá málningu að halda. Svona voru herbergin fyrir breytinguna.Skreytum hús „Það vantaði að taka utan um rýmin og gera þau meira kósý fyrir heimilisfólkið þannig að þeim liði betur,“ segir Soffía um þetta verkefni. „Okkur langar svo ofboðslega að útbúa setustofu fyrir þær,“ var ósk Helgu Lindar áður en Soffía hófst handa. Það var því ákveðið að breyta einu svefnherbergi í setustofu. Soffía Dögg ákvað að fá samstarfsaðila sína í þetta dýrmæta verkefni og var útkoman ótrúlega vel heppnuð. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Skreytum hús - Hlaðgerðarkot Verðugt málefni „Í Hlaðgerðarkoti er unnið með einstaklinga sem eiga við fíknivanda að stríða. Í Hlaðgerðarkoti starfar þverfaglegt teymi, læknis, hjúkrunarfræðings, félagsráðgjafa og áfengis- og fíkniráðgjafa ásamt því sem umsjónarmenn eru við störf allan sólahringinn og eru til stuðnings þeim sem eru í meðferð. Í Hlaðgerðarkoti er lögð áhersla á heimilislegt og hlýlegt viðmót og er virðing fyrir einstaklingnum höfð að leiðarljósi,“ segir um starfið. „Félagasamtök eins og Samhjálp eru mjög háð svona óvæntu inngripi, styrkjum. Stór hluti af okkar rekstri er fjármagnaður með sjálfsaflafé,“ segir Valdimar Þ. Svavarsson framkvæmdastjóri Samhjálpar. „Það er óhætt að segja að kvennaálman þar sem konurnar gista, hún er orðin lúin.“ Gangurinn fyrir breytinguna.Skreytum hús Soffía Dögg fékk það verkefni að taka í gegn tvö svefnherbergi og breyta öðru þeirra í setustofu. Einnig vildi hún fríska upp á ganginn í kvennaálmunni og gera hann hlýlegri. „Þetta er þarft og verðugt málefni og mér finnst æðislegt að við getum lagt ykkur lið,“ segir Soffía. Eftir að búið var að mála voru settir hvítir gólflistar á rýmið.Skreytum hús Allt út nema rúmin „Þegar upp var staðið þá voru eiginlega bara rúmin eitthvað sem þau vildu eftir, rúmin voru tiltölulega ný þannig að við þurftum að redda öllu hinu.“ Fyrsta skrefið var að rífa dúk og slitið parket af gólfum og svo þurfti að mála veggina. Soffía valdi liti úr Skreytum hús litakortinu sínu og urðu litirnir Værð og Ylja fyrir valinu. Í svefnherberginu notaði hún vegghillur til að setja heimilislegan brag á rýmið. Rúmteppi, púðar og gardínur búa til kósý og hlýlega stemningu. Borðið er svo bæði hægt að nota sem snyrtiborð og skrifborð. Svefnherbergið eftir breytingu.Skreytum hús Á ganginn notaði Soffía gardínur og seríu til að fá mýkt. Hún bendir á að á gangi þurfi að finna hluti til að skreyta sem séu samt ekki fyrir þeim sem nota ganginn. Gangurinn eftir breytinguna.Skreytum hús Í setustofuna setti Soffía sófa og einnig borðstofuborð og stóla svo rýmið er hægt að nýta í margt. Hliðarborðið kemur svo einstaklega vel út fyrir kaffiaðstöðuna. Ljósa parketið og nýmáluðu veggirnir stækka rýmið mjög mikið. Einnig blekkir augað að setja gardínurnar nær loftinu og á allan vegginn. Svefnherbergið sem breytt var í hlýlega setustofu fyrir konurnar.Skreytum hús „Þetta á eiginlega ekki að vera hægt“ Breytingin á rýmunum þremur var mjög mikil og létu viðbrögðin ekki á sér standa. „Ertu ekki að djóka?“ var það fyrsta sem Valdimar sagði eftir að Soffía hleypti þeim aftur inn í kvennaálmuna eftir breytingarnar. „Þetta er svakalegt.“ Helga Lind var hálf orðlaus yfir öllu saman, en brosið fór ekki af henni. „Þetta er eiginlega ótrúlegt, þetta á eiginlega ekki að vera hægt.“ Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús má finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Soffía Dögg gerði þrjú „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna. Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á þriðjudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2 Maraþon. Hús og heimili Skreytum hús Meðferðarheimili Tengdar fréttir Skreytum hús: Barnaherbergjum breytt í ævintýraheim „Þegar við fluttum inn þá máluðum við og komumst svo ekkert lengra,“ segir Alda Dröfn Guðbjörnsdóttir „um barnaherbergin tvö á heimilinu sem var tekið fyrir í nýjasta þætti af Skreytum hús. Ekkert var á veggjum og herbergin því ekki fullkláruð. Skápahurðir voru farnar að gulna og gardínustangir ekki í réttri hæð. 1. desember 2020 09:30 Skreytum hús: Hjónaherbergið gert „rómó og kósý“ „Við erum búin að vera að græja og gera ýmislegt. Við fluttum hingað inn fyrir tveimur árum , segir Ásdís Hanna Pálsdóttir en hún býr ásamt eiginmanni og fjórum börnum í Hafnarfirði. „Hjónaherbergið hefur alltaf setið á hakanum.“ 24. nóvember 2020 09:30 Skreytum hús: „Mér líður eins og þetta sé ekki herbergið mitt“ Í öðrum þætti af Skreytum hús fékk Soffía það verkefni að breyta barnaherbergi í unglingaherbergi. Útkoman var svo flott að allir viðstaddir táruðust. 17. nóvember 2020 09:15 Skreytum hús: „Vá þetta er bara allt annað“ „Fyrir þættina fékk ég mörg hundruð umsóknir, en það var eitthvað við myndina af risíbúðinni hennar Elfu sem stoppaði mig um leið,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir í fyrsta þættinum af Skreytum hús, sem fór í loftið á Vísi í dag. 10. nóvember 2020 09:30 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Oft koma konur hingað úr heimilisleysi, þær eru að koma úr erfiðum aðstæðum og ég þrái svo að geta búið þeim lítið sætt hreiður og umhverfi sem þær geta verið í,“ útskýrir Helga Lind. Draumur að fá setustofu Í Hlaðgerðarkoti dvelja að jafnaði um 30 einstaklingar í einu í áfengis- og vímuefnameðferð á vegum Samhjálpar og í allt að þrjá mánuði í senn og jafnvel lengur. Húsgögnin í kvennaálmunni voru orðin þreytt og slitin, gólfefni illa farin og veggirnir þurftu nauðsynlega á smá málningu að halda. Svona voru herbergin fyrir breytinguna.Skreytum hús „Það vantaði að taka utan um rýmin og gera þau meira kósý fyrir heimilisfólkið þannig að þeim liði betur,“ segir Soffía um þetta verkefni. „Okkur langar svo ofboðslega að útbúa setustofu fyrir þær,“ var ósk Helgu Lindar áður en Soffía hófst handa. Það var því ákveðið að breyta einu svefnherbergi í setustofu. Soffía Dögg ákvað að fá samstarfsaðila sína í þetta dýrmæta verkefni og var útkoman ótrúlega vel heppnuð. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Skreytum hús - Hlaðgerðarkot Verðugt málefni „Í Hlaðgerðarkoti er unnið með einstaklinga sem eiga við fíknivanda að stríða. Í Hlaðgerðarkoti starfar þverfaglegt teymi, læknis, hjúkrunarfræðings, félagsráðgjafa og áfengis- og fíkniráðgjafa ásamt því sem umsjónarmenn eru við störf allan sólahringinn og eru til stuðnings þeim sem eru í meðferð. Í Hlaðgerðarkoti er lögð áhersla á heimilislegt og hlýlegt viðmót og er virðing fyrir einstaklingnum höfð að leiðarljósi,“ segir um starfið. „Félagasamtök eins og Samhjálp eru mjög háð svona óvæntu inngripi, styrkjum. Stór hluti af okkar rekstri er fjármagnaður með sjálfsaflafé,“ segir Valdimar Þ. Svavarsson framkvæmdastjóri Samhjálpar. „Það er óhætt að segja að kvennaálman þar sem konurnar gista, hún er orðin lúin.“ Gangurinn fyrir breytinguna.Skreytum hús Soffía Dögg fékk það verkefni að taka í gegn tvö svefnherbergi og breyta öðru þeirra í setustofu. Einnig vildi hún fríska upp á ganginn í kvennaálmunni og gera hann hlýlegri. „Þetta er þarft og verðugt málefni og mér finnst æðislegt að við getum lagt ykkur lið,“ segir Soffía. Eftir að búið var að mála voru settir hvítir gólflistar á rýmið.Skreytum hús Allt út nema rúmin „Þegar upp var staðið þá voru eiginlega bara rúmin eitthvað sem þau vildu eftir, rúmin voru tiltölulega ný þannig að við þurftum að redda öllu hinu.“ Fyrsta skrefið var að rífa dúk og slitið parket af gólfum og svo þurfti að mála veggina. Soffía valdi liti úr Skreytum hús litakortinu sínu og urðu litirnir Værð og Ylja fyrir valinu. Í svefnherberginu notaði hún vegghillur til að setja heimilislegan brag á rýmið. Rúmteppi, púðar og gardínur búa til kósý og hlýlega stemningu. Borðið er svo bæði hægt að nota sem snyrtiborð og skrifborð. Svefnherbergið eftir breytingu.Skreytum hús Á ganginn notaði Soffía gardínur og seríu til að fá mýkt. Hún bendir á að á gangi þurfi að finna hluti til að skreyta sem séu samt ekki fyrir þeim sem nota ganginn. Gangurinn eftir breytinguna.Skreytum hús Í setustofuna setti Soffía sófa og einnig borðstofuborð og stóla svo rýmið er hægt að nýta í margt. Hliðarborðið kemur svo einstaklega vel út fyrir kaffiaðstöðuna. Ljósa parketið og nýmáluðu veggirnir stækka rýmið mjög mikið. Einnig blekkir augað að setja gardínurnar nær loftinu og á allan vegginn. Svefnherbergið sem breytt var í hlýlega setustofu fyrir konurnar.Skreytum hús „Þetta á eiginlega ekki að vera hægt“ Breytingin á rýmunum þremur var mjög mikil og létu viðbrögðin ekki á sér standa. „Ertu ekki að djóka?“ var það fyrsta sem Valdimar sagði eftir að Soffía hleypti þeim aftur inn í kvennaálmuna eftir breytingarnar. „Þetta er svakalegt.“ Helga Lind var hálf orðlaus yfir öllu saman, en brosið fór ekki af henni. „Þetta er eiginlega ótrúlegt, þetta á eiginlega ekki að vera hægt.“ Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús má finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Soffía Dögg gerði þrjú „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna. Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á þriðjudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2 Maraþon.
Hús og heimili Skreytum hús Meðferðarheimili Tengdar fréttir Skreytum hús: Barnaherbergjum breytt í ævintýraheim „Þegar við fluttum inn þá máluðum við og komumst svo ekkert lengra,“ segir Alda Dröfn Guðbjörnsdóttir „um barnaherbergin tvö á heimilinu sem var tekið fyrir í nýjasta þætti af Skreytum hús. Ekkert var á veggjum og herbergin því ekki fullkláruð. Skápahurðir voru farnar að gulna og gardínustangir ekki í réttri hæð. 1. desember 2020 09:30 Skreytum hús: Hjónaherbergið gert „rómó og kósý“ „Við erum búin að vera að græja og gera ýmislegt. Við fluttum hingað inn fyrir tveimur árum , segir Ásdís Hanna Pálsdóttir en hún býr ásamt eiginmanni og fjórum börnum í Hafnarfirði. „Hjónaherbergið hefur alltaf setið á hakanum.“ 24. nóvember 2020 09:30 Skreytum hús: „Mér líður eins og þetta sé ekki herbergið mitt“ Í öðrum þætti af Skreytum hús fékk Soffía það verkefni að breyta barnaherbergi í unglingaherbergi. Útkoman var svo flott að allir viðstaddir táruðust. 17. nóvember 2020 09:15 Skreytum hús: „Vá þetta er bara allt annað“ „Fyrir þættina fékk ég mörg hundruð umsóknir, en það var eitthvað við myndina af risíbúðinni hennar Elfu sem stoppaði mig um leið,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir í fyrsta þættinum af Skreytum hús, sem fór í loftið á Vísi í dag. 10. nóvember 2020 09:30 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Skreytum hús: Barnaherbergjum breytt í ævintýraheim „Þegar við fluttum inn þá máluðum við og komumst svo ekkert lengra,“ segir Alda Dröfn Guðbjörnsdóttir „um barnaherbergin tvö á heimilinu sem var tekið fyrir í nýjasta þætti af Skreytum hús. Ekkert var á veggjum og herbergin því ekki fullkláruð. Skápahurðir voru farnar að gulna og gardínustangir ekki í réttri hæð. 1. desember 2020 09:30
Skreytum hús: Hjónaherbergið gert „rómó og kósý“ „Við erum búin að vera að græja og gera ýmislegt. Við fluttum hingað inn fyrir tveimur árum , segir Ásdís Hanna Pálsdóttir en hún býr ásamt eiginmanni og fjórum börnum í Hafnarfirði. „Hjónaherbergið hefur alltaf setið á hakanum.“ 24. nóvember 2020 09:30
Skreytum hús: „Mér líður eins og þetta sé ekki herbergið mitt“ Í öðrum þætti af Skreytum hús fékk Soffía það verkefni að breyta barnaherbergi í unglingaherbergi. Útkoman var svo flott að allir viðstaddir táruðust. 17. nóvember 2020 09:15
Skreytum hús: „Vá þetta er bara allt annað“ „Fyrir þættina fékk ég mörg hundruð umsóknir, en það var eitthvað við myndina af risíbúðinni hennar Elfu sem stoppaði mig um leið,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir í fyrsta þættinum af Skreytum hús, sem fór í loftið á Vísi í dag. 10. nóvember 2020 09:30