Hvað gera „Mikaelélé“ og félagar gegn ensku meisturunum? Anton Ingi Leifsson skrifar 9. desember 2020 12:15 Mikael Anderson í leiknum gegn Atalanta í síðustu viku. Jonathan Moscrop/Getty Ensku meistararnir í Liverpool mæta dönsku meisturunum í FC Midtjylland á útivelli í síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Leikið verður á MCH Arena í Herning. Það er ljóst fyrir leik kvöldsins að Liverpool endar í toppsæti riðilsins en Midtjylland endar í fjórða og síðasta sætinu. Þeir dönsku náðu í stig í síðustu umferð gegn Atalanta á meðan Liverpool vann Ajax. Íslendingurinn Mikael Anderson hefur ekki fengið mörg tækifæri í Meistaradeildinni til þessa en hann stimplaði sig inn og rúmlega það í síðustu umferð Meistaradeildarinnar gegn Atalanta. Mikael var settur á miðja miðjuna á útivelli gegn Atalanta í síðustu viku en hann hefur nær alla sína meistaraflokkstíð spilað sem vængmaður. Verkefnið leysti hann þó með mikilli sæmd. Frammistaða Sandgerðingsins var það öflug að Lasse Vibe, samherji hans hjá Midtjylland kallaði hann Mikaelélé eftir leikinn. Ekki slæmt hrós. Danski miðillin BT gaf honum einnig ansi góða einkunn í leikslok. Mikaelélé https://t.co/Yo1E03bKwP— Lasse Vibe (@LasseVibe) December 1, 2020 Fróðlegt verður að sjá í hvaða hlutverki Mikael verður í kvöld en reiknað er með að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hreyfi mikið við Liverpool liðinu og leyfi þeim leikmönnum sem spilað hafa minna, spreyta sig. Reiknað er þó með að einhverjir fastamenn verða í liðinu, til að mynda Jordan Henderson, en markvörðurinn, hinn írski Caoimhin Kelleher, verður að öllum líkindum áfram í markinu. Leikurinn skiptir líklega meira máli fyrir Midtjylland og þeirra fjárhag. Liðin fá veglega greiðslu fyrir jafntefli og sigur - og milljónirnar spila stærri þátt í bókhaldi danska liðsins en þess enska. MATCHDAY SIX Let's finish the group stage strongly, Reds #FCMLIV— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2020 Leikur Midtjylland og Liverpool hefst klukkan 17.55 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Það er ljóst fyrir leik kvöldsins að Liverpool endar í toppsæti riðilsins en Midtjylland endar í fjórða og síðasta sætinu. Þeir dönsku náðu í stig í síðustu umferð gegn Atalanta á meðan Liverpool vann Ajax. Íslendingurinn Mikael Anderson hefur ekki fengið mörg tækifæri í Meistaradeildinni til þessa en hann stimplaði sig inn og rúmlega það í síðustu umferð Meistaradeildarinnar gegn Atalanta. Mikael var settur á miðja miðjuna á útivelli gegn Atalanta í síðustu viku en hann hefur nær alla sína meistaraflokkstíð spilað sem vængmaður. Verkefnið leysti hann þó með mikilli sæmd. Frammistaða Sandgerðingsins var það öflug að Lasse Vibe, samherji hans hjá Midtjylland kallaði hann Mikaelélé eftir leikinn. Ekki slæmt hrós. Danski miðillin BT gaf honum einnig ansi góða einkunn í leikslok. Mikaelélé https://t.co/Yo1E03bKwP— Lasse Vibe (@LasseVibe) December 1, 2020 Fróðlegt verður að sjá í hvaða hlutverki Mikael verður í kvöld en reiknað er með að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hreyfi mikið við Liverpool liðinu og leyfi þeim leikmönnum sem spilað hafa minna, spreyta sig. Reiknað er þó með að einhverjir fastamenn verða í liðinu, til að mynda Jordan Henderson, en markvörðurinn, hinn írski Caoimhin Kelleher, verður að öllum líkindum áfram í markinu. Leikurinn skiptir líklega meira máli fyrir Midtjylland og þeirra fjárhag. Liðin fá veglega greiðslu fyrir jafntefli og sigur - og milljónirnar spila stærri þátt í bókhaldi danska liðsins en þess enska. MATCHDAY SIX Let's finish the group stage strongly, Reds #FCMLIV— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2020 Leikur Midtjylland og Liverpool hefst klukkan 17.55 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira