Opið bréf til jólasveinanna: Góð ráð og hugmyndir í skóinn Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 9. desember 2020 21:31 Munið að börnin okkar þurfa ekki stórar og dýrar gjafir í skóinn kæru jólasveinar. Veljið heldur skemmtilegar og sniðugar gjafir sem tengjast góðum upplifunum. Getty Kæru jólasveinar. Nú fer alveg að líða að því að þið komið arkandi til byggða í rauðu göllunum með góðlega, kjánalega og óþarflega skítuga skeggið ykkar. Mikið tökum við ykkur fagnandi í ár, maður lifandi. Þetta ár er nefnilega búið að vera svolítið skrítið, svo ekki sé meira sagt. Nú vitum við ekki alveg hvernig ástandið er búið að vera upp til fjalla en við treystum því að þið farið vel með ykkur og gætið ýtrustu sóttvarna þegar þið þrammið til byggða. Þar sem þið getið nú verið ansi klaufalegir í háttum þá er kannski skynsamlegt að taka það fram að sprittið á að fara á hendurnar en EKKI í munninn! Það hefur ýmislegt breyst síðan síðustu jól. Börnin okkar eru alltaf að verða klárari og eru til að mynda orðin miklu meðvitaðri um það sem er gott fyrir umhverfið okkar. Þess vegna ætti að forðast að kaupa ódýrt plastdót sem endar kannski í ruslinu eftir nokkra daga. Það eru svo margir aðrir góðir möguleikar. Börnin hafa mörg hver upplifað krefjandi tíma á árinu og eru búin að læra meira um þolinmæði, þrá og drauma. Þess vegna er koma ykkar sérstaklega velkomin í ár. Það er gott að hafa það hugfast að vera ekki að gefa sumum börnum of dýrar gjafir í skóinn. Börnin okkar þurfa það ekki og foreldrarnir vilja kannski frekar gefa þær gjafir sjálfir á aðfangadagskvöldi. Til að einfalda gjafirnar þá er mjög margt sem er hægt að kaupa og dreifa á nokkra daga. Munið að gjafirnar þurfa ekki að vera dýrar og stórar heldur sniðugar og skemmtilegar, svona eins og þið elsku jólasveinar. Til að hjálpa ykkur aðeins með gjafirnar í skóinn þá er hér fyrir neðan listi með hugmyndum fyrir ykkur. Það vill stundum gerast að þið munið það seint um kvöld að það vantar gjöf í skóinn og þá verðiði stressaðir og kaupið kannski eitthvað bull! Til að forðast þessar aðstæður væri sniðugt að ákveða fyrirfram það sem þið ætlið að gefa hverju barni og kaupa, eða útbúa, sem mest í einu. Til Jólasveinanna GJAFABRÉF - Þetta er mjög svo sniðug gjöf í skóinn. Það er hægt að finna til allskonar gjafabréf eftir því hvað hentar hverju barni. Gjafabréf í uppáhalds ísbúðina, gjafabréf í bíó eða á einhverja sýningu. Svo er líka mjög sniðugt að útbúa alveg sérstakt gjafabréf. Gjafabréf fyrir ævintýradag með fjölskyldunni, kósý kvöld með mömmu eða pabba eða eitthvað alveg óvænt. KÖKUDEIG og KÖKUFORM - Að baka saman fyrir jólin er dýrmæt stund fyrir alla. Það er því mjög sniðugt að gefa börnunum tilbúið smákökudeig sem hægt er að kaupa í búðum eða jafnvel deig frá sjálfri Grýlu. Í fleiri gjafir fyrir næstu daga væri svo hægt að gefa eitthvað baksturstengt. Lítil piparkökuform, lítið bökunarkefli eða jafnvel svuntu. BAÐDÓT - Ef þú veist til þess að það er baðkar hjá barninu þá er mjög sniðugt að kaupa eitthvað baðdót. Freyðibað, baðbombur, jólasveinabaðsalt eða eitthvað skemmtilegt lítið dót í baðið. LITIR - Flestir krakkar elska að lita, sama hvaða aldri þeir eru á. Svo að allavega litir eru mjög góð hugmynd. Það er hægt að gera gjafir fyrir nokkra daga með litadóti. Vatnslitir, teikniblokk, litlar hvítar strigamyndir fyrir listaverk, pennaveski fyrir litina og svo kannski litabók. KERTI OG SPIL - Allir fá þá eitthvað fallegt. Fátt er jólalegra en að fá kerti og spil í skóinn. Kertin geta verið allavega og spilin líka. Gamli góði spilastokkurinn stendur fyrir sínu og svo er líka hægt að nálgast allskonar smáspil sem passa fullkomlega í skóinn. Svo gæti verið sniðugt að gefa litla glerkrukku og glerliti til að barnið geti litað og skreytt sinn eigin kertastjaka. Ekki treysta Kertasnýki fyrir þessari gjöf, gæti farið illa. PÚSL - Púsl koma í mörgum stærðum og gerðum og um að gera að finna það sem hentar best aldri barnsins. En það getur líka verið sniðugt að gefa aðeins flóknari púsl og þá getur fjölskyldan haldið púslkvöld saman. KAKÓ, BOLLI OG SYKURPÚÐAR - Fullkomið fyrir jóla-kósýkvöld í stofunni. Kannski getur þú blandað þitt sérstaka jólasveina kakóduft og keypt flottan bolla. Svo þarf barnið að fá hjálp frá einhverjum fullorðnum til að blanda við það heitu vatni. Kannski væri svo hægt að láta fylgja með sykurpúða eða nokkrar jólasmákökur frá Grýlu, bara ef hún tímir. NÁTTFÖT - Það er fátt betra en kósý náttföt um jólin. Til að gera tvær gjafir er hægt að gefa náttbolinn aðra nóttina og náttbuxurnar hina. Jólasveinahúfa í stíl gæti svo verið þriðja gjöfin. FÖNDURDÓT - Þetta geta verið gjafir fyrir nokkra daga. Leir, jólaföndur, skartgripaföndur. Það væri nú ekki vitlaust að gefa eitthvað föndurdót til að föndra jólagjafir. Eins og hálsmen, armband, eyrnalokka eða jólaskraut. Þetta gæti verið hugmynd að gjöfum fyrir nokkra daga. INNISKÓR - Börnum finnst yfirleitt mjög gaman að fá inniskó. Um jólin er einnig hægt að nálgast allskonar skemmtilega jólainniskó í búðunum. JÓLASKRAUT - Ef þú hefur séð inn í herbergið hjá barninu með kíkinum þínum og veist að það vantar kannski jólaseríu eða smá jólaskraut í herbergið þá er ekki vitlaust að finna eitthvað sniðugt jólaskraut til að setja í skóinn. BÆKUR - Börn og fullorðnir elska góðar sögur. Það væri nú ekki vitlaust að finna einhverja jólabók um ykkur sem foreldrar geta lesið með börnunum fyrir svefninn. HÚFUR, VETTLINGAR og SOKKAR - Þið vissuð það kannski ekki en það er til álfur sem býr á mörgum heimilum sem stelur sokkum, húfum og vettlingum. Þess vegna eru þetta alltaf góðar gjafir og þarfar. Ef þú kaupir þetta allt geta þetta verið gjafir fyrir þrjá daga. LÍMMIÐAR og MINNISBÆKUR - Límmiðar slá yfirleitt alltaf í gegn hjá börnum og börn elska líka bækur sem þau geta skrifað í, teiknað í og skreytt eins og þau vilja. Til foreldra Vísir náði tali af nokkrum jólasveinum sem voru svo góðir að taka sér tíma frá jólabrasinu í smá spjall á Zoom. Þeir voru nú ekkert sérstaklega gáfulegir fyrir framan tölvuskjáinn en náðu þó einhvernveginn að koma því til skila að þeim þætti alveg rosalega vænt um að fá bréf, myndir eða skilaboð frá börnunum. Sumir voru nú kræfari en aðrir og heimtuðu kerti, bjúgu, mjólk eða piparkökur í gluggann en það er nú kannski full mikil tilætlunarsemi þó að greyin séu nú flestir glorhungraðir eftir langt ferðalag. Þeim var mikið í mun að minna á komu Stekkjastaurs sem er væntanlegur til byggða aðfaranótt 12. desember en áður en að blaðamaður náði að klára viðtalið klemmdi Stúfur tölvunni á nefið á Gáttaþefi og sambandið rofnaði. Jól Börn og uppeldi Tengdar fréttir Gott ráð til að takast á við jólastressið Borgarleikhúsið býður landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember verður opnaður gluggi og listamenn leikhússins gleðja með fjölbreyttum atriðum. 7. desember 2020 13:00 Ekki víst að Grýla og Leppalúði séu í áhættuhóp Jólasveinarnir þrettán verða látnir mæta í skimun áður en þeir fá að koma til byggða. Jólakettir fá ekki Covid-19, nema þeir séu tígrisdýr. 6. desember 2020 14:01 Þórálfur er fjórtánda jólavættin í borginni Ný jólavætt hefur bæst í hópinn hjá Reykjavíkurborg. Er um að ræða jólavættina Þórálf sem þykir reglusamur og ákveðinn, enda sér hann um allar sóttvarnir í helli jólasveinanna. 4. desember 2020 11:46 Mest lesið Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Blúndukökur Birgittu slá í gegn Jól Segir engin jól án sörubaksturs Jól Jólastöðin komin í loftið Jól Jólamolar: Jólasveinunum afhent snuðin og þar með var grátið öll jólin Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Nú vitum við ekki alveg hvernig ástandið er búið að vera upp til fjalla en við treystum því að þið farið vel með ykkur og gætið ýtrustu sóttvarna þegar þið þrammið til byggða. Þar sem þið getið nú verið ansi klaufalegir í háttum þá er kannski skynsamlegt að taka það fram að sprittið á að fara á hendurnar en EKKI í munninn! Það hefur ýmislegt breyst síðan síðustu jól. Börnin okkar eru alltaf að verða klárari og eru til að mynda orðin miklu meðvitaðri um það sem er gott fyrir umhverfið okkar. Þess vegna ætti að forðast að kaupa ódýrt plastdót sem endar kannski í ruslinu eftir nokkra daga. Það eru svo margir aðrir góðir möguleikar. Börnin hafa mörg hver upplifað krefjandi tíma á árinu og eru búin að læra meira um þolinmæði, þrá og drauma. Þess vegna er koma ykkar sérstaklega velkomin í ár. Það er gott að hafa það hugfast að vera ekki að gefa sumum börnum of dýrar gjafir í skóinn. Börnin okkar þurfa það ekki og foreldrarnir vilja kannski frekar gefa þær gjafir sjálfir á aðfangadagskvöldi. Til að einfalda gjafirnar þá er mjög margt sem er hægt að kaupa og dreifa á nokkra daga. Munið að gjafirnar þurfa ekki að vera dýrar og stórar heldur sniðugar og skemmtilegar, svona eins og þið elsku jólasveinar. Til að hjálpa ykkur aðeins með gjafirnar í skóinn þá er hér fyrir neðan listi með hugmyndum fyrir ykkur. Það vill stundum gerast að þið munið það seint um kvöld að það vantar gjöf í skóinn og þá verðiði stressaðir og kaupið kannski eitthvað bull! Til að forðast þessar aðstæður væri sniðugt að ákveða fyrirfram það sem þið ætlið að gefa hverju barni og kaupa, eða útbúa, sem mest í einu. Til Jólasveinanna GJAFABRÉF - Þetta er mjög svo sniðug gjöf í skóinn. Það er hægt að finna til allskonar gjafabréf eftir því hvað hentar hverju barni. Gjafabréf í uppáhalds ísbúðina, gjafabréf í bíó eða á einhverja sýningu. Svo er líka mjög sniðugt að útbúa alveg sérstakt gjafabréf. Gjafabréf fyrir ævintýradag með fjölskyldunni, kósý kvöld með mömmu eða pabba eða eitthvað alveg óvænt. KÖKUDEIG og KÖKUFORM - Að baka saman fyrir jólin er dýrmæt stund fyrir alla. Það er því mjög sniðugt að gefa börnunum tilbúið smákökudeig sem hægt er að kaupa í búðum eða jafnvel deig frá sjálfri Grýlu. Í fleiri gjafir fyrir næstu daga væri svo hægt að gefa eitthvað baksturstengt. Lítil piparkökuform, lítið bökunarkefli eða jafnvel svuntu. BAÐDÓT - Ef þú veist til þess að það er baðkar hjá barninu þá er mjög sniðugt að kaupa eitthvað baðdót. Freyðibað, baðbombur, jólasveinabaðsalt eða eitthvað skemmtilegt lítið dót í baðið. LITIR - Flestir krakkar elska að lita, sama hvaða aldri þeir eru á. Svo að allavega litir eru mjög góð hugmynd. Það er hægt að gera gjafir fyrir nokkra daga með litadóti. Vatnslitir, teikniblokk, litlar hvítar strigamyndir fyrir listaverk, pennaveski fyrir litina og svo kannski litabók. KERTI OG SPIL - Allir fá þá eitthvað fallegt. Fátt er jólalegra en að fá kerti og spil í skóinn. Kertin geta verið allavega og spilin líka. Gamli góði spilastokkurinn stendur fyrir sínu og svo er líka hægt að nálgast allskonar smáspil sem passa fullkomlega í skóinn. Svo gæti verið sniðugt að gefa litla glerkrukku og glerliti til að barnið geti litað og skreytt sinn eigin kertastjaka. Ekki treysta Kertasnýki fyrir þessari gjöf, gæti farið illa. PÚSL - Púsl koma í mörgum stærðum og gerðum og um að gera að finna það sem hentar best aldri barnsins. En það getur líka verið sniðugt að gefa aðeins flóknari púsl og þá getur fjölskyldan haldið púslkvöld saman. KAKÓ, BOLLI OG SYKURPÚÐAR - Fullkomið fyrir jóla-kósýkvöld í stofunni. Kannski getur þú blandað þitt sérstaka jólasveina kakóduft og keypt flottan bolla. Svo þarf barnið að fá hjálp frá einhverjum fullorðnum til að blanda við það heitu vatni. Kannski væri svo hægt að láta fylgja með sykurpúða eða nokkrar jólasmákökur frá Grýlu, bara ef hún tímir. NÁTTFÖT - Það er fátt betra en kósý náttföt um jólin. Til að gera tvær gjafir er hægt að gefa náttbolinn aðra nóttina og náttbuxurnar hina. Jólasveinahúfa í stíl gæti svo verið þriðja gjöfin. FÖNDURDÓT - Þetta geta verið gjafir fyrir nokkra daga. Leir, jólaföndur, skartgripaföndur. Það væri nú ekki vitlaust að gefa eitthvað föndurdót til að föndra jólagjafir. Eins og hálsmen, armband, eyrnalokka eða jólaskraut. Þetta gæti verið hugmynd að gjöfum fyrir nokkra daga. INNISKÓR - Börnum finnst yfirleitt mjög gaman að fá inniskó. Um jólin er einnig hægt að nálgast allskonar skemmtilega jólainniskó í búðunum. JÓLASKRAUT - Ef þú hefur séð inn í herbergið hjá barninu með kíkinum þínum og veist að það vantar kannski jólaseríu eða smá jólaskraut í herbergið þá er ekki vitlaust að finna eitthvað sniðugt jólaskraut til að setja í skóinn. BÆKUR - Börn og fullorðnir elska góðar sögur. Það væri nú ekki vitlaust að finna einhverja jólabók um ykkur sem foreldrar geta lesið með börnunum fyrir svefninn. HÚFUR, VETTLINGAR og SOKKAR - Þið vissuð það kannski ekki en það er til álfur sem býr á mörgum heimilum sem stelur sokkum, húfum og vettlingum. Þess vegna eru þetta alltaf góðar gjafir og þarfar. Ef þú kaupir þetta allt geta þetta verið gjafir fyrir þrjá daga. LÍMMIÐAR og MINNISBÆKUR - Límmiðar slá yfirleitt alltaf í gegn hjá börnum og börn elska líka bækur sem þau geta skrifað í, teiknað í og skreytt eins og þau vilja. Til foreldra Vísir náði tali af nokkrum jólasveinum sem voru svo góðir að taka sér tíma frá jólabrasinu í smá spjall á Zoom. Þeir voru nú ekkert sérstaklega gáfulegir fyrir framan tölvuskjáinn en náðu þó einhvernveginn að koma því til skila að þeim þætti alveg rosalega vænt um að fá bréf, myndir eða skilaboð frá börnunum. Sumir voru nú kræfari en aðrir og heimtuðu kerti, bjúgu, mjólk eða piparkökur í gluggann en það er nú kannski full mikil tilætlunarsemi þó að greyin séu nú flestir glorhungraðir eftir langt ferðalag. Þeim var mikið í mun að minna á komu Stekkjastaurs sem er væntanlegur til byggða aðfaranótt 12. desember en áður en að blaðamaður náði að klára viðtalið klemmdi Stúfur tölvunni á nefið á Gáttaþefi og sambandið rofnaði.
Jól Börn og uppeldi Tengdar fréttir Gott ráð til að takast á við jólastressið Borgarleikhúsið býður landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember verður opnaður gluggi og listamenn leikhússins gleðja með fjölbreyttum atriðum. 7. desember 2020 13:00 Ekki víst að Grýla og Leppalúði séu í áhættuhóp Jólasveinarnir þrettán verða látnir mæta í skimun áður en þeir fá að koma til byggða. Jólakettir fá ekki Covid-19, nema þeir séu tígrisdýr. 6. desember 2020 14:01 Þórálfur er fjórtánda jólavættin í borginni Ný jólavætt hefur bæst í hópinn hjá Reykjavíkurborg. Er um að ræða jólavættina Þórálf sem þykir reglusamur og ákveðinn, enda sér hann um allar sóttvarnir í helli jólasveinanna. 4. desember 2020 11:46 Mest lesið Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Blúndukökur Birgittu slá í gegn Jól Segir engin jól án sörubaksturs Jól Jólastöðin komin í loftið Jól Jólamolar: Jólasveinunum afhent snuðin og þar með var grátið öll jólin Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Gott ráð til að takast á við jólastressið Borgarleikhúsið býður landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember verður opnaður gluggi og listamenn leikhússins gleðja með fjölbreyttum atriðum. 7. desember 2020 13:00
Ekki víst að Grýla og Leppalúði séu í áhættuhóp Jólasveinarnir þrettán verða látnir mæta í skimun áður en þeir fá að koma til byggða. Jólakettir fá ekki Covid-19, nema þeir séu tígrisdýr. 6. desember 2020 14:01
Þórálfur er fjórtánda jólavættin í borginni Ný jólavætt hefur bæst í hópinn hjá Reykjavíkurborg. Er um að ræða jólavættina Þórálf sem þykir reglusamur og ákveðinn, enda sér hann um allar sóttvarnir í helli jólasveinanna. 4. desember 2020 11:46