Heimavöllurinn stækkar við sig | Forsala á Lyon-treyju Söru Bjarkar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2020 07:01 Sara Björk fagnar Evrópumeistaratitlinum með Lyon til vinstri á meðan stofnendur Heimavallarins, þær Hulda Mýrdal og Mist Rúnarsdóttir eru hér á hægri hönd. Hulda hefur ákveðið að blása til sóknar og opna vefsíðu. Vísir/Heimavöllurinn Heimavöllurinn er að færa út kvíarnar og hefur nú opnað sína eigin vefsíðu. Á síðunni er hægt að kaupa treyju Evrópumeistarans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Hægt er að fá áritaða Lyon-treyju frá landsliðsfyrirliðanum þangað til á miðnætti í kvöld. Heimavöllurinn var upphaflega hlaðvarp og í kjölfarið Instagram-síða sem einblíndi á kvennaknattspyrnu. Eftir rúm tvö ár hefur vefsíðu verið bætt í flóruna. Hulda Mýrdal, annar af stofnendum Heimavallarsins, hefur nú ákveðið að blása enn frekar til sóknar og opnaði á dögunum vefsíðu Heimavallarins. Á síðunni er hægt að fjárfesta í áritaðri treyju af Evrópumeistaranum og landsliðsfyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur. Það er ef treyjan er keypt í forsölu, henni lýkur á miðnætti í kvöld. https://t.co/XmUy3Cylfw - Forsölu lýkur á miðnætti 10.des- tryggðu þér treyju - Getur valið að fá áritun frá Evrópumeistaranum Söru Björk Vertu fyrirmynd og breyttu leiknum á þínu heimili! #fotboltinet #dottir pic.twitter.com/PEFZP3cori— Hulda Mýrdal (@huldamyrdal) December 9, 2020 Þegar fram líða stundir verður svo fleiri möguleikar í boði. Stefnt er að því að bjóða uppá Rosengård-treyjur en landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur náð frábærum árangri með liðinu undanfarin ár. Sem stendur er ekki hægt að fá slíka treyju á Íslandi. Hér er Glódís Perla aðeins tekin sem dæmi en Ingibjörg Sigurðardóttir hefur átt frábært fyrsta tímabil með Vålerenga og varð á dögunum Noregsmeistari. Íslendinganýlendan í Kristianstad í Svíþjóð er einnig gott dæmi um stað þar sem íslenskar knattspyrnukonur - og Elísabet Guðmundsdóttir, þjálfari - hafa átt góðu gengi að fagna. Hugmyndin er að hægt verði að bjóða ungum knattspyrnustúlkum – og drengjum – upp á fleiri fyrirmyndir en nú eru til staðar. Tillsammans mot cancer pic.twitter.com/ALJiRnrZO4— Glódís Viggósdóttir (@glodisperla) October 1, 2020 Pernille Harder varð í sumar dýrasti leikmaður heims í kvennaknattspyrnu er Chelsea keypti hana frá þýska liðinu Wolfsburg þar sem hún lék með Söru Björk Gunnarsdóttur. Harder segir að með aukinni umfjöllun undanfarin ár geti stelpur sem æfa fótbolta nú horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og félaga. Breytum leiknum „Breytum leiknum“ er hugtak sem handknattleikssamband Íslands fór af stað með í haust. Hugmyndin er að breyta gömlum og úreltum viðhorfum innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart ungum stúlkum. „Markmið átaksins er að skapa heim þar sem stelpur eru sjáanlegar í íþróttasamfélaginu og eiga sér sterkar og mikilvægar fyrirmyndir,“ segir á vefsíðu átaksins. Hulda Mýrdal tekur í sama streng og hvetur foreldra til að gera slíkt hið sama og breyta leiknum á eigin heimili. „Ég hvet fólk til að fylgjast með Heimavellinum. Hlusta á hlaðvarpið, skoða Instagram-síðuna eða skoða vefinn. Það er fullt af nýjum vörum væntanlegar í næstu viku og nóg framundan. Saman getum við eflt sýnileika þeirra frábæru knattspyrnukvenna sem við eigum. Það er kominn tími til að þær fái sviðsljósið, þær hafa svo sannarlega unnið fyrir því,“ sagði Hulda í stuttu spjalli við Vísis. Heimavöllurinn hefur verið í stöðugri uppsveiflu frá því hann var settur á laggirnar fyrir tveimur árum. Betur má ef duga skal, stefna þær Hulda og Mist enn lengra á komandi misserum. Hér að neðan má finna tengla á vef Heimavallarins, Instagram-síðu þeirra sem og hlaðvarpið. Heimavöllurinn.is Instagram Hlaðvarp Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira
Heimavöllurinn var upphaflega hlaðvarp og í kjölfarið Instagram-síða sem einblíndi á kvennaknattspyrnu. Eftir rúm tvö ár hefur vefsíðu verið bætt í flóruna. Hulda Mýrdal, annar af stofnendum Heimavallarsins, hefur nú ákveðið að blása enn frekar til sóknar og opnaði á dögunum vefsíðu Heimavallarins. Á síðunni er hægt að fjárfesta í áritaðri treyju af Evrópumeistaranum og landsliðsfyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur. Það er ef treyjan er keypt í forsölu, henni lýkur á miðnætti í kvöld. https://t.co/XmUy3Cylfw - Forsölu lýkur á miðnætti 10.des- tryggðu þér treyju - Getur valið að fá áritun frá Evrópumeistaranum Söru Björk Vertu fyrirmynd og breyttu leiknum á þínu heimili! #fotboltinet #dottir pic.twitter.com/PEFZP3cori— Hulda Mýrdal (@huldamyrdal) December 9, 2020 Þegar fram líða stundir verður svo fleiri möguleikar í boði. Stefnt er að því að bjóða uppá Rosengård-treyjur en landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur náð frábærum árangri með liðinu undanfarin ár. Sem stendur er ekki hægt að fá slíka treyju á Íslandi. Hér er Glódís Perla aðeins tekin sem dæmi en Ingibjörg Sigurðardóttir hefur átt frábært fyrsta tímabil með Vålerenga og varð á dögunum Noregsmeistari. Íslendinganýlendan í Kristianstad í Svíþjóð er einnig gott dæmi um stað þar sem íslenskar knattspyrnukonur - og Elísabet Guðmundsdóttir, þjálfari - hafa átt góðu gengi að fagna. Hugmyndin er að hægt verði að bjóða ungum knattspyrnustúlkum – og drengjum – upp á fleiri fyrirmyndir en nú eru til staðar. Tillsammans mot cancer pic.twitter.com/ALJiRnrZO4— Glódís Viggósdóttir (@glodisperla) October 1, 2020 Pernille Harder varð í sumar dýrasti leikmaður heims í kvennaknattspyrnu er Chelsea keypti hana frá þýska liðinu Wolfsburg þar sem hún lék með Söru Björk Gunnarsdóttur. Harder segir að með aukinni umfjöllun undanfarin ár geti stelpur sem æfa fótbolta nú horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og félaga. Breytum leiknum „Breytum leiknum“ er hugtak sem handknattleikssamband Íslands fór af stað með í haust. Hugmyndin er að breyta gömlum og úreltum viðhorfum innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart ungum stúlkum. „Markmið átaksins er að skapa heim þar sem stelpur eru sjáanlegar í íþróttasamfélaginu og eiga sér sterkar og mikilvægar fyrirmyndir,“ segir á vefsíðu átaksins. Hulda Mýrdal tekur í sama streng og hvetur foreldra til að gera slíkt hið sama og breyta leiknum á eigin heimili. „Ég hvet fólk til að fylgjast með Heimavellinum. Hlusta á hlaðvarpið, skoða Instagram-síðuna eða skoða vefinn. Það er fullt af nýjum vörum væntanlegar í næstu viku og nóg framundan. Saman getum við eflt sýnileika þeirra frábæru knattspyrnukvenna sem við eigum. Það er kominn tími til að þær fái sviðsljósið, þær hafa svo sannarlega unnið fyrir því,“ sagði Hulda í stuttu spjalli við Vísis. Heimavöllurinn hefur verið í stöðugri uppsveiflu frá því hann var settur á laggirnar fyrir tveimur árum. Betur má ef duga skal, stefna þær Hulda og Mist enn lengra á komandi misserum. Hér að neðan má finna tengla á vef Heimavallarins, Instagram-síðu þeirra sem og hlaðvarpið. Heimavöllurinn.is Instagram Hlaðvarp
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira