Tryggði sér sæti í úrslitum á Evrópumóti unglinga á sínu fyrsta móti í tíu mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2020 09:30 Jónas Ingi Þórisson var að vonum kátur eftir að sætið í úrslitum voru tryggð. Skjámynd/Youtube Jónas Ingi Þórisson braut blað í íslenskri fimleikasögu í gær með því að vinna sér inn sæti í úrslitum í fjölþraut og á stökki á Evrópumóti í unglingaflokki í áhaldafimleikum. Það sem gerir þennan árangur Jónasar enn athyglisverðari fyrir þær sakir að síðasta mót sem Jónas Ingi keppti á var Bikarmót FSÍ sem fram fór í febrúar á þessu ári og því eru 10 mánuðir frá því að hann keppti síðast. Á þessu tímabili hefur auðvitað kórónuveirufaraldurinn einnig sett stórt strik í reikninginn þar sem Jónas hefur tvisvar sinnum þurft að gera hlé frá æfingum vegna sóttvarnarreglna á Íslandi. „Aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með eljusemi og metnaði Jónasar Inga þar sem hann hefur snúið til baka til æfingar eins og sannur íþróttamaður og sett sér háleit markmið sem hann náði í dag,“ segir í frétt á heimasíðu Fimleikasambands Íslands. „Þetta er búið að vera markmiðið hjá mér á þessu móti og ég er búinn að æfa mjög stíft síðustu mánuði. Þetta var var bara draumurinn að komast í úrslit í fjölþraut og í stökkúrslitin líka. Mér líður vel. Ég gerði mitt besta og það dugði,“ sagði Jónas Ingi Þórisson hógvær í viðtali í myndbandi Fimleikasambandsins sem sjá má hér fyrir neðan en þar eru einnig svipmyndir frá æfingum hans í gær. watch on YouTube „Inn á milli þá hef ég ekki getað æft og þá er erfitt að koma sér aftur í form. Síðustu mánuði er ég búinn að æfa ansi vel enda skilaði það sér,“ sagði Jónas Ingi. Róbert Kristmannsson landsliðsþjálfari Íslands var að vonum stoltur af sínum manni og hafði hann þetta um árangurinn að segja: „Frábær árangur hjá ótrúlegum íþróttamanni, ef þú elskar það sem þú ert að gera og ert tilbúinn að leggja á þig vinnuna, þá eru þér allir vegir færir,“ sagði Róbert í fyrrnefndri frétt. Evrópumót unglinga fer fram í Tyrklandi dagana 9. til 13. desember, Jónas Ingi mun keppa til úrslita í fjölþraut þann 11. desember og í úrslitum á stökki 13. desember. Jónas Ingi hann er til viðbótar varamaður í úrslitum á gólfi og tvíslá. Fimleikar Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Sniðganga var rædd innan HSÍ Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Það sem gerir þennan árangur Jónasar enn athyglisverðari fyrir þær sakir að síðasta mót sem Jónas Ingi keppti á var Bikarmót FSÍ sem fram fór í febrúar á þessu ári og því eru 10 mánuðir frá því að hann keppti síðast. Á þessu tímabili hefur auðvitað kórónuveirufaraldurinn einnig sett stórt strik í reikninginn þar sem Jónas hefur tvisvar sinnum þurft að gera hlé frá æfingum vegna sóttvarnarreglna á Íslandi. „Aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með eljusemi og metnaði Jónasar Inga þar sem hann hefur snúið til baka til æfingar eins og sannur íþróttamaður og sett sér háleit markmið sem hann náði í dag,“ segir í frétt á heimasíðu Fimleikasambands Íslands. „Þetta er búið að vera markmiðið hjá mér á þessu móti og ég er búinn að æfa mjög stíft síðustu mánuði. Þetta var var bara draumurinn að komast í úrslit í fjölþraut og í stökkúrslitin líka. Mér líður vel. Ég gerði mitt besta og það dugði,“ sagði Jónas Ingi Þórisson hógvær í viðtali í myndbandi Fimleikasambandsins sem sjá má hér fyrir neðan en þar eru einnig svipmyndir frá æfingum hans í gær. watch on YouTube „Inn á milli þá hef ég ekki getað æft og þá er erfitt að koma sér aftur í form. Síðustu mánuði er ég búinn að æfa ansi vel enda skilaði það sér,“ sagði Jónas Ingi. Róbert Kristmannsson landsliðsþjálfari Íslands var að vonum stoltur af sínum manni og hafði hann þetta um árangurinn að segja: „Frábær árangur hjá ótrúlegum íþróttamanni, ef þú elskar það sem þú ert að gera og ert tilbúinn að leggja á þig vinnuna, þá eru þér allir vegir færir,“ sagði Róbert í fyrrnefndri frétt. Evrópumót unglinga fer fram í Tyrklandi dagana 9. til 13. desember, Jónas Ingi mun keppa til úrslita í fjölþraut þann 11. desember og í úrslitum á stökki 13. desember. Jónas Ingi hann er til viðbótar varamaður í úrslitum á gólfi og tvíslá.
Fimleikar Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Sniðganga var rædd innan HSÍ Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira