Víðir liggur heima með lungnabólgu Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2020 13:30 Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum er enn talsvert veikur og glímir við lungnabólgu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni fyrir rúmum þremur vikum. Aðrir heimilismenn eru þó við góða heilsu, að sögn Rögnvaldar Ólafssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Víðir fór í sóttkví þann 23. nóvember eftir að kona hans greindist með Covid-19. Sólarhring síðar kom í ljós að hann var sjálfur með sjúkdóminn. Hann hefur síðan verið í einangrun. Var líðan hans góð framan af en versnaði svo. Rögnvaldur segir í samtali við fréttastofu að Víðir hafi verið nokkuð veikur í síðustu viku. Þegar Rögnvaldur heyrði í honum í gær hafi hann verið ögn skárri en hann hefur verið síðustu daga. „Það er örlítill dagamunur á honum og allt í jákvæða átt en hann er náttúrulega með lungnabólgu og er að glíma við hana. Mikill hósti og ekki hundrað prósent mettun sem fylgir því þannig að hann er þreyttur og svo tekur hitinn sig upp af og til líka eins og gengur og gerist í svona. Þannig að hann er bara að safna kröftum,“ sagði Rögnvaldur. Víðir fór í skoðun á Covid-göngudeild Landspítalans fyrr í mánuðinum vegna íferðar í lungum en hefur annars glímt við veikindin heima hjá sér. Rögnvaldur segir að aðrir heimilismenn sem smituðust af veirunni séu við góða heilsu. „Víðir var sá óheppni í hópnum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Veikindi Víðis fara versnandi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fór í skoðun á Covid-göngudeild Landspítalans í dag vegna íferðar í lungum. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannvarnadeild ríkislögreglustjóra og staðgengill Víðis, segir Víði kominn heim eftir skoðun. Hann sé brattur miðað við aðstæður. 4. desember 2020 14:23 Víðir nýtur fyllsta trausts Katrínar og Svandísar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra nýtur trausts Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Víðir lýsti gestagangi á heimili sínu í aðdraganda þess að hann greindist smitaður af Covid-19 á dögunum. Nokkur gagnrýni hefur verið í samfélaginu og háværar raddir um að Víðir hafi ekki fylgt eigin fyrirmælum miðað við frásögn hans. 1. desember 2020 12:16 Batakveðjur streyma til Víðis en sumir hneykslaðir Óhætt er að segja að frásögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á Facebook af því hvernig hann smitaðist af Covid-19 á dögunum hafi vakið mikla athygli. Langflestir þakka Víði fyrir hreinskilna frásögn en þó eru ýmsir sem gera athugasemdir við gestagang á heimili hans. Víðir lækar allar athugasemdir fólks, gagnrýnar sem hugulsamar. 29. nóvember 2020 12:01 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Víðir fór í sóttkví þann 23. nóvember eftir að kona hans greindist með Covid-19. Sólarhring síðar kom í ljós að hann var sjálfur með sjúkdóminn. Hann hefur síðan verið í einangrun. Var líðan hans góð framan af en versnaði svo. Rögnvaldur segir í samtali við fréttastofu að Víðir hafi verið nokkuð veikur í síðustu viku. Þegar Rögnvaldur heyrði í honum í gær hafi hann verið ögn skárri en hann hefur verið síðustu daga. „Það er örlítill dagamunur á honum og allt í jákvæða átt en hann er náttúrulega með lungnabólgu og er að glíma við hana. Mikill hósti og ekki hundrað prósent mettun sem fylgir því þannig að hann er þreyttur og svo tekur hitinn sig upp af og til líka eins og gengur og gerist í svona. Þannig að hann er bara að safna kröftum,“ sagði Rögnvaldur. Víðir fór í skoðun á Covid-göngudeild Landspítalans fyrr í mánuðinum vegna íferðar í lungum en hefur annars glímt við veikindin heima hjá sér. Rögnvaldur segir að aðrir heimilismenn sem smituðust af veirunni séu við góða heilsu. „Víðir var sá óheppni í hópnum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Veikindi Víðis fara versnandi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fór í skoðun á Covid-göngudeild Landspítalans í dag vegna íferðar í lungum. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannvarnadeild ríkislögreglustjóra og staðgengill Víðis, segir Víði kominn heim eftir skoðun. Hann sé brattur miðað við aðstæður. 4. desember 2020 14:23 Víðir nýtur fyllsta trausts Katrínar og Svandísar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra nýtur trausts Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Víðir lýsti gestagangi á heimili sínu í aðdraganda þess að hann greindist smitaður af Covid-19 á dögunum. Nokkur gagnrýni hefur verið í samfélaginu og háværar raddir um að Víðir hafi ekki fylgt eigin fyrirmælum miðað við frásögn hans. 1. desember 2020 12:16 Batakveðjur streyma til Víðis en sumir hneykslaðir Óhætt er að segja að frásögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á Facebook af því hvernig hann smitaðist af Covid-19 á dögunum hafi vakið mikla athygli. Langflestir þakka Víði fyrir hreinskilna frásögn en þó eru ýmsir sem gera athugasemdir við gestagang á heimili hans. Víðir lækar allar athugasemdir fólks, gagnrýnar sem hugulsamar. 29. nóvember 2020 12:01 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Veikindi Víðis fara versnandi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fór í skoðun á Covid-göngudeild Landspítalans í dag vegna íferðar í lungum. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannvarnadeild ríkislögreglustjóra og staðgengill Víðis, segir Víði kominn heim eftir skoðun. Hann sé brattur miðað við aðstæður. 4. desember 2020 14:23
Víðir nýtur fyllsta trausts Katrínar og Svandísar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra nýtur trausts Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Víðir lýsti gestagangi á heimili sínu í aðdraganda þess að hann greindist smitaður af Covid-19 á dögunum. Nokkur gagnrýni hefur verið í samfélaginu og háværar raddir um að Víðir hafi ekki fylgt eigin fyrirmælum miðað við frásögn hans. 1. desember 2020 12:16
Batakveðjur streyma til Víðis en sumir hneykslaðir Óhætt er að segja að frásögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á Facebook af því hvernig hann smitaðist af Covid-19 á dögunum hafi vakið mikla athygli. Langflestir þakka Víði fyrir hreinskilna frásögn en þó eru ýmsir sem gera athugasemdir við gestagang á heimili hans. Víðir lækar allar athugasemdir fólks, gagnrýnar sem hugulsamar. 29. nóvember 2020 12:01