Ráðherra á hátíðarfundi á alþjóðamannréttindadeginum Heimsljós 11. desember 2020 10:52 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, á hátíðarfundi í tilefni 75 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna. Utanríkisráðherra sagði mikilvægt að standa vörð um hinar sameinuðu þjóðir í ávarpi sínu á hátíðafundinum og harmaði hve hart væri sótt að mannréttindum, lýðræði og fjölþjóðasamvinnu um þessar mundir. Mannréttindi og 75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna voru til umfjöllunar á opnum fjarfundi sem haldinn var í tilefni af alþjóðamannréttindadeginum sem haldinn er hátíðlegur 10. desember ár hvert. Í ávarpi sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hélt á fundinum lagði hann áherslu á mikilvægi þess að standa vörð um hinar Sameinuðu þjóðir. COVID-19 heimsfaraldurinn hefði sýnt rækilega hve miklu máli skipti að ríki heims geti átt samstarf um brýn úrlausnarefni, svo sem fjármögnun og dreifingu á bóluefni, og hversu mikilvægt það er að gott alþjóðastofnanakerfi sé til staðar til byggja það samstarf á. Ísland átti sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um átján mánaða skeið 2018-2019 og hefur tilkynnt um framboð vegna setu í ráðinu heilt kjörtímabil 2025-2027. „Okkar reynsla sýnir að jafnvel smáríki geta haft jákvæð áhrif á þeim vettvangi, með því að tala skýrt og skorinort fyrir mannréttindum og virðingu fyrir þeim,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í ávarpi sínu í gær. Fundurinn í gær var haldinn á vegum utanríkisráðuneytisins, Höfða – friðarseturs og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Þátttakendur í pallborðsumræðum um þau tímamót sem Sameinuðu þjóðirnar standa nú á voru Richard Gowan frá hugveitunni International Crisis Group, Rita French, sendiherra mannréttindamála í bresku utanríkisþjónustunni, með aðsetur í Genf, Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, og Niels Nagelhus Schia, fræðimaður við norsku alþjóðamálastofnunina (NUPI), en Noregur mun um áramótin taka sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Umræðum stjórnaði Pia Hansson, framkvæmdastjóri Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Utanríkisráðherra harmaði í ávarpi sínu hve hart væri sótt að mannréttindum, lýðræði og fjölþjóðasamvinnu um þessar mundir. Afar brýnt væri að taka slaginn fyrir þessi gildi með þeim tækjum sem tiltæk væru. Einnig væri mikilvægt að tryggja að einræðisríki, eða ríki þar sem grundvallarmannréttindi eru ekki virt, næðu ekki undirtökunum í starfi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðstofnana. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent
Mannréttindi og 75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna voru til umfjöllunar á opnum fjarfundi sem haldinn var í tilefni af alþjóðamannréttindadeginum sem haldinn er hátíðlegur 10. desember ár hvert. Í ávarpi sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hélt á fundinum lagði hann áherslu á mikilvægi þess að standa vörð um hinar Sameinuðu þjóðir. COVID-19 heimsfaraldurinn hefði sýnt rækilega hve miklu máli skipti að ríki heims geti átt samstarf um brýn úrlausnarefni, svo sem fjármögnun og dreifingu á bóluefni, og hversu mikilvægt það er að gott alþjóðastofnanakerfi sé til staðar til byggja það samstarf á. Ísland átti sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um átján mánaða skeið 2018-2019 og hefur tilkynnt um framboð vegna setu í ráðinu heilt kjörtímabil 2025-2027. „Okkar reynsla sýnir að jafnvel smáríki geta haft jákvæð áhrif á þeim vettvangi, með því að tala skýrt og skorinort fyrir mannréttindum og virðingu fyrir þeim,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í ávarpi sínu í gær. Fundurinn í gær var haldinn á vegum utanríkisráðuneytisins, Höfða – friðarseturs og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Þátttakendur í pallborðsumræðum um þau tímamót sem Sameinuðu þjóðirnar standa nú á voru Richard Gowan frá hugveitunni International Crisis Group, Rita French, sendiherra mannréttindamála í bresku utanríkisþjónustunni, með aðsetur í Genf, Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, og Niels Nagelhus Schia, fræðimaður við norsku alþjóðamálastofnunina (NUPI), en Noregur mun um áramótin taka sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Umræðum stjórnaði Pia Hansson, framkvæmdastjóri Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Utanríkisráðherra harmaði í ávarpi sínu hve hart væri sótt að mannréttindum, lýðræði og fjölþjóðasamvinnu um þessar mundir. Afar brýnt væri að taka slaginn fyrir þessi gildi með þeim tækjum sem tiltæk væru. Einnig væri mikilvægt að tryggja að einræðisríki, eða ríki þar sem grundvallarmannréttindi eru ekki virt, næðu ekki undirtökunum í starfi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðstofnana. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent