Föstudagsplaylisti Vigdísar Hafliðadóttur Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 11. desember 2020 14:26 Flott lag er á listanum. Gunnlöð Jóna Heimspekingurinn Vigdís Hafliðadóttir er listasmiður vikunnar. Hún er jafnframt nýr meðlimur uppistandshópsins VHS og textahöfundur og söngkona hljómsveitarinnar FLOTT, sem gaf út sitt fyrsta lag á dögunum. Segðu það bara heitir smellurinn og hefur fengið glimrandi viðtökur, þar á meðal frá elskulegum langintes allra landsmanna Daða Frey, sem kallaði lagið banger í Twitter-svari. Banger!— Daði Freyr (@dadimakesmusic) November 25, 2020 „Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með viðbrögðunum,“ segir Vigdís. „Við gefum út annað lag í janúar og vonandi getum við svo spilað live með hækkandi sól og lækkandi smitum.“ Þessa dagana hefur hún unnið hörðum höndum að undirbúa jólasýningu uppistandshópsins VHS. Þar er ekkert til sparað. „Núna í vikunni hef ég til dæmis mætt á tvær dansæfingar sem er óvenjulegt fyrir rútínuna mína.“ Hópurinn bauð henni að vera með á sýningu hjá sér í sumar eftir að hún vann Fyndnasta háskólanemann. „Í kjölfarið tóku þeir mig inn í hópinn sem er mjög ánægjulegt.“ Mikið af íslenkum lögum er á lagalista Vigdísar og hægt væri að súmmera innihaldið nokkuð einfaldlega í titlinum Popp og jól. „Á listanum er blanda af lögum sem koma mér í gott skap og önnur sem tengjast sýningunni okkar í VHS 12. des. Þau koma mér reyndar alveg í gott skap líka,“ segir Vigdís, en sýningin verður í opnu streymi annað kvöld klukkan átta. Föstudagsplaylistinn Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Segðu það bara heitir smellurinn og hefur fengið glimrandi viðtökur, þar á meðal frá elskulegum langintes allra landsmanna Daða Frey, sem kallaði lagið banger í Twitter-svari. Banger!— Daði Freyr (@dadimakesmusic) November 25, 2020 „Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með viðbrögðunum,“ segir Vigdís. „Við gefum út annað lag í janúar og vonandi getum við svo spilað live með hækkandi sól og lækkandi smitum.“ Þessa dagana hefur hún unnið hörðum höndum að undirbúa jólasýningu uppistandshópsins VHS. Þar er ekkert til sparað. „Núna í vikunni hef ég til dæmis mætt á tvær dansæfingar sem er óvenjulegt fyrir rútínuna mína.“ Hópurinn bauð henni að vera með á sýningu hjá sér í sumar eftir að hún vann Fyndnasta háskólanemann. „Í kjölfarið tóku þeir mig inn í hópinn sem er mjög ánægjulegt.“ Mikið af íslenkum lögum er á lagalista Vigdísar og hægt væri að súmmera innihaldið nokkuð einfaldlega í titlinum Popp og jól. „Á listanum er blanda af lögum sem koma mér í gott skap og önnur sem tengjast sýningunni okkar í VHS 12. des. Þau koma mér reyndar alveg í gott skap líka,“ segir Vigdís, en sýningin verður í opnu streymi annað kvöld klukkan átta.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira