Þykir tölurnar svolítið háar á sunnudegi Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. desember 2020 13:23 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Vísir/Stöð 2 Prófessor í líftölfræði þykir Covid-tölur gærdagsins heldur háar í ljósi þess að þær ber upp um helgi. Þó sé jákvætt að allir hafi verið í sóttkví. Smitstuðull á landinu er nýkominn undir einn. „Það verður bara að halda þetta út. Við þurfum að ná smitstuðlinum þarna undir í svolítinn tíma. Við höfum alveg skriðið áður rétt undir og svo bara rýkur þetta upp aftur. Þetta er engin ávísun á að það sé allt í góðu. En þetta gengur alveg vel, það má ekki gleyma því,“ segir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands og einn forsvarsmanna spálíkans HÍ um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Smitstuðull segir til um hvað einstaklingur sem sýkist af Covid-19 mun að jafnaði smita marga aðra. Ef stuðullinn er lengi yfir einum er hætta á að faraldurinn fari í veldisvöxt. Aðeins órólegur Sjö greindust með veiruna í gær og voru öll í sóttkví. Fá sýni voru tekin eins og er iðulega um helgar; 42 sýni í sóttkvíar- og handahófsskimun og 395 í einkennasýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar og Landspítala, að því er fram kemur á Covid.is. „Annars finnst mér þetta svolítið hátt fyrir sunnudag, ég var aðeins órólegur en að þeir hafi allir verið í sóttkví var á móti jákvætt. Þetta er eins og við höfum oft talað um, dálítið krítískt,“ segir Thor. Fréttir hafa borist af miklu skemmtanahaldi á höfuðborgarsvæðinu í nótt, með tilheyrandi hópamyndunum. Thor segir erfitt að áætla hvort það hafi áhrif á þróunina næstu daga og vikur. „Ég veit það ekki. Það er ómögulegt að segja. Við höfum lent í þessu áður, þegar okkur fer að lítast á blikuna þá aðeins losnar um, kemur kannski smá bakslag. En ég veit það ekki, við verðum að sjá til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af næstu dögum vegna mikilla hópamyndana Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. 13. desember 2020 11:59 Sjö innanlandssmit og öll í sóttkví Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru öll í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is Fimm greindust á landamærunum og er beðið niðurstöðu mótefnamælingar. 13. desember 2020 10:53 Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. 13. desember 2020 10:21 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira
„Það verður bara að halda þetta út. Við þurfum að ná smitstuðlinum þarna undir í svolítinn tíma. Við höfum alveg skriðið áður rétt undir og svo bara rýkur þetta upp aftur. Þetta er engin ávísun á að það sé allt í góðu. En þetta gengur alveg vel, það má ekki gleyma því,“ segir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands og einn forsvarsmanna spálíkans HÍ um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Smitstuðull segir til um hvað einstaklingur sem sýkist af Covid-19 mun að jafnaði smita marga aðra. Ef stuðullinn er lengi yfir einum er hætta á að faraldurinn fari í veldisvöxt. Aðeins órólegur Sjö greindust með veiruna í gær og voru öll í sóttkví. Fá sýni voru tekin eins og er iðulega um helgar; 42 sýni í sóttkvíar- og handahófsskimun og 395 í einkennasýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar og Landspítala, að því er fram kemur á Covid.is. „Annars finnst mér þetta svolítið hátt fyrir sunnudag, ég var aðeins órólegur en að þeir hafi allir verið í sóttkví var á móti jákvætt. Þetta er eins og við höfum oft talað um, dálítið krítískt,“ segir Thor. Fréttir hafa borist af miklu skemmtanahaldi á höfuðborgarsvæðinu í nótt, með tilheyrandi hópamyndunum. Thor segir erfitt að áætla hvort það hafi áhrif á þróunina næstu daga og vikur. „Ég veit það ekki. Það er ómögulegt að segja. Við höfum lent í þessu áður, þegar okkur fer að lítast á blikuna þá aðeins losnar um, kemur kannski smá bakslag. En ég veit það ekki, við verðum að sjá til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af næstu dögum vegna mikilla hópamyndana Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. 13. desember 2020 11:59 Sjö innanlandssmit og öll í sóttkví Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru öll í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is Fimm greindust á landamærunum og er beðið niðurstöðu mótefnamælingar. 13. desember 2020 10:53 Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. 13. desember 2020 10:21 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira
Hefur áhyggjur af næstu dögum vegna mikilla hópamyndana Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. 13. desember 2020 11:59
Sjö innanlandssmit og öll í sóttkví Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru öll í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is Fimm greindust á landamærunum og er beðið niðurstöðu mótefnamælingar. 13. desember 2020 10:53
Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. 13. desember 2020 10:21