Verstappen vann síðustu keppni ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2020 15:30 Verstappen var fremstur meðal jafningja í dag. EPA-EFE/Kamran Jebreili Hollenski ökuþórinn Max Verstappen vann síðustu Formúlu 1 keppni ársins. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton sneri aftur eftir að hafa greinst með kórónuveiruna og endaði í 3. sæti. Kappakstur dagsins fór fram í Abu Dhabi og var sá síðasti á þessu keppnistímabili. Lewis Hamilton var fyrir lifandi löngu búinn að tryggja sér sinn sjöunda heimsmeistaratitil á ferlinum. Þar með jafnaði Bretinn met Michael Schumacher. Tímabil Hamilton var merkilegt fyrir margar sakir en hann á nú metið yfir flesta sigra í sögu Formúlu 1. Hann náði þó ekki að bæta við sigri í dag er Verstappen hjá Red Bull kom fyrstur í mark. Valtteri Bottas, samherji Hamilton, hjá Mercedes var í 2. sæti og Hamilton kom svo þar á eftir. „Miðað við síðustu tvær vikur er ég mjög ánægður með hvernig helgin fór. Kannski ekki jafn vel og við höfðum ætlað en við viljum óska Verstappen til hamingju,“ sagði Hamilton að kappakstrinum loknum. Var þetta tíundi sigur Verstappen í Formúlu 1. Win number for MA !The Dutchman takes his tenth victory in F1 #AbuDhabiGP #F1 pic.twitter.com/Cwc2qBcyqO— Formula 1 (@F1) December 13, 2020 Formúla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Kappakstur dagsins fór fram í Abu Dhabi og var sá síðasti á þessu keppnistímabili. Lewis Hamilton var fyrir lifandi löngu búinn að tryggja sér sinn sjöunda heimsmeistaratitil á ferlinum. Þar með jafnaði Bretinn met Michael Schumacher. Tímabil Hamilton var merkilegt fyrir margar sakir en hann á nú metið yfir flesta sigra í sögu Formúlu 1. Hann náði þó ekki að bæta við sigri í dag er Verstappen hjá Red Bull kom fyrstur í mark. Valtteri Bottas, samherji Hamilton, hjá Mercedes var í 2. sæti og Hamilton kom svo þar á eftir. „Miðað við síðustu tvær vikur er ég mjög ánægður með hvernig helgin fór. Kannski ekki jafn vel og við höfðum ætlað en við viljum óska Verstappen til hamingju,“ sagði Hamilton að kappakstrinum loknum. Var þetta tíundi sigur Verstappen í Formúlu 1. Win number for MA !The Dutchman takes his tenth victory in F1 #AbuDhabiGP #F1 pic.twitter.com/Cwc2qBcyqO— Formula 1 (@F1) December 13, 2020
Formúla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira