Segir ekki koma í ljós fyrr en eftir viku hvort veiran hafi dreift sér á gluggatónleikunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2020 08:52 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vel hugsanlegt að kórónuveiran hafi eitthvað náð að dreifa sér á gluggatónleikum við Prikið í miðbæ Reykjavíkur á laugardag. Það komi hins vegar ekki í ljós fyrr en eftir viku hvort eitthvað slíkt hafi gerst þar sem það taki allt upp í viku eða jafnvel lengri tíma að veikjast. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gluggatónleikarnir fóru fram á laugardaginn en á þeim kom tónlistarmaðurinn Auður fram í glugganum á Prikinu. Hátölurum hafði verið komið fyrir úti við staðinn þannig að gestir og gangandi á Laugaveginum gætu notið tónleikanna. Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan Prikið og fylgdist með tónleikunum. Á myndum og myndskeiðum frá tónleikunum sést að fólk stóð þétt saman og ekki voru allir með grímu. Töluverður hópur kom saman vegna tónleika Auðar á Laugaveginum á laugardag. Sóttvarnir auknar á næstu gluggaskemmtunum Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, rekstrarstjóri Priksins og einn eigenda, sagði í samtali við Vísi í gær að á næstu gluggaskemmtunum yrðu sóttvarnir auknar. Svæðið yrði meðal annars hólfað niður og grímum dreift. Geoffrey kvaðst hafa átt í góðum samskiptum við lögregluna og þannig yrði það áfram. Þá var haft eftir Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í viðtali á mbl.is í gær að engin lög hefðu verið brotin með tónleikunum. Spurður út í þetta mál í Bítinu í morgun sagði Þórólfur svona hópamyndun ekki af því góða. „Mér finnst náttúrulega ekki nógu gott ef menn eru að safnast svona saman. Það er nú það sem við erum að biðja fólk um að gera ekki, hvort sem það er inni eða úti. Þegar fólk er í svona þéttum hópi, það er augljóst og það sem við erum alltaf að tala um, að það er þar sem blessuð veiran hoppar frá manni til manns,“ sagði Þórólfur. „Finnst þetta ótrúlegt í raun og veru“ Komið hefur fram að tónleikarnir hafi verið hluti af verkefninu Sköpum líf í lokun sem rekstraraðilar Priksins eiga hugmyndina að en unnið er í samstarfi við tónlistarborgina Reykjavík. Þórólfur var spurður að því hvort það væri furðulegt að aðilar eins og Reykjavíkurborg væru að standa fyrir þessum tónleikum. „Ég ætla nú ekkert að fara að tala um einstaka aðila í þessu en mér finnst þetta bara miður hver sem er sem gerir þetta og finnst þetta ótrúlegt í raun og veru en við þurfum bara að skoða þetta betur,“ svaraði Þórólfur. Þá var því velt upp af þáttastjórnanda hvort að veiran gæti ekki farið víða ef hún hefði náð að dreifa sér við svona hópamyndun eins og var við tónleikana. „Já, algjörlega. Þetta kemur ekki í ljós fyrr en eftir viku hvort eitthvað hafi gerst því það tekur allt upp í viku og jafnvel lengur að veikjast,“ sagði Þórólfur. Varðandi stöðuna í faraldrinum sagði Þórólfur helgina hafa verið nokkuð góða. Hann minnti þó á það að eins og vanalega hafi færri sýni verið tekin en á virkum dögum. Ekki væru komnar endanlegar tölur yfir fjölda nýgreindra í gær en Þórólfur sagði að honum sýndist tölurnar á svipuðu róli og langflestir væru í sóttkví eins og verið hefur undanfarið. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Það komi hins vegar ekki í ljós fyrr en eftir viku hvort eitthvað slíkt hafi gerst þar sem það taki allt upp í viku eða jafnvel lengri tíma að veikjast. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gluggatónleikarnir fóru fram á laugardaginn en á þeim kom tónlistarmaðurinn Auður fram í glugganum á Prikinu. Hátölurum hafði verið komið fyrir úti við staðinn þannig að gestir og gangandi á Laugaveginum gætu notið tónleikanna. Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan Prikið og fylgdist með tónleikunum. Á myndum og myndskeiðum frá tónleikunum sést að fólk stóð þétt saman og ekki voru allir með grímu. Töluverður hópur kom saman vegna tónleika Auðar á Laugaveginum á laugardag. Sóttvarnir auknar á næstu gluggaskemmtunum Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, rekstrarstjóri Priksins og einn eigenda, sagði í samtali við Vísi í gær að á næstu gluggaskemmtunum yrðu sóttvarnir auknar. Svæðið yrði meðal annars hólfað niður og grímum dreift. Geoffrey kvaðst hafa átt í góðum samskiptum við lögregluna og þannig yrði það áfram. Þá var haft eftir Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í viðtali á mbl.is í gær að engin lög hefðu verið brotin með tónleikunum. Spurður út í þetta mál í Bítinu í morgun sagði Þórólfur svona hópamyndun ekki af því góða. „Mér finnst náttúrulega ekki nógu gott ef menn eru að safnast svona saman. Það er nú það sem við erum að biðja fólk um að gera ekki, hvort sem það er inni eða úti. Þegar fólk er í svona þéttum hópi, það er augljóst og það sem við erum alltaf að tala um, að það er þar sem blessuð veiran hoppar frá manni til manns,“ sagði Þórólfur. „Finnst þetta ótrúlegt í raun og veru“ Komið hefur fram að tónleikarnir hafi verið hluti af verkefninu Sköpum líf í lokun sem rekstraraðilar Priksins eiga hugmyndina að en unnið er í samstarfi við tónlistarborgina Reykjavík. Þórólfur var spurður að því hvort það væri furðulegt að aðilar eins og Reykjavíkurborg væru að standa fyrir þessum tónleikum. „Ég ætla nú ekkert að fara að tala um einstaka aðila í þessu en mér finnst þetta bara miður hver sem er sem gerir þetta og finnst þetta ótrúlegt í raun og veru en við þurfum bara að skoða þetta betur,“ svaraði Þórólfur. Þá var því velt upp af þáttastjórnanda hvort að veiran gæti ekki farið víða ef hún hefði náð að dreifa sér við svona hópamyndun eins og var við tónleikana. „Já, algjörlega. Þetta kemur ekki í ljós fyrr en eftir viku hvort eitthvað hafi gerst því það tekur allt upp í viku og jafnvel lengur að veikjast,“ sagði Þórólfur. Varðandi stöðuna í faraldrinum sagði Þórólfur helgina hafa verið nokkuð góða. Hann minnti þó á það að eins og vanalega hafi færri sýni verið tekin en á virkum dögum. Ekki væru komnar endanlegar tölur yfir fjölda nýgreindra í gær en Þórólfur sagði að honum sýndist tölurnar á svipuðu róli og langflestir væru í sóttkví eins og verið hefur undanfarið. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira