Varar við „spekúlasjónum“ um nýja afbrigðið í Bretlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. desember 2020 13:49 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir telur að fara eigi varlega í vangaveltur um nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem skotið hefur upp kollinum í Bretlandi, áður en áreiðanlegar upplýsingar liggi fyrir. Fjölmargar og mismunandi stökkbreytingar af veirunni séu þekktar. Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. Guardian hefur eftir Hancock að umrætt afbrigði hafi breiðst hraðar út en þau sem fyrir voru en afar ólíklegt sé að bóluefnin sem hafa verið þróuð gegn veirunni vinni ekki líka gegn nýja afbrigðinu. Afbrigðið hefur greinst einu sinni á landamærunum hér á landi, að því er Ríkisútvarpið hefur eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni, en ekki hefur orðið á því frekari útbreiðsla. Þórólfur segir í samtali við fréttastofu að vísindasamfélagið eigi eftir að skoða málið og ekkert hægt að segja meira um það á þessari stundu. „Við erum náttúrulega alltaf að sjá alls konar mismunandi stökkbreytingar af þessari veiru, við sjáum það hér á landamærunum mismunandi útgáfur og erlendis er fjöldinn allur af mismunandi stökkbreytingum af veirunni. Hvað það þýðir nákvæmlega vitum við ekki,“ segir Þórólfur. Þannig bendir hann á að ekkert sérstakt hafi komið út úr skoðunum á minkaafbrigði kórónuveirunnar sem greinst hefur í Danmörku. „Þannig að ég held það sé rétt að bíða rólegur og sjá hvað vísindamenn segja um þetta. Það borgar sig ekki að vera með neinar spekúlasjónir fyrr en við fáum áreiðanlegar upplýsingar um það,“ segir Þórólfur. Veiran ekki að breyta sér Inntur eftir því hvort komið hafi fram stökkbreytingar á veirunni sem reynt hafi á hvort ónæmi gegn henni dugi bendir Þórólfur á að þeir sem smitast af veirunni smitist yfirleitt ekki aftur. „Það er ekkert sem bendir til þess að veiran sé að breyta sér og losni þannig undan því ónæmi sem hefur myndast hjá annað hvort sýktum einstaklingum eða einstaklingum sem hafa verið bólusettir. En auðvitað er þetta mál sem menn eru að fylgjast með en það borgar sig ekki að vera með neinar yfirlýsingar fyrr en menn hafa rannsakað þetta og skoðað betur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Segja þriggja fjölskyldna samkomur munu leiða til fleiri dauðsfalla Tvö af áhrifamestu heilbrigðistímaritum Bretlands hafa sameinast um leiðara í annað sinn í meira en hundrað ár og varað við því að ef stjórnvöld herða ekki aðgerðir yfir jól, frekar en að aflétta þeim, muni ástandið verða heilbrigðiskerfinu ofviða. 15. desember 2020 13:45 Færri skammtar af Pfizer-bóluefninu til landsins um áramót en gert var ráð fyrir Ljóst er að færri skammtar af bóluefni Pfizer gegn Covid-19 muni berast til landsins um áramót en ráð var fyrir gert. Samkvæmt samningum áttu rúmlega 21 þúsund skammtar að berast til landsins, en þeir verða um 10 þúsund. 15. desember 2020 12:06 Þrír greindust með veiruna innanlands í gær Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. 15. desember 2020 10:50 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. Guardian hefur eftir Hancock að umrætt afbrigði hafi breiðst hraðar út en þau sem fyrir voru en afar ólíklegt sé að bóluefnin sem hafa verið þróuð gegn veirunni vinni ekki líka gegn nýja afbrigðinu. Afbrigðið hefur greinst einu sinni á landamærunum hér á landi, að því er Ríkisútvarpið hefur eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni, en ekki hefur orðið á því frekari útbreiðsla. Þórólfur segir í samtali við fréttastofu að vísindasamfélagið eigi eftir að skoða málið og ekkert hægt að segja meira um það á þessari stundu. „Við erum náttúrulega alltaf að sjá alls konar mismunandi stökkbreytingar af þessari veiru, við sjáum það hér á landamærunum mismunandi útgáfur og erlendis er fjöldinn allur af mismunandi stökkbreytingum af veirunni. Hvað það þýðir nákvæmlega vitum við ekki,“ segir Þórólfur. Þannig bendir hann á að ekkert sérstakt hafi komið út úr skoðunum á minkaafbrigði kórónuveirunnar sem greinst hefur í Danmörku. „Þannig að ég held það sé rétt að bíða rólegur og sjá hvað vísindamenn segja um þetta. Það borgar sig ekki að vera með neinar spekúlasjónir fyrr en við fáum áreiðanlegar upplýsingar um það,“ segir Þórólfur. Veiran ekki að breyta sér Inntur eftir því hvort komið hafi fram stökkbreytingar á veirunni sem reynt hafi á hvort ónæmi gegn henni dugi bendir Þórólfur á að þeir sem smitast af veirunni smitist yfirleitt ekki aftur. „Það er ekkert sem bendir til þess að veiran sé að breyta sér og losni þannig undan því ónæmi sem hefur myndast hjá annað hvort sýktum einstaklingum eða einstaklingum sem hafa verið bólusettir. En auðvitað er þetta mál sem menn eru að fylgjast með en það borgar sig ekki að vera með neinar yfirlýsingar fyrr en menn hafa rannsakað þetta og skoðað betur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Segja þriggja fjölskyldna samkomur munu leiða til fleiri dauðsfalla Tvö af áhrifamestu heilbrigðistímaritum Bretlands hafa sameinast um leiðara í annað sinn í meira en hundrað ár og varað við því að ef stjórnvöld herða ekki aðgerðir yfir jól, frekar en að aflétta þeim, muni ástandið verða heilbrigðiskerfinu ofviða. 15. desember 2020 13:45 Færri skammtar af Pfizer-bóluefninu til landsins um áramót en gert var ráð fyrir Ljóst er að færri skammtar af bóluefni Pfizer gegn Covid-19 muni berast til landsins um áramót en ráð var fyrir gert. Samkvæmt samningum áttu rúmlega 21 þúsund skammtar að berast til landsins, en þeir verða um 10 þúsund. 15. desember 2020 12:06 Þrír greindust með veiruna innanlands í gær Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. 15. desember 2020 10:50 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Segja þriggja fjölskyldna samkomur munu leiða til fleiri dauðsfalla Tvö af áhrifamestu heilbrigðistímaritum Bretlands hafa sameinast um leiðara í annað sinn í meira en hundrað ár og varað við því að ef stjórnvöld herða ekki aðgerðir yfir jól, frekar en að aflétta þeim, muni ástandið verða heilbrigðiskerfinu ofviða. 15. desember 2020 13:45
Færri skammtar af Pfizer-bóluefninu til landsins um áramót en gert var ráð fyrir Ljóst er að færri skammtar af bóluefni Pfizer gegn Covid-19 muni berast til landsins um áramót en ráð var fyrir gert. Samkvæmt samningum áttu rúmlega 21 þúsund skammtar að berast til landsins, en þeir verða um 10 þúsund. 15. desember 2020 12:06
Þrír greindust með veiruna innanlands í gær Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. 15. desember 2020 10:50