Hundruð þúsunda beitt misnotkun á opinberum stofnunum á Nýja-Sjálandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. desember 2020 06:39 Forsætisráðherrann Jacinda Ardern skipaði nefndina árið 2018. epa/Felipe Trueba Að minnsta kosti 250 þúsund börn, ungmenni og fullorðnir sem dvöldu á stofnunum á vegum nýsjálenska ríkisins á árunum 1950 til 1999 sættu einhvers konar misnotkun, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar. Nefndin skilaði niðurstöðum sínum í dag en einnig voru til skoðunar trúarlegar stofnanir á borð við kirkjurekin heimili fyrir munaðarlausa. Um 655 þúsund manns bjuggu á umræddum stofnunum á einum tíma eða öðrum á þessum árum en 1.900 einstaklingar hafa sett sig í samband við nefndina og gert er ráð fyrir að þúsundir til viðbótar muni bætast í þann hóp. Nefndin var sett á laggirnar 2018 af Jacindu Ardern forsætisráðherra, sem sagði þá misnotkun sem hefði átt sér stað á barnaheimilum á vegum ríkisins „samviskulausa“. Meirihluti fórnarlambanna hefðu verið minnihlutahópar, fátækir, konur og börn. Annasophia Calman, ein þeirra sem gaf sig fram við nefndina, sagði misnotkunina hafa varpað skugga á allt sitt líf. Annar, Mike Ledingham, sagðist enn búa við afleiðingarnar. „Biskupinn talaði um uppgjör en hvernig getur þú sagt skilið við fortíðina þegar þú ert enn að vakna við martraðir?“ Innfædd börn verða sérstaklega illa úti Samkvæmt skýrslunni voru mörg börn fjarlægð af heimilum sínum vegna fátæktar og þegar þeim var skilað aftur voru þau andlega illa farin eftir upplifunina. Maori-börn voru hlutfallslega fleiri meðal þeirra barna sem var komið fyrir í umsjá ríkisins og sem voru beitt misnotkun. Er það meðal annars rakið til fordóma embættismanna. Þá virðast fatlaðir einnig hafa verið skotmark fordóma og mismununar. Samkvæmt nefndinni var oftast um að ræða líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi en einstaklingum í umsjá ríkisins var einnig refsað með lyfjagjöf, einangrun, ónauðsynlegum persónulegum líkamsskoðunum og ómannúðlegri meðferð, til að nefna dæmi. Þeim sem kvörtuðu var refsað og þá var reynt að hylma yfir brot. Óhæft starfsfólk, ónóg þjálfun og skortur á eftirliti með einstaklingum í valdastöðum voru meðal þátta sem urðu til þess að misnotkunin gat átt sér stað. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að umfang þeirra brota sem fólk varð fyrir á umræddu tímabili hefði verið meira en menn grunaði og sagði að skoða þyrfti málið í því ljósi að misnotkun ætti sér ennþá stað í kerfinu. Til dæmis væru Maori-börn enn hlutfallslega fleiri í kerfinu en önnur börn; 69% barna í umsjá ríkisins og 81% barna sem væru beitt misnotkun. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Nýja-Sjáland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Nefndin skilaði niðurstöðum sínum í dag en einnig voru til skoðunar trúarlegar stofnanir á borð við kirkjurekin heimili fyrir munaðarlausa. Um 655 þúsund manns bjuggu á umræddum stofnunum á einum tíma eða öðrum á þessum árum en 1.900 einstaklingar hafa sett sig í samband við nefndina og gert er ráð fyrir að þúsundir til viðbótar muni bætast í þann hóp. Nefndin var sett á laggirnar 2018 af Jacindu Ardern forsætisráðherra, sem sagði þá misnotkun sem hefði átt sér stað á barnaheimilum á vegum ríkisins „samviskulausa“. Meirihluti fórnarlambanna hefðu verið minnihlutahópar, fátækir, konur og börn. Annasophia Calman, ein þeirra sem gaf sig fram við nefndina, sagði misnotkunina hafa varpað skugga á allt sitt líf. Annar, Mike Ledingham, sagðist enn búa við afleiðingarnar. „Biskupinn talaði um uppgjör en hvernig getur þú sagt skilið við fortíðina þegar þú ert enn að vakna við martraðir?“ Innfædd börn verða sérstaklega illa úti Samkvæmt skýrslunni voru mörg börn fjarlægð af heimilum sínum vegna fátæktar og þegar þeim var skilað aftur voru þau andlega illa farin eftir upplifunina. Maori-börn voru hlutfallslega fleiri meðal þeirra barna sem var komið fyrir í umsjá ríkisins og sem voru beitt misnotkun. Er það meðal annars rakið til fordóma embættismanna. Þá virðast fatlaðir einnig hafa verið skotmark fordóma og mismununar. Samkvæmt nefndinni var oftast um að ræða líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi en einstaklingum í umsjá ríkisins var einnig refsað með lyfjagjöf, einangrun, ónauðsynlegum persónulegum líkamsskoðunum og ómannúðlegri meðferð, til að nefna dæmi. Þeim sem kvörtuðu var refsað og þá var reynt að hylma yfir brot. Óhæft starfsfólk, ónóg þjálfun og skortur á eftirliti með einstaklingum í valdastöðum voru meðal þátta sem urðu til þess að misnotkunin gat átt sér stað. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að umfang þeirra brota sem fólk varð fyrir á umræddu tímabili hefði verið meira en menn grunaði og sagði að skoða þyrfti málið í því ljósi að misnotkun ætti sér ennþá stað í kerfinu. Til dæmis væru Maori-börn enn hlutfallslega fleiri í kerfinu en önnur börn; 69% barna í umsjá ríkisins og 81% barna sem væru beitt misnotkun. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Nýja-Sjáland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira