Landsmenn allir veita Seyðfirðingum stuðning: „Þetta er stórkostlegt og við erum mjög þakklát“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 19. desember 2020 19:03 Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, og Berglind Sveinsdóttir, formaður Múlasýsludeildar Rauða krossins. Stöð 2 Íbúar á Seyðisfirði hafa ekki fengið að snúa aftur til síns heima í dag. Neyðarstig er enn í gildi og óvíst hvenær hægt verður að hleypa fólki heim til að sækja eigur sínar. Varðstjóri á Seyðisfirði segist hlakka til að árið klárist. Náttúruvársérfræðingar frá Veðurstofunni og aðrir viðbragðsaðilar komu saman á Seyðisfirði í birtingu til að meta aðstæður. Neyðarstig er áfram í gildi og var því ekki unnt að fara inn á hamfarasvæðið en dróni frá sérsveitinni var meðal annars nýttur í að taka þrívíddarmyndir. Þá var fjölmiðlafólki leyft fara í á svæðið í fylgd lögreglu. Ein skriða féll í nótt. „Hún náði nú ekki langt niður en gefur okkur vísbendingar um það að jarðvegur er ennþá að skríða fram,“ segir Jens Hilmarsson, varðstjóri á Seyðisfirði og vettvangsstjóri á svæðinu. Næstu skref séu óljós. „Ég verð allavega mjög feginn þegar þetta ár klárast og 2021 gengur í garð,“ segir Jens. Sprungur milli Búðarár og Nautaklaufar á Seyðisfirði voru skoðaðar í dag með flygildum. Veðurstofa Íslands fer yfir...Posted by Lögreglan á Austurlandi on Saturday, December 19, 2020 Sprungur á milli Búðarár og Nautaklaufar á Seyðisfirði, þar sem lítil aurskriða féll snemma í morgun, voru skoðaðar í dag með drónum. Veðurstofan mun fara yfir gögnin í kvöld og fyrramálið en vatnsþrýstingur hefur farið minnkandi í jarðvegi. Erfitt fyrir fólk að takast á við hamfarirnar rétt fyrir jól Enn liggur ekki fyrir hvenær íbúar á Seyðisfirði fá að fara aftur heim. Allir 540 sem þurftu að yfirgefa heimili sín í gær fengu húsaskjól og þurftu því ekki að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Egilsstaðaskóla. Hótel, sem höfðu þurft að loka, opnuðu dyr sínar fyrir fólki og íbúar á Egilsstöðum opnuðu heimili sín. Óvissa ríkir þó meðal fólks nú í aðdraganda jóla. „Tíminn er að mörgu leyti erfiður. Bæði er þetta dimmasti tími ársins og svo rignir svo ofboðslega mikið að það birtir aldrei einhvern vegin. Svo trúir því eiginlega enginn að jólin séu bara eftir fimm daga,“ segir Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði. Erfitt að vita af fólkinu líða illa Fólk hefur fengið áfallahjálp og getað leitað á náðir kirkjunnar á Egilsstöðum, en sjálf þurfti Sigríður að yfirgefa sitt heimili á Seyðisfirði. „Svo vaknaði ég í morgun og átti að fara að skíra og þá var fyrsta hugsunin að ég var ekki með neitt með mér nema gúmmístígvél. Ég ætlaði ekki að standa og skíra barn í gúmmístígvélum,“ segir Sigríður. Hún segir fólk hafa jákvæðni að leiðarljósi en að hamfararnir leggist þungt á sálarlíf fólks. „Það er auðvitað mjög erfitt að vita af fólkinu okkar líða illa,“ segir hún. Hljóðið í fólki upp og ofan Enginn hefur þurft að gista í fjöldahjálparstöðinni en í Egilsstaðarskóla getur fólk leitað, fengið mat, drykk og leitað í almennan hlýhug hjá hvort öðru. Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að líðan fólks hafi verið upp og ofan. Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði.Vísir „Hljóðið í fólki hefur verið upp og ofan. Það er auðvitað alveg gríðarleg óvissa í gangi og fólk hefur ekki getað farið heim til sín í dag þannig að menn vita ekki ástandið og svoleiðis,“ segir Margrét. „Við höfum haft hérna viðbragðsteymi bæði héðan af Austurlandi og einnig aðstoð að norðan sem hafa verið með sálrænan stuðning og áfallahjálp og einnig prestana þannig að fólk hefur getað fengið viðtal og það er alltaf í boði,“ segir Margrét. Berglind Sveinsdóttir, formaður Múlasýsludeildar Rauða krossins segir að fólk hafi þurft að leita til hjálparsamtakanna vegna skorts á fatnaði og öðru, en margir höfðu ekki tækifæri til að snúa heim til sín og sækja þangað nauðsynjavörur áður en það þurfti að yfirgefa Seyðisfjörð. „Við höfum aðstoðað fólk með því að fara í fatabúð Rauða krossins. Fólk hefur líka fengið að fara í búðirnar hérna og Rauði krossinn fengið reikning fyrir því. Þannig að það hefur verið á margan hátt sem við höfum verið að aðstoða þau,“ segir Berglind. „Við erum að gera allt sem við mögulega getum. Bæði við og þau erum stórkostlega þakklát. Það eru allir að veita okkur stuðning, þetta er allra handa. Það er verið að senda okkur mat og fólk að sunnan að bjóða gistingu ef einhver vill koma suður um jólin. Þetta er stórkostlegt og við erum mjög þakklát.“ Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir „Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. 19. desember 2020 18:08 Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40 „Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Náttúruvársérfræðingar frá Veðurstofunni og aðrir viðbragðsaðilar komu saman á Seyðisfirði í birtingu til að meta aðstæður. Neyðarstig er áfram í gildi og var því ekki unnt að fara inn á hamfarasvæðið en dróni frá sérsveitinni var meðal annars nýttur í að taka þrívíddarmyndir. Þá var fjölmiðlafólki leyft fara í á svæðið í fylgd lögreglu. Ein skriða féll í nótt. „Hún náði nú ekki langt niður en gefur okkur vísbendingar um það að jarðvegur er ennþá að skríða fram,“ segir Jens Hilmarsson, varðstjóri á Seyðisfirði og vettvangsstjóri á svæðinu. Næstu skref séu óljós. „Ég verð allavega mjög feginn þegar þetta ár klárast og 2021 gengur í garð,“ segir Jens. Sprungur milli Búðarár og Nautaklaufar á Seyðisfirði voru skoðaðar í dag með flygildum. Veðurstofa Íslands fer yfir...Posted by Lögreglan á Austurlandi on Saturday, December 19, 2020 Sprungur á milli Búðarár og Nautaklaufar á Seyðisfirði, þar sem lítil aurskriða féll snemma í morgun, voru skoðaðar í dag með drónum. Veðurstofan mun fara yfir gögnin í kvöld og fyrramálið en vatnsþrýstingur hefur farið minnkandi í jarðvegi. Erfitt fyrir fólk að takast á við hamfarirnar rétt fyrir jól Enn liggur ekki fyrir hvenær íbúar á Seyðisfirði fá að fara aftur heim. Allir 540 sem þurftu að yfirgefa heimili sín í gær fengu húsaskjól og þurftu því ekki að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Egilsstaðaskóla. Hótel, sem höfðu þurft að loka, opnuðu dyr sínar fyrir fólki og íbúar á Egilsstöðum opnuðu heimili sín. Óvissa ríkir þó meðal fólks nú í aðdraganda jóla. „Tíminn er að mörgu leyti erfiður. Bæði er þetta dimmasti tími ársins og svo rignir svo ofboðslega mikið að það birtir aldrei einhvern vegin. Svo trúir því eiginlega enginn að jólin séu bara eftir fimm daga,“ segir Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði. Erfitt að vita af fólkinu líða illa Fólk hefur fengið áfallahjálp og getað leitað á náðir kirkjunnar á Egilsstöðum, en sjálf þurfti Sigríður að yfirgefa sitt heimili á Seyðisfirði. „Svo vaknaði ég í morgun og átti að fara að skíra og þá var fyrsta hugsunin að ég var ekki með neitt með mér nema gúmmístígvél. Ég ætlaði ekki að standa og skíra barn í gúmmístígvélum,“ segir Sigríður. Hún segir fólk hafa jákvæðni að leiðarljósi en að hamfararnir leggist þungt á sálarlíf fólks. „Það er auðvitað mjög erfitt að vita af fólkinu okkar líða illa,“ segir hún. Hljóðið í fólki upp og ofan Enginn hefur þurft að gista í fjöldahjálparstöðinni en í Egilsstaðarskóla getur fólk leitað, fengið mat, drykk og leitað í almennan hlýhug hjá hvort öðru. Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að líðan fólks hafi verið upp og ofan. Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði.Vísir „Hljóðið í fólki hefur verið upp og ofan. Það er auðvitað alveg gríðarleg óvissa í gangi og fólk hefur ekki getað farið heim til sín í dag þannig að menn vita ekki ástandið og svoleiðis,“ segir Margrét. „Við höfum haft hérna viðbragðsteymi bæði héðan af Austurlandi og einnig aðstoð að norðan sem hafa verið með sálrænan stuðning og áfallahjálp og einnig prestana þannig að fólk hefur getað fengið viðtal og það er alltaf í boði,“ segir Margrét. Berglind Sveinsdóttir, formaður Múlasýsludeildar Rauða krossins segir að fólk hafi þurft að leita til hjálparsamtakanna vegna skorts á fatnaði og öðru, en margir höfðu ekki tækifæri til að snúa heim til sín og sækja þangað nauðsynjavörur áður en það þurfti að yfirgefa Seyðisfjörð. „Við höfum aðstoðað fólk með því að fara í fatabúð Rauða krossins. Fólk hefur líka fengið að fara í búðirnar hérna og Rauði krossinn fengið reikning fyrir því. Þannig að það hefur verið á margan hátt sem við höfum verið að aðstoða þau,“ segir Berglind. „Við erum að gera allt sem við mögulega getum. Bæði við og þau erum stórkostlega þakklát. Það eru allir að veita okkur stuðning, þetta er allra handa. Það er verið að senda okkur mat og fólk að sunnan að bjóða gistingu ef einhver vill koma suður um jólin. Þetta er stórkostlegt og við erum mjög þakklát.“
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir „Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. 19. desember 2020 18:08 Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40 „Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
„Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. 19. desember 2020 18:08
Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40
„Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28