Sérfræðingar meta stöðuna í birtingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2020 09:06 Skriðan á föstudag skildi eftir sig mikla eyðileggingu á Seyðisfirði. Vísir/Egill Rýmingar eru enn í gildi á Seyðisfirði vegna hættu á aurskriðum og 276 íbúar bíða þess að snúa heim. Allt virðist hafa verið með kyrrum kjörum á svæðinu í nótt, að sögn ofanflóðasérfræðings, og úrkoma hefur verið lítil síðasta sólarhring. Staðan verður metin þegar líða tekur á daginn. Magni Hreinn Jónsson ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að staðan á Seyðisfirði sé, að því er hann best veit, óbreytt síðan í gær. Ofanflóðasérfræðingar haldi áfram vettvangsvinnu í birtingu. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna segir í samtali við Vísi að fundað verði um stöðuna í dag. 581 íbúum Seyðisfjarðar var gert að yfirgefa heimili sín á föstudag eftir að stór skriða féll á bæinn síðdegis. 305 íbúar fengu að snúa aftur heim í gær. Jóhann segir að enn sé of snemmt að segja til um það hvort allir, eða hluti, þeirra 276 sem eftir eru fái að fara heim í dag. Ekki náðist í Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón á Austurlandi við vinnslu fréttarinnar en hann segir í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að þetta skýrist í dag. Þá sé hugsanlegt að fólk fái að fara inn á svæðið í fylgd björgunarsveita í dag. Fram kom í tilkynningu frá almannavörnum í gærkvöldi að enn væri hætta á skriðuföllum á ákveðnum svæðum og þau verði því áfram rýmd. Fljótlega verði opnuð þjónustumiðstöð almannavarna fyrir íbúa á Seyðisfirði. Þá áréttar aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi í tilkynningu í morgun að allir gæti að sóttvörnum í kringum þá umferð og vinnu sem stendur yfir á Seyðisfirði og á Egilsstöðum. Mikilvægt sé að allir noti grímu, gæti að fjarlægðarmörkum og handþvotti. Einnig er áréttuð sú krafa sóttvarnayfirvalda að enginn komi til aðstoðar á Seyðisfjörð án þess að hafa verið skimaður fyrir kórónuveirunni. Veður hefur verið milt á Seyðisfirði í nótt og í morgun, samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar. Lítil sem engin úrkoma hefur mælst; engin í nótt en örlítil í morgun. Þá er spáð þurru veðri á Austfjörðum í dag en slyddu eða rigningu seint í nótt. Úrkomulítið síðdegis á morgun og vægt frost. Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Tengdar fréttir Þjónustumiðstöð almannavarna verður opnuð á Seyðisfirði Almannavarnir munu fljótlega opna þjónustumiðstöð fyrir íbúa á Seyðisfirði. Verkefni slíkrar miðstöðvar felst meðal annars í upplýsingagjöf til almennings og þjónustu við þá aðila sem hafa orðið fyrir tjóni og þá sem hættan hefur haft önnur bein áhrif á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 20. desember 2020 20:52 Synti út úr skriðunni eftir að hafa bjargað manni úr björgunarsveitarbíl „Ég sé skriðuna fara af stað. Hún byrjar að renna niður. Ég horfi niður og þar sé ég björgunarsveitarbíl sem var við lokunarpóst, sem ég veit að mun lenda í skriðunni. Eftir það sé ég bara björgunarsveitarbílinn. Þó svo að hús hafi farið fram hjá á sama tíma þá sá ég aldrei húsið, ég sá bara björgunarsveitarbílinn því ég vissi að hann væri mannaður.“ 20. desember 2020 16:25 Ráðherrar heimsækja Seyðisfjörð á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnir að því að fara til Seyðisfjarðar ásamt öðrum ráðherrum á þriðjudag til að meta aðstæður. Áður þurfa ráðherrar og fylgdarlið að fara í skimun fyrir kórónuveirunni. 20. desember 2020 14:55 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Magni Hreinn Jónsson ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að staðan á Seyðisfirði sé, að því er hann best veit, óbreytt síðan í gær. Ofanflóðasérfræðingar haldi áfram vettvangsvinnu í birtingu. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna segir í samtali við Vísi að fundað verði um stöðuna í dag. 581 íbúum Seyðisfjarðar var gert að yfirgefa heimili sín á föstudag eftir að stór skriða féll á bæinn síðdegis. 305 íbúar fengu að snúa aftur heim í gær. Jóhann segir að enn sé of snemmt að segja til um það hvort allir, eða hluti, þeirra 276 sem eftir eru fái að fara heim í dag. Ekki náðist í Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón á Austurlandi við vinnslu fréttarinnar en hann segir í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að þetta skýrist í dag. Þá sé hugsanlegt að fólk fái að fara inn á svæðið í fylgd björgunarsveita í dag. Fram kom í tilkynningu frá almannavörnum í gærkvöldi að enn væri hætta á skriðuföllum á ákveðnum svæðum og þau verði því áfram rýmd. Fljótlega verði opnuð þjónustumiðstöð almannavarna fyrir íbúa á Seyðisfirði. Þá áréttar aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi í tilkynningu í morgun að allir gæti að sóttvörnum í kringum þá umferð og vinnu sem stendur yfir á Seyðisfirði og á Egilsstöðum. Mikilvægt sé að allir noti grímu, gæti að fjarlægðarmörkum og handþvotti. Einnig er áréttuð sú krafa sóttvarnayfirvalda að enginn komi til aðstoðar á Seyðisfjörð án þess að hafa verið skimaður fyrir kórónuveirunni. Veður hefur verið milt á Seyðisfirði í nótt og í morgun, samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar. Lítil sem engin úrkoma hefur mælst; engin í nótt en örlítil í morgun. Þá er spáð þurru veðri á Austfjörðum í dag en slyddu eða rigningu seint í nótt. Úrkomulítið síðdegis á morgun og vægt frost.
Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Tengdar fréttir Þjónustumiðstöð almannavarna verður opnuð á Seyðisfirði Almannavarnir munu fljótlega opna þjónustumiðstöð fyrir íbúa á Seyðisfirði. Verkefni slíkrar miðstöðvar felst meðal annars í upplýsingagjöf til almennings og þjónustu við þá aðila sem hafa orðið fyrir tjóni og þá sem hættan hefur haft önnur bein áhrif á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 20. desember 2020 20:52 Synti út úr skriðunni eftir að hafa bjargað manni úr björgunarsveitarbíl „Ég sé skriðuna fara af stað. Hún byrjar að renna niður. Ég horfi niður og þar sé ég björgunarsveitarbíl sem var við lokunarpóst, sem ég veit að mun lenda í skriðunni. Eftir það sé ég bara björgunarsveitarbílinn. Þó svo að hús hafi farið fram hjá á sama tíma þá sá ég aldrei húsið, ég sá bara björgunarsveitarbílinn því ég vissi að hann væri mannaður.“ 20. desember 2020 16:25 Ráðherrar heimsækja Seyðisfjörð á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnir að því að fara til Seyðisfjarðar ásamt öðrum ráðherrum á þriðjudag til að meta aðstæður. Áður þurfa ráðherrar og fylgdarlið að fara í skimun fyrir kórónuveirunni. 20. desember 2020 14:55 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Þjónustumiðstöð almannavarna verður opnuð á Seyðisfirði Almannavarnir munu fljótlega opna þjónustumiðstöð fyrir íbúa á Seyðisfirði. Verkefni slíkrar miðstöðvar felst meðal annars í upplýsingagjöf til almennings og þjónustu við þá aðila sem hafa orðið fyrir tjóni og þá sem hættan hefur haft önnur bein áhrif á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 20. desember 2020 20:52
Synti út úr skriðunni eftir að hafa bjargað manni úr björgunarsveitarbíl „Ég sé skriðuna fara af stað. Hún byrjar að renna niður. Ég horfi niður og þar sé ég björgunarsveitarbíl sem var við lokunarpóst, sem ég veit að mun lenda í skriðunni. Eftir það sé ég bara björgunarsveitarbílinn. Þó svo að hús hafi farið fram hjá á sama tíma þá sá ég aldrei húsið, ég sá bara björgunarsveitarbílinn því ég vissi að hann væri mannaður.“ 20. desember 2020 16:25
Ráðherrar heimsækja Seyðisfjörð á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnir að því að fara til Seyðisfjarðar ásamt öðrum ráðherrum á þriðjudag til að meta aðstæður. Áður þurfa ráðherrar og fylgdarlið að fara í skimun fyrir kórónuveirunni. 20. desember 2020 14:55