„Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 21. desember 2020 13:32 Víðir Reynisson var mættur aftur í brúnna á upplýsingafundinn í dag. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var kominn á sinn stað á upplýsingafund Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis í morgun. Víðir hafði staðið vaktina í langflestum fundum ársins þar til hann greindist með Covid-19 í nóvember. Fundurinn í dag var sá 148. í röðinni. Reiknað hafði verið með því að Víðir yrði frá vinnu fram yfir áramót. Hann var hins vegar óvænt kominn aftur í eldlínuna á föstudaginn þegar stórar skriður féllu á Seyðisfjörð með hörmulegum afleiðingum. „Heilsan er ágæt,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. „Þetta tekur einhverjar vikur og mánuði að ná sér eftir þetta segja mér sérfræðingar. En hér er ég kominn og meðan ég get lagt til lið verð ég í vinnu. En ég þarf að fara mjög varlega.“ Það vakti marga til umhugsunar þegar Víðir sjálfur greindist með Covid-19. Sá sem hafði allt árið verið með varúðarorð vegna veirunnar á lofti, hvatt landsmenn til dáða og skammað þegar honum þótti fólk vera farið að gleyma sér. Gagnrýnisraddir heyrðust varðandi gestagang á heimili Víðis helgina áður en hann greindist með smit. „Þetta eru átta einstaklingar utan minnar fjölskyldu sem komu í heimsókn til okkar á einni helgi,“ segir Víðir. „Auðvitað getur maður alltaf horft til baka og sagt að það hefði átt að gera eitthvað öðruvísi og allt slíkt. Þarna smitast náttúrulega einstaklingar. Eitthvað gekk ekki eins og við vildum. Við töldum okkur vera að gæta allra sóttvarna og annað,“ segir yfirlögregluþjónninn. Þetta sé bara staðan. „Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja.“ Upplýsingafundurinn í dag var sá síðasti fyrir jól. Næst verður fundur mánudaginn 28. desember. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Reiknað hafði verið með því að Víðir yrði frá vinnu fram yfir áramót. Hann var hins vegar óvænt kominn aftur í eldlínuna á föstudaginn þegar stórar skriður féllu á Seyðisfjörð með hörmulegum afleiðingum. „Heilsan er ágæt,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. „Þetta tekur einhverjar vikur og mánuði að ná sér eftir þetta segja mér sérfræðingar. En hér er ég kominn og meðan ég get lagt til lið verð ég í vinnu. En ég þarf að fara mjög varlega.“ Það vakti marga til umhugsunar þegar Víðir sjálfur greindist með Covid-19. Sá sem hafði allt árið verið með varúðarorð vegna veirunnar á lofti, hvatt landsmenn til dáða og skammað þegar honum þótti fólk vera farið að gleyma sér. Gagnrýnisraddir heyrðust varðandi gestagang á heimili Víðis helgina áður en hann greindist með smit. „Þetta eru átta einstaklingar utan minnar fjölskyldu sem komu í heimsókn til okkar á einni helgi,“ segir Víðir. „Auðvitað getur maður alltaf horft til baka og sagt að það hefði átt að gera eitthvað öðruvísi og allt slíkt. Þarna smitast náttúrulega einstaklingar. Eitthvað gekk ekki eins og við vildum. Við töldum okkur vera að gæta allra sóttvarna og annað,“ segir yfirlögregluþjónninn. Þetta sé bara staðan. „Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja.“ Upplýsingafundurinn í dag var sá síðasti fyrir jól. Næst verður fundur mánudaginn 28. desember.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira