Nýsmituð tengjast vinahópum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2020 14:20 Alma Möller, landlæknir. Vísir/vilhelm Þau sem hafa verið að greinast með kórónuveiruna síðustu daga tengjast vinahópum, að sögn landlæknis. Vísbendingar eru um að faraldurinn sé á uppleið. Vel má vera að þegar búið er að bólusetja mestu áhættuhópa verði hægt að slaka á sóttvarnaaðgerðum. Sjö greindust innanlands með kórónuveiruna í gær, fimm voru í sóttkví. Alma Möller landlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að vísbendingar væru um að faraldurinn sé í vexti. Allir verði að halda áfram að passa upp á persónulegar sóttvarnir og halda sig sem mest heima. „Þeir sem eru að greinast tengjast vinahópum og það hefur gengið vel að rekja flest smit. Það er spurning hvort faraldurinn er á uppleið og rétt að minna á að það þarf lítið til að afturkippur komi í faraldurinn en tölur næstu daga munu taka af vafa um það,“ sagði Alma. Hún benti á að hlutfall jákvæðra sýna hefði verið 0,4 prósent fyrir nokkrum dögum en verið 0,9 prósent í gær. Innt eftir því hvort raunhæft væri að halda íþyngjandi sóttvarnaaðgerðum áfram næstu mánuði, í ljósi þess að talsvert er enn í land varðandi bólusetningu, sagði Alma að enn væri mikil óvissa í þeim efnum. „En auðvitað verður reynt að létta hömlum í takti við framþróun bólusetninga. Og það er ekki tímabært að segja það á þessari stundu en það má vel vera að þegar búið er að bólusetja þá sem eru í stærstu áhættuhópunum, aldraða og þá sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma, að þá verði eitthvað hægt að slaka á. En nákvæmlega í hvernig skrefum eða tímasetningu þess er ekki tímabært að ræða en það hefur auðvitað verið leiðarljós allan faraldurinn að hafa ekki meira íþyngjandi aðgerðir en þörf er á,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var kominn á sinn stað á upplýsingafund Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis í morgun. Víðir hafði staðið vaktina í langflestum fundum ársins þar til hann greindist með Covid-19 í nóvember. Fundurinn í dag var sá 148. í röðinni. 21. desember 2020 13:32 Telja hagsmunum Íslands betur borgið með 445 milljónunum í ESB Íslensk stjórnvöld telja sig hafa tryggt bóluefni fyrir alla þjóðina og sjá fyrir sér að hægt verði að bólusetja meginhluta þjóðarinnar á næstu mánuðum. Þá telja stjórnvöld að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið í samstarfi við hið fjölmenna Evrópusamband. Einnig hefði verið nær ómögulegt að sjá það fyrir í vor að Pfizer ætti eftir að taka forystuna í bóluefnakapphlaupinu. 21. desember 2020 13:32 Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. 21. desember 2020 10:53 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Sjö greindust innanlands með kórónuveiruna í gær, fimm voru í sóttkví. Alma Möller landlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að vísbendingar væru um að faraldurinn sé í vexti. Allir verði að halda áfram að passa upp á persónulegar sóttvarnir og halda sig sem mest heima. „Þeir sem eru að greinast tengjast vinahópum og það hefur gengið vel að rekja flest smit. Það er spurning hvort faraldurinn er á uppleið og rétt að minna á að það þarf lítið til að afturkippur komi í faraldurinn en tölur næstu daga munu taka af vafa um það,“ sagði Alma. Hún benti á að hlutfall jákvæðra sýna hefði verið 0,4 prósent fyrir nokkrum dögum en verið 0,9 prósent í gær. Innt eftir því hvort raunhæft væri að halda íþyngjandi sóttvarnaaðgerðum áfram næstu mánuði, í ljósi þess að talsvert er enn í land varðandi bólusetningu, sagði Alma að enn væri mikil óvissa í þeim efnum. „En auðvitað verður reynt að létta hömlum í takti við framþróun bólusetninga. Og það er ekki tímabært að segja það á þessari stundu en það má vel vera að þegar búið er að bólusetja þá sem eru í stærstu áhættuhópunum, aldraða og þá sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma, að þá verði eitthvað hægt að slaka á. En nákvæmlega í hvernig skrefum eða tímasetningu þess er ekki tímabært að ræða en það hefur auðvitað verið leiðarljós allan faraldurinn að hafa ekki meira íþyngjandi aðgerðir en þörf er á,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var kominn á sinn stað á upplýsingafund Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis í morgun. Víðir hafði staðið vaktina í langflestum fundum ársins þar til hann greindist með Covid-19 í nóvember. Fundurinn í dag var sá 148. í röðinni. 21. desember 2020 13:32 Telja hagsmunum Íslands betur borgið með 445 milljónunum í ESB Íslensk stjórnvöld telja sig hafa tryggt bóluefni fyrir alla þjóðina og sjá fyrir sér að hægt verði að bólusetja meginhluta þjóðarinnar á næstu mánuðum. Þá telja stjórnvöld að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið í samstarfi við hið fjölmenna Evrópusamband. Einnig hefði verið nær ómögulegt að sjá það fyrir í vor að Pfizer ætti eftir að taka forystuna í bóluefnakapphlaupinu. 21. desember 2020 13:32 Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. 21. desember 2020 10:53 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
„Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var kominn á sinn stað á upplýsingafund Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis í morgun. Víðir hafði staðið vaktina í langflestum fundum ársins þar til hann greindist með Covid-19 í nóvember. Fundurinn í dag var sá 148. í röðinni. 21. desember 2020 13:32
Telja hagsmunum Íslands betur borgið með 445 milljónunum í ESB Íslensk stjórnvöld telja sig hafa tryggt bóluefni fyrir alla þjóðina og sjá fyrir sér að hægt verði að bólusetja meginhluta þjóðarinnar á næstu mánuðum. Þá telja stjórnvöld að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið í samstarfi við hið fjölmenna Evrópusamband. Einnig hefði verið nær ómögulegt að sjá það fyrir í vor að Pfizer ætti eftir að taka forystuna í bóluefnakapphlaupinu. 21. desember 2020 13:32
Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. 21. desember 2020 10:53