Máli Guðmundar Spartakusar vísað frá MDE Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. desember 2020 07:27 Guðmundur Spartakus í Landsrétti þegar mál hans gegn Atla Má Gylfasyni, blaðamanni, var tekið fyrir. Vísir/Vilhelm Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn íslenska ríkinu og hafnað að taka málið til efnislegrar meðferðar. Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins en Guðmundur Spartakus kærði íslenska ríkið til MDE í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni, fjölmiðlamanni og þáverandi dagskrárstjóra Hringbrautar. Krafði Guðmundur Sigmund um tvær milljónir króna í bætur vegna meintra meiðyrða í umfjöllun Hringbrautar árið 2016. Í umfjölluninni sagði meðal annars að Guðmundur væri valdamikill fíkniefnasali í Suður-Ameríku og að hann væri höfuðpaur eiturlyfjahrings. Byggði umfjöllun Hringbrautar á fréttaflutningi RÚV um sama mál. Var byggt á því í dómi Hæstaréttar að Hringbraut hefði ekki haft neina ástæðu til að efast um að RÚV og annar fréttamiðill í Paragvæ hefðu gætt réttra viðmiða varðandi vandaða fréttamennsku við gerð frétta sinna. Engin efni væru því til þess að verða við kröfum Guðmundar Spartakusar. Kæra Guðmundar Spartakusar til MDE byggði á því að brotið hefði verið á rétti hans til friðhelgi einkalífs. Í ákvörðun MDE er vísað til þess að allar fullyrðingar sem komu fram í umfjöllun Hringbrautar hafi byggt á staðreyndum, fyrir utan eina þeirra sem teldist gildisdómur. Þá hefði verið vísað til heimilda á fullnægjandi hátt. Gildisdómur um að Guðmundur Spartakus væri sagður hættulegur hefði einnig verið studdur nægilegum heimildum að mati MDE til að teljast innan eðlilegra marka. Guðmundur Spartakus gerði sátt við RÚV vegna fyrrnefndra frétta miðilsins um hann og greiddi RÚV honum 2,5 milljónir króna vegna málsins. Dómsmál Fjölmiðlar Mannréttindadómstóll Evrópu Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins en Guðmundur Spartakus kærði íslenska ríkið til MDE í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni, fjölmiðlamanni og þáverandi dagskrárstjóra Hringbrautar. Krafði Guðmundur Sigmund um tvær milljónir króna í bætur vegna meintra meiðyrða í umfjöllun Hringbrautar árið 2016. Í umfjölluninni sagði meðal annars að Guðmundur væri valdamikill fíkniefnasali í Suður-Ameríku og að hann væri höfuðpaur eiturlyfjahrings. Byggði umfjöllun Hringbrautar á fréttaflutningi RÚV um sama mál. Var byggt á því í dómi Hæstaréttar að Hringbraut hefði ekki haft neina ástæðu til að efast um að RÚV og annar fréttamiðill í Paragvæ hefðu gætt réttra viðmiða varðandi vandaða fréttamennsku við gerð frétta sinna. Engin efni væru því til þess að verða við kröfum Guðmundar Spartakusar. Kæra Guðmundar Spartakusar til MDE byggði á því að brotið hefði verið á rétti hans til friðhelgi einkalífs. Í ákvörðun MDE er vísað til þess að allar fullyrðingar sem komu fram í umfjöllun Hringbrautar hafi byggt á staðreyndum, fyrir utan eina þeirra sem teldist gildisdómur. Þá hefði verið vísað til heimilda á fullnægjandi hátt. Gildisdómur um að Guðmundur Spartakus væri sagður hættulegur hefði einnig verið studdur nægilegum heimildum að mati MDE til að teljast innan eðlilegra marka. Guðmundur Spartakus gerði sátt við RÚV vegna fyrrnefndra frétta miðilsins um hann og greiddi RÚV honum 2,5 milljónir króna vegna málsins.
Dómsmál Fjölmiðlar Mannréttindadómstóll Evrópu Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira