Dagatalinu lýkur með glæsibrag
Nú er komið að síðasta glugganum í Jóladagatali Borgarleikhússins. Er það leik- og söngkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir sem stígur á svið og flytur lagið Ó, helga nótt á einstaklega glæsilegan máta.
Gleðileg jól!
Í Jóladagatali Borgarleikhússins hefur verið boðið upp á sögur, söng og tónlist, fróðleik, dans, grín og gleði á hverjum degi í desember. Við hvetjum ykkur til að skoða fleiri glugga úr dagatalinu sem var birt daglega hér á Vísi.