Ráðherra í fjölmennu samkvæmi sem lögregla stöðvaði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. desember 2020 08:22 Ráðherra í ríkisstjórn Íslands var í samkvæmi sem lögregla leysti upp í gærkvöldi. Vísir/Friðrik Þór Ráðherra í ríkisstjórn Íslands var á meðal 40-50 gesta í samkvæmi í sal í miðbæ Reykjavíkur sem lögregla hafði afskipti af í gær vegna brota á samkomutakmörkunum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki kemur fram um hvaða ráðherra er að ræða. Lögreglu barst tilkynning um brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu, og brot á reglum um fjöldasamkomu klukkan 22:25 í gærkvöldi. „Lögregla var kölluð til vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur. Veitingarekstur er í salnum í flokki II og ætti því að vera lokaður á þessum tíma. Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru samankomin í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ segir í dagbók lögreglu. Eins og reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir gerir ráð fyrir mega fleiri en tíu ekki koma saman án sérstakrar undanþágu. Þar segir jafnframt að töluverð ölvun hafi verið í samkvæminu og flestir gestir hafi haft áfengi um hönd. Þá hafi enginn gesta verið með andlitsgrímu og að fjarlægðartakmörk hafi „nánast hvergi“ verið virt. Eins hafi lögreglumenn aðeins komið auga á þrjá sprittbrúsa í salnum. „Lögreglumenn ræddu við ábyrgðarmenn skemmtunarinnar og þeim kynnt að skýrsla yrði rituð. Þá var gestum vísað út. Þegar að gestir gengu út voru flestir búnir að setja upp andlitsgrímu,“ segir jafnframt í dagbók lögreglu. Þar kemur einnig fram að margir gesta hafi kvaðst með faðmlögum og jafnvel kossum. „Einn gestanna var ósáttur með afskipti lögreglu og líkti okkur við nasista,“ segir að lokum um atvikið í dagbók lögreglu. Flestir ráðherrar þegar tjáð sig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segist í samtali við fréttastofu ekki hafa verið í samkvæminu. Hún hafi rölt um miðbæinn í gærkvöldi, náð sér í mat og verið komin heim snemma í gærkvöldi. Þá segist Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hafa verið hjá foreldrum sínum á Akranesi í gærkvöldi. Guðlaugur Þór Þórðarson kveðst þá vera í Skaftártungum. Hann hafi verið þar síðan í fyrrakvöld. Þá segist Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, ekki hafa vitneskju um málið. Samkvæmt frétt RÚV af málinu var Kristján Þór Júlíusson á Akureyri í gærkvöldi og Sigurður Ingi Jóhannsson í sveitinni, samkvæmt aðstoðarmönnum þeirra. Ásmundur Einar Daðason segist þá hafa verið að spila með dætrum sínum og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kveðst vera uppi í sveit líkt og Sigurður Ingi. Eins sagðist Lilja Dögg Alfreðsdóttir ekki hafa verið í samkvæminu. RÚV hefur þá einnig fengið þær upplýsingar að Katrín Jakobsdóttir hafi ekki verið viðstödd gleðskapinn. Þeir ráðherrar sem ekki hefur náðst í eru Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Svandís Svavarsdóttir. Fréttin verður uppfærð eftir því sem nýjar upplýsingar um málið berast. Fréttin var uppfærð klukkan 09:38. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir eftirför í Kópavogi Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu, og brot á reglum um fjöldasamkomu klukkan 22:25 í gærkvöldi. „Lögregla var kölluð til vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur. Veitingarekstur er í salnum í flokki II og ætti því að vera lokaður á þessum tíma. Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru samankomin í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ segir í dagbók lögreglu. Eins og reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir gerir ráð fyrir mega fleiri en tíu ekki koma saman án sérstakrar undanþágu. Þar segir jafnframt að töluverð ölvun hafi verið í samkvæminu og flestir gestir hafi haft áfengi um hönd. Þá hafi enginn gesta verið með andlitsgrímu og að fjarlægðartakmörk hafi „nánast hvergi“ verið virt. Eins hafi lögreglumenn aðeins komið auga á þrjá sprittbrúsa í salnum. „Lögreglumenn ræddu við ábyrgðarmenn skemmtunarinnar og þeim kynnt að skýrsla yrði rituð. Þá var gestum vísað út. Þegar að gestir gengu út voru flestir búnir að setja upp andlitsgrímu,“ segir jafnframt í dagbók lögreglu. Þar kemur einnig fram að margir gesta hafi kvaðst með faðmlögum og jafnvel kossum. „Einn gestanna var ósáttur með afskipti lögreglu og líkti okkur við nasista,“ segir að lokum um atvikið í dagbók lögreglu. Flestir ráðherrar þegar tjáð sig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segist í samtali við fréttastofu ekki hafa verið í samkvæminu. Hún hafi rölt um miðbæinn í gærkvöldi, náð sér í mat og verið komin heim snemma í gærkvöldi. Þá segist Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hafa verið hjá foreldrum sínum á Akranesi í gærkvöldi. Guðlaugur Þór Þórðarson kveðst þá vera í Skaftártungum. Hann hafi verið þar síðan í fyrrakvöld. Þá segist Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, ekki hafa vitneskju um málið. Samkvæmt frétt RÚV af málinu var Kristján Þór Júlíusson á Akureyri í gærkvöldi og Sigurður Ingi Jóhannsson í sveitinni, samkvæmt aðstoðarmönnum þeirra. Ásmundur Einar Daðason segist þá hafa verið að spila með dætrum sínum og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kveðst vera uppi í sveit líkt og Sigurður Ingi. Eins sagðist Lilja Dögg Alfreðsdóttir ekki hafa verið í samkvæminu. RÚV hefur þá einnig fengið þær upplýsingar að Katrín Jakobsdóttir hafi ekki verið viðstödd gleðskapinn. Þeir ráðherrar sem ekki hefur náðst í eru Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Svandís Svavarsdóttir. Fréttin verður uppfærð eftir því sem nýjar upplýsingar um málið berast. Fréttin var uppfærð klukkan 09:38. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir eftirför í Kópavogi Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Sjá meira