Ágústa Eva tekur upp hanskann fyrir Bjarna: „Fólk virðist vera að raðtrompa hvert annað hérna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. desember 2020 23:45 Ágústa Eva Erlendsdóttir sér ekki vandamálið við að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi verið grímulaus í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Vísir Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir furðar sig á viðbrögðum Íslendinga sem hún telur hafa farið mikinn í umræðunni um samkomuna í Ásmundarsal sem lögregla hafði afskipti af á Þorláksmessu þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur. „Sífellt kemur smáborgarinn Íslenski sparkandi á óvart. Kvartandi undan hári í súpu og vill leggja allt niður og loka, á samfélgsmiðlahrífufundi. Einn byrjar að sparka og svo koma þeir allir sparkandi, hver öðrum reiðari, yfir helvítis hárinu sem HEFÐI getað kyrkt einhvern,“ skrifar Ágústa Eva í fræslu á Facebook í gær. Henni þyki undarlegt, af öllu því sem á hafi gengið á þessu ári, að málið í Ásmundarsal virðist vera „það mál sem er hvað alvarlegast af öllu.“ „Fólk virðist vera að raðtrompa hvert annað hérna í þessum gáfumannasamfélagssaumaklúbbi. Framtiðin er björt SUF og þið hin, þið vitið hver þið eruð,“ skrifar Ágústa, sem líkur færslu sinni með því að segja „Áfram Ísland. #bjarniben“. Fjöldi manns hefur lagt orð í belg við færslu Ágústu Evu. Þeirra á meðal ein kona sem segist sár yfir hegðun ráðherra því á sama tíma og hann mæti í gleðskap á við þennan geti hún ekki hitt 99 ára afa sinn sem liggi fyrir dauðanum. „Búhú. Það eru fleiri tragediur, alvarlegri og sorglegri en sandkornin undir húsinu þinu en að fá ekki að knúsa afa sinn. Sorry en ég hef enga samúð með þessu dæmi þó mér þyki vænt um þig,“ segir Ágústa Eva. „Lífið er talsvert ljótara og mistökin mun alvarlegri en þessi meintu mistök Bjarna að vera of lengi á sölusýningu. Get a grip people. Ef þu vilt kenna einhverjum um að geta ekki hitt afa þinn þá eru þeir fjölmargir, og íslenskir og frægir i þokkabót en Bjarni er ekki einn af þeim.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56 Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43 Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Sjá meira
„Sífellt kemur smáborgarinn Íslenski sparkandi á óvart. Kvartandi undan hári í súpu og vill leggja allt niður og loka, á samfélgsmiðlahrífufundi. Einn byrjar að sparka og svo koma þeir allir sparkandi, hver öðrum reiðari, yfir helvítis hárinu sem HEFÐI getað kyrkt einhvern,“ skrifar Ágústa Eva í fræslu á Facebook í gær. Henni þyki undarlegt, af öllu því sem á hafi gengið á þessu ári, að málið í Ásmundarsal virðist vera „það mál sem er hvað alvarlegast af öllu.“ „Fólk virðist vera að raðtrompa hvert annað hérna í þessum gáfumannasamfélagssaumaklúbbi. Framtiðin er björt SUF og þið hin, þið vitið hver þið eruð,“ skrifar Ágústa, sem líkur færslu sinni með því að segja „Áfram Ísland. #bjarniben“. Fjöldi manns hefur lagt orð í belg við færslu Ágústu Evu. Þeirra á meðal ein kona sem segist sár yfir hegðun ráðherra því á sama tíma og hann mæti í gleðskap á við þennan geti hún ekki hitt 99 ára afa sinn sem liggi fyrir dauðanum. „Búhú. Það eru fleiri tragediur, alvarlegri og sorglegri en sandkornin undir húsinu þinu en að fá ekki að knúsa afa sinn. Sorry en ég hef enga samúð með þessu dæmi þó mér þyki vænt um þig,“ segir Ágústa Eva. „Lífið er talsvert ljótara og mistökin mun alvarlegri en þessi meintu mistök Bjarna að vera of lengi á sölusýningu. Get a grip people. Ef þu vilt kenna einhverjum um að geta ekki hitt afa þinn þá eru þeir fjölmargir, og íslenskir og frægir i þokkabót en Bjarni er ekki einn af þeim.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56 Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43 Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Sjá meira
Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56
Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43