Hreinsunarstarf hefst með krafti fyrir austan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. desember 2020 14:23 Seyðisfjörður er þekktur fyrir fegurð sína en eftir skemmdir aurskriða er hann ekki nema svipur hjá sjón. Yfirlögregluþjónn vonar að bærinn komist sem fyrst í samt horf. Vísir/Egill Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í morgun en bærinn er ekki nema svipur hjá sjón eftir eyðileggingu af völdum aurskriða. Borist hefur liðstyrkur að norðan við hreinsun og verðmætabjörgun. Yfirlögregluþjónn bindur vonir við að hægt verði að hleypa fleiri bæjarbúum heim til sín fyrir áramót. Á Seyðisfirði hefur staðið yfir nær hvíldarlaus barátta við náttúruöflin en í seinni hluta desembermánaðar féll, með miklum látum, fjöldi aurskriða, eftir vætutíð og hlýindi. Rýma þurfti bæinn í heild sinni á mettíma eftir að stærsta aurskriðan gereyðilagði eitt hús og skemmdi þrettán önnur. Rýmingar eru enn í gildi í litlum hluta bæjarins en þeim var að hluta aflétt í gær þegar fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa heim aftur. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, var spurður hvort fleiri fái að snúa aftur heim bráðlega. „Vonandi verður það að hluta í dag og á morgun en við erum að bíða eftir niðurstöðum Veðurstofu eftir mælingar morgunsins og við gerum okkur vonir um að upp úr hádegi, þá verði tíðindi, hversu mikil þau verða á eftir að koma í ljós, en þetta fer nú að ganga aðeins hraðar, mögulega í dag og næstu daga.“ Hingað til hafa veðurstæður ekki verið nægilega góðar til að öruggt væri að hefja hreinsunarstarf og framkvæmdir að fullu en breyting varð á því í morgun. „Hreinsunarstarf er að hefjast núna af fullri alvöru og á eftir að aukast enn á næstu dögum og strax eftir áramót. Sérstök verkefnastjórn, á vegum Múlaþings, með aðstoð björgunarsveita og fleiri aðilum þannig að hreinsunarstarfið er vonandi að komast á skrið núna í dag og næstu daga.“ Seyðisfirði hefur borist liðsstyrkur frá björgunarsveitum frá norðurlandi eystra en tuttugu og sex björgunarsveitarmenn munu í dag aðallega sinna verðmætabjörgun úr húsum. Vegagerðin mun þá ryðja veginn norðanmegin í firðinum þar sem aurskriða féll. „Vegagerðin hefur verið haukur í horni í þessum ósköpum öllum sem hafa dunið yfir og tryggt það að Fjarðarheiðin sé opin eins og hægt er og mun halda áfram að veita þessu verkaefni allan þann stuðning sem hægt er.“ Við gerum ráð fyrir að dagsverkið verði drjúgt hvað hreinsunarstarf varðar, má ætla að bærinn verði fljótlega farinn að líkjast sjálfum sér aftur? „Jú það er maður að vona, það er þó býsna mikið verk óunnið enn þá en vonandi gengur það hratt og við gerum okkur vonir um að innan ekki langs tíma þá verði bærinn farinn að taka á sig sömu mynd og hann hafði áður og fyrir þessi áföll,“ sagði Kristján Ólafur yfirlögregluþjónn. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Tengdar fréttir 40 fjölskyldur fengu að snúa heim í dag Fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa aftur heim á Seyðisfjörð í dag eftir að rýmingum var aflétt að hluta. Einhverjir eru þó enn óöruggir og treysta sér ekki aftur í bæinn. 28. desember 2020 20:45 Rýmingu aflétt að hluta á Seyðisfirði Niðurstöður stöðugleikamats í hlíðum Seyðisfjarðar gera það að verkum að hægt er að aflétta rýmingu að hluta til í bænum. Íbúar þeirra húsa sem enn eru innan rýmingarsvæðis mega sækja nauðsynjar og vinna að lagfæringum. 28. desember 2020 15:47 Seyðfirðingar fleyta kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum Seyðfirðingar hyggjast koma saman við Lónið á áramótunum og fleyta þar kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum. Margir eru hvekktir eftir drunurnar sem heyrðust í fjallinu eftir aurskriðurnar sem féllu á bæinn í síðustu viku og óttast að þeir muni endurupplifa áfallið. 26. desember 2020 18:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Á Seyðisfirði hefur staðið yfir nær hvíldarlaus barátta við náttúruöflin en í seinni hluta desembermánaðar féll, með miklum látum, fjöldi aurskriða, eftir vætutíð og hlýindi. Rýma þurfti bæinn í heild sinni á mettíma eftir að stærsta aurskriðan gereyðilagði eitt hús og skemmdi þrettán önnur. Rýmingar eru enn í gildi í litlum hluta bæjarins en þeim var að hluta aflétt í gær þegar fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa heim aftur. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, var spurður hvort fleiri fái að snúa aftur heim bráðlega. „Vonandi verður það að hluta í dag og á morgun en við erum að bíða eftir niðurstöðum Veðurstofu eftir mælingar morgunsins og við gerum okkur vonir um að upp úr hádegi, þá verði tíðindi, hversu mikil þau verða á eftir að koma í ljós, en þetta fer nú að ganga aðeins hraðar, mögulega í dag og næstu daga.“ Hingað til hafa veðurstæður ekki verið nægilega góðar til að öruggt væri að hefja hreinsunarstarf og framkvæmdir að fullu en breyting varð á því í morgun. „Hreinsunarstarf er að hefjast núna af fullri alvöru og á eftir að aukast enn á næstu dögum og strax eftir áramót. Sérstök verkefnastjórn, á vegum Múlaþings, með aðstoð björgunarsveita og fleiri aðilum þannig að hreinsunarstarfið er vonandi að komast á skrið núna í dag og næstu daga.“ Seyðisfirði hefur borist liðsstyrkur frá björgunarsveitum frá norðurlandi eystra en tuttugu og sex björgunarsveitarmenn munu í dag aðallega sinna verðmætabjörgun úr húsum. Vegagerðin mun þá ryðja veginn norðanmegin í firðinum þar sem aurskriða féll. „Vegagerðin hefur verið haukur í horni í þessum ósköpum öllum sem hafa dunið yfir og tryggt það að Fjarðarheiðin sé opin eins og hægt er og mun halda áfram að veita þessu verkaefni allan þann stuðning sem hægt er.“ Við gerum ráð fyrir að dagsverkið verði drjúgt hvað hreinsunarstarf varðar, má ætla að bærinn verði fljótlega farinn að líkjast sjálfum sér aftur? „Jú það er maður að vona, það er þó býsna mikið verk óunnið enn þá en vonandi gengur það hratt og við gerum okkur vonir um að innan ekki langs tíma þá verði bærinn farinn að taka á sig sömu mynd og hann hafði áður og fyrir þessi áföll,“ sagði Kristján Ólafur yfirlögregluþjónn.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Tengdar fréttir 40 fjölskyldur fengu að snúa heim í dag Fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa aftur heim á Seyðisfjörð í dag eftir að rýmingum var aflétt að hluta. Einhverjir eru þó enn óöruggir og treysta sér ekki aftur í bæinn. 28. desember 2020 20:45 Rýmingu aflétt að hluta á Seyðisfirði Niðurstöður stöðugleikamats í hlíðum Seyðisfjarðar gera það að verkum að hægt er að aflétta rýmingu að hluta til í bænum. Íbúar þeirra húsa sem enn eru innan rýmingarsvæðis mega sækja nauðsynjar og vinna að lagfæringum. 28. desember 2020 15:47 Seyðfirðingar fleyta kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum Seyðfirðingar hyggjast koma saman við Lónið á áramótunum og fleyta þar kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum. Margir eru hvekktir eftir drunurnar sem heyrðust í fjallinu eftir aurskriðurnar sem féllu á bæinn í síðustu viku og óttast að þeir muni endurupplifa áfallið. 26. desember 2020 18:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
40 fjölskyldur fengu að snúa heim í dag Fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa aftur heim á Seyðisfjörð í dag eftir að rýmingum var aflétt að hluta. Einhverjir eru þó enn óöruggir og treysta sér ekki aftur í bæinn. 28. desember 2020 20:45
Rýmingu aflétt að hluta á Seyðisfirði Niðurstöður stöðugleikamats í hlíðum Seyðisfjarðar gera það að verkum að hægt er að aflétta rýmingu að hluta til í bænum. Íbúar þeirra húsa sem enn eru innan rýmingarsvæðis mega sækja nauðsynjar og vinna að lagfæringum. 28. desember 2020 15:47
Seyðfirðingar fleyta kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum Seyðfirðingar hyggjast koma saman við Lónið á áramótunum og fleyta þar kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum. Margir eru hvekktir eftir drunurnar sem heyrðust í fjallinu eftir aurskriðurnar sem féllu á bæinn í síðustu viku og óttast að þeir muni endurupplifa áfallið. 26. desember 2020 18:28