Segjast fegin því að árið sé senn á enda: „Það er bara fínt að sprengja þetta burt“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. desember 2020 22:02 Flugeldasala Landsbjargar fer vel af stað. Þeir sem fréttastofa ræddi við segjast dauðfegnir að árið sé að líða undir lok og hlakka til að sprengja það burt. Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir söluna jafnvel meiri í ár en í fyrra. „Það er okkar tilfinning að efnahagssveiflur hafa tiltölulega lítil áhrif á flugeldasölu. Það er okkar reynsla í gegnum árin,“ sagði Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Engar áramótabrennur verða á dagskrá á gamlárskvöld vegna samkomutakmarkanna. Ekki er mælst með því að fólk safnist saman en undanfarin ár hefur til dæmis verið mikil hópamyndun fyrir framan Hallgrímskirkju. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður vel mönnuð á síðasta degi ársins en ekki með fyrirfram skipulagðan viðbúnað vegna hópamyndana. Fegin að árið sé á enda Fréttastofa ræddi við fólk sem statt var í flugeldasölu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar „Ég held að flestir séu bara nokkuð fegnir. Það er bara fínt að sprengja þetta burt,“ sagði Sólveig Björnsdóttir. „Ég verð dauðfegin að kveðja þetta ár,“ sagði Birna og Viktor sem var með henni í för segir að gleðin verði mikil. Ætlið þið að sprengja meira í ár en síðustu ár? „Kannski, sjáum til,“ sagði Viktor og bætir Sigurjón því við að kakan verði aðeins stærri í ár en síðustu ár. Sigurjón, Birna og Viktor keyptu flugelda í dag og segjast dauðfegin því að árið sé á enda.STÖÐ2 „Við ætlum ekki að kveðja þetta ár með mínútu þögn. Við ætlum að sprengja það í burtu, það er það sem ég heyri“ sagði Þór. Sterkar líkur eru á svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2021 vegna veðurskilyrða og megnunar frá flugeldum að því er segir í tilkynningu frá borginni. Björgunarsveit Hafnarfjarðar stendur fyrir flugeldasýningu klukkan 20.30 í kvöld. Skotið verður upp frá Hvaleyrarlóni og er fólk minnt á að gæta að sóttvarnareglum og njóta sýningarinnar í jólakúlunni, t.d. í bílnum. Áramót Flugeldar Tengdar fréttir Sér ekki fyrir sér að fólk vilji kveðja þetta ár með mínútu þögn Samdráttur hefur verið í sölu á flugeldum hjá björgunarsveitum en sala rótarskota hefur „aðeins mildað höggið“ að sögn formanns Landsbjargar. Undanfarin ár hefur umræða um neikvæð umhverfisáhrif flugelda farið vaxandi en flugeldasalan hefur jafnan verið mikilvægasti liðurinn í fjáröflun björgunarsveitanna. 28. desember 2020 21:14 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir söluna jafnvel meiri í ár en í fyrra. „Það er okkar tilfinning að efnahagssveiflur hafa tiltölulega lítil áhrif á flugeldasölu. Það er okkar reynsla í gegnum árin,“ sagði Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Engar áramótabrennur verða á dagskrá á gamlárskvöld vegna samkomutakmarkanna. Ekki er mælst með því að fólk safnist saman en undanfarin ár hefur til dæmis verið mikil hópamyndun fyrir framan Hallgrímskirkju. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður vel mönnuð á síðasta degi ársins en ekki með fyrirfram skipulagðan viðbúnað vegna hópamyndana. Fegin að árið sé á enda Fréttastofa ræddi við fólk sem statt var í flugeldasölu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar „Ég held að flestir séu bara nokkuð fegnir. Það er bara fínt að sprengja þetta burt,“ sagði Sólveig Björnsdóttir. „Ég verð dauðfegin að kveðja þetta ár,“ sagði Birna og Viktor sem var með henni í för segir að gleðin verði mikil. Ætlið þið að sprengja meira í ár en síðustu ár? „Kannski, sjáum til,“ sagði Viktor og bætir Sigurjón því við að kakan verði aðeins stærri í ár en síðustu ár. Sigurjón, Birna og Viktor keyptu flugelda í dag og segjast dauðfegin því að árið sé á enda.STÖÐ2 „Við ætlum ekki að kveðja þetta ár með mínútu þögn. Við ætlum að sprengja það í burtu, það er það sem ég heyri“ sagði Þór. Sterkar líkur eru á svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2021 vegna veðurskilyrða og megnunar frá flugeldum að því er segir í tilkynningu frá borginni. Björgunarsveit Hafnarfjarðar stendur fyrir flugeldasýningu klukkan 20.30 í kvöld. Skotið verður upp frá Hvaleyrarlóni og er fólk minnt á að gæta að sóttvarnareglum og njóta sýningarinnar í jólakúlunni, t.d. í bílnum.
Áramót Flugeldar Tengdar fréttir Sér ekki fyrir sér að fólk vilji kveðja þetta ár með mínútu þögn Samdráttur hefur verið í sölu á flugeldum hjá björgunarsveitum en sala rótarskota hefur „aðeins mildað höggið“ að sögn formanns Landsbjargar. Undanfarin ár hefur umræða um neikvæð umhverfisáhrif flugelda farið vaxandi en flugeldasalan hefur jafnan verið mikilvægasti liðurinn í fjáröflun björgunarsveitanna. 28. desember 2020 21:14 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Sér ekki fyrir sér að fólk vilji kveðja þetta ár með mínútu þögn Samdráttur hefur verið í sölu á flugeldum hjá björgunarsveitum en sala rótarskota hefur „aðeins mildað höggið“ að sögn formanns Landsbjargar. Undanfarin ár hefur umræða um neikvæð umhverfisáhrif flugelda farið vaxandi en flugeldasalan hefur jafnan verið mikilvægasti liðurinn í fjáröflun björgunarsveitanna. 28. desember 2020 21:14