„Ég er ótrúlega stolt af samfélaginu okkar sem hefur sýnt samheldni, þrautsegju og hugrekki á árinu sem senn líður undir lok. Gleðilega hátíð kæru landsmenn og förum öll varlega í kvöld!“ skrifar Katrín.
Flest kveðjum við 2020 í þeirri von að nýtt ár verði okkur bjartara og betra. Ég er ótrúlega stolt af samfélaginu okkar sem hefur sýnt samheldni, þrautsegju og hugrekki á árinu sem senn líður undir lok. Gleðilega hátíð kæru landsmenn og förum öll varlega í kvöld!
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) December 31, 2020
Hún birti jafnframt kveðju á Facebook í dag ásamt mynd af sér með fjölskyldu sinni.
„Þetta ár var svo sannarlega krefjandi fyrir okkur öll. Á slíkum tímum skiptir máli að eiga góða að og það á ég svo sannarlega í þessum fjórum drengjum,“ skrifar Katrín á Facebook. „Og kæru vinir, þakka ykkur líka fyrir stuðninginn á árinu, hann hefur verið dýrmætur. Gleðilegt ár, það eru bjartari tímar framundan,“ bætir forsætisráðherra við.