Óléttar konur gætu verið í áhættuhóp með tilliti til veirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2020 15:29 Þunguð kona á gangi í Madríd á Spáni, þar sem faraldur kórónuveiru hefur lagst þungt á þjóðina. Vísir/Getty Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þungaðar konur gætu verið í áhættuhóp með tilliti til kórónuveirunnar. Nýjar upplýsingar bendi mögulega til þess. Hefðbundin inflúensa virðist þó enn töluveirt meiri ógn við barnshafandi konur en kórónuveiran. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Alls eru nú 225 einstaklingar greindir með kórónuveiruna á Íslandi, samkvæmt tölum á Covid.is. Þar af liggja fjórir inni á sjúkrahúsi, allt fólk á sextugs- og sjötugsaldri. Enginn sem lagður hefur verið inn á spítala vegna veirunnar hefur verið útskrifaður, að sögn sóttvarnalæknis. Alvarleg einkenni byrja oft viku síðar Fjölmiðlar, einkum erlendir, hafa margir rætt við einstaklinga sem smitast hafa af kórónuveirunni. Þannig lýsti breskur karlmaður, sem var einn fyrsti Bretinn til að smitast af veirunni, því að veikindi sín hefðu gengið yfir í hálfgerðum bylgjum. Hann hefði í fyrstu verið örlítið stíflaður í nefinu og fengið kvef, jafnað sig nær alveg af því en svo skyndilega orðið mjög veikur með flensueinkenni. Inntur eftir því hvort þessi framgangur Covid-19-sjúkdómsins í nokkurs konar stigum kæmi heim og saman við lýsingar smitaðra hér á landi sagði Þórólfur að ekki væri fylgst svo nákvæmlega með því. Veikindin væru auðvitað mismunandi eftir hverjum og einum. Frá blaðamannafundi almannavarna í dag. Frá vinstri sitja Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.Lögreglan „Við vitum hins vegar hvernig einkennin byrja,“ sagði Þórólfur. Það væru særindi í hálsi, beinverkir, öndunfarfæraeinkenni og hósti. „Síðan gerist oft ekki mikið í nokkra daga en viku seinna byrja þessi alvarlegu einkenni, sem leiða oft til innlagnar og þessa alvarlegu einkenna sem leiða til innlagnar á gjörgæsludeild,“ sagði Þórólfur. „Allir sjúkdómar eru þannig að þeir haga sér mismunandi á milli einstaklinga og hvort tröppugangurinn er svona hjá þessum og öðruvísi hjá hinum, það er ekki neitt sem við erum að velta okkur mikið upp úr.“ „Klárlega ekki eins áberandi og í inflúensu“ Þá var Þórólfur spurður að því hvort barnshafandi konur væru í sérstökum áhættuhóp með tilliti til veirunnar. Greint var frá því í dag að óléttar konur væru nú skilgreindar innan slíks hóps í Bretlandi og þeim tilmælum beint til þeirra að halda sig heima í tólf vikur. Þórólfur sagði að hingað til hefðu barnshafandi konur ekki verið taldar í sérstökum áhættuhóp, líkt og fram kom í máli barnasmitsjúkdómalæknis á upplýsingafundi í síðustu viku. „Og í þessum stóru uppgjörum sem við höfum verið að sjá bæði frá Kína og annars staðar þá hefur sérstaklega verið tekið fram að þungaðar konur hafa ekki verið í áhættuhóp. Það er hins vegar að koma rapport núna að þær gætu verið í áhættuhóp. Það er aðeins óljóst. En það er klárlega ekki eins áberandi og í inflúensu og heimsfaraldri inflúensu.“ Þess vegna hafi ekki verið gefnar út sérstakar viðvaranir hér á landi fyrir þungaðar konur. „Menn vilja kannski aðeins sjá hvort þetta sé satt og á hverju þetta byggist.“ Alma Möller landlæknir tók undir þetta. „Þetta var ekki í þeim skýrslum sem komu frá Kína en við höfum heyrt þetta núna frá öðrum löndum eins og Bretlandi. Þetta er ekki á hreinu en auðvitað bara að fara varlega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Staðfestum smitum fjölgaði um fjórðung á Bretlandi Staðfestum tilvikum Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, á Bretlandi fjölgaði á síðasta sólarhring um 407 og er nú 1.950. 17. mars 2020 15:14 Eiginkona ferðamannsins sem lést á Húsavík komin í einangrun Eiginkona erlenda ferðamannsins sem lést á Húsavík í gær eftir skyndileg veikindi er komin í einangrun. 17. mars 2020 14:15 Svona var sautjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 17. mars 2020 13:54 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þungaðar konur gætu verið í áhættuhóp með tilliti til kórónuveirunnar. Nýjar upplýsingar bendi mögulega til þess. Hefðbundin inflúensa virðist þó enn töluveirt meiri ógn við barnshafandi konur en kórónuveiran. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Alls eru nú 225 einstaklingar greindir með kórónuveiruna á Íslandi, samkvæmt tölum á Covid.is. Þar af liggja fjórir inni á sjúkrahúsi, allt fólk á sextugs- og sjötugsaldri. Enginn sem lagður hefur verið inn á spítala vegna veirunnar hefur verið útskrifaður, að sögn sóttvarnalæknis. Alvarleg einkenni byrja oft viku síðar Fjölmiðlar, einkum erlendir, hafa margir rætt við einstaklinga sem smitast hafa af kórónuveirunni. Þannig lýsti breskur karlmaður, sem var einn fyrsti Bretinn til að smitast af veirunni, því að veikindi sín hefðu gengið yfir í hálfgerðum bylgjum. Hann hefði í fyrstu verið örlítið stíflaður í nefinu og fengið kvef, jafnað sig nær alveg af því en svo skyndilega orðið mjög veikur með flensueinkenni. Inntur eftir því hvort þessi framgangur Covid-19-sjúkdómsins í nokkurs konar stigum kæmi heim og saman við lýsingar smitaðra hér á landi sagði Þórólfur að ekki væri fylgst svo nákvæmlega með því. Veikindin væru auðvitað mismunandi eftir hverjum og einum. Frá blaðamannafundi almannavarna í dag. Frá vinstri sitja Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.Lögreglan „Við vitum hins vegar hvernig einkennin byrja,“ sagði Þórólfur. Það væru særindi í hálsi, beinverkir, öndunfarfæraeinkenni og hósti. „Síðan gerist oft ekki mikið í nokkra daga en viku seinna byrja þessi alvarlegu einkenni, sem leiða oft til innlagnar og þessa alvarlegu einkenna sem leiða til innlagnar á gjörgæsludeild,“ sagði Þórólfur. „Allir sjúkdómar eru þannig að þeir haga sér mismunandi á milli einstaklinga og hvort tröppugangurinn er svona hjá þessum og öðruvísi hjá hinum, það er ekki neitt sem við erum að velta okkur mikið upp úr.“ „Klárlega ekki eins áberandi og í inflúensu“ Þá var Þórólfur spurður að því hvort barnshafandi konur væru í sérstökum áhættuhóp með tilliti til veirunnar. Greint var frá því í dag að óléttar konur væru nú skilgreindar innan slíks hóps í Bretlandi og þeim tilmælum beint til þeirra að halda sig heima í tólf vikur. Þórólfur sagði að hingað til hefðu barnshafandi konur ekki verið taldar í sérstökum áhættuhóp, líkt og fram kom í máli barnasmitsjúkdómalæknis á upplýsingafundi í síðustu viku. „Og í þessum stóru uppgjörum sem við höfum verið að sjá bæði frá Kína og annars staðar þá hefur sérstaklega verið tekið fram að þungaðar konur hafa ekki verið í áhættuhóp. Það er hins vegar að koma rapport núna að þær gætu verið í áhættuhóp. Það er aðeins óljóst. En það er klárlega ekki eins áberandi og í inflúensu og heimsfaraldri inflúensu.“ Þess vegna hafi ekki verið gefnar út sérstakar viðvaranir hér á landi fyrir þungaðar konur. „Menn vilja kannski aðeins sjá hvort þetta sé satt og á hverju þetta byggist.“ Alma Möller landlæknir tók undir þetta. „Þetta var ekki í þeim skýrslum sem komu frá Kína en við höfum heyrt þetta núna frá öðrum löndum eins og Bretlandi. Þetta er ekki á hreinu en auðvitað bara að fara varlega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Staðfestum smitum fjölgaði um fjórðung á Bretlandi Staðfestum tilvikum Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, á Bretlandi fjölgaði á síðasta sólarhring um 407 og er nú 1.950. 17. mars 2020 15:14 Eiginkona ferðamannsins sem lést á Húsavík komin í einangrun Eiginkona erlenda ferðamannsins sem lést á Húsavík í gær eftir skyndileg veikindi er komin í einangrun. 17. mars 2020 14:15 Svona var sautjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 17. mars 2020 13:54 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
Staðfestum smitum fjölgaði um fjórðung á Bretlandi Staðfestum tilvikum Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, á Bretlandi fjölgaði á síðasta sólarhring um 407 og er nú 1.950. 17. mars 2020 15:14
Eiginkona ferðamannsins sem lést á Húsavík komin í einangrun Eiginkona erlenda ferðamannsins sem lést á Húsavík í gær eftir skyndileg veikindi er komin í einangrun. 17. mars 2020 14:15
Svona var sautjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 17. mars 2020 13:54