Íslendingar sem voru í sóttkví á herspítala í Víetnam komnir heim Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 17. mars 2020 20:09 Frá sóttkví Íslendinganna í Víetnam. Þóra Valný Yngvadóttir Íslendingar sem voru í sóttkví á herspítala í Víetnam vegna gruns um að hafa smitast af kórónuveirunni létu eins og beljur að vorin þegar þeir voru látnir lausir á sunnudag að sögn einnar úr hópnum. Dvölin hafi líkst fangelsisvist. Eftir tíu daga í Víetnam var fjórum Íslendingum skipað að fara í sóttkví á herspítala eftir að smit hafði komið upp í báti sem þau höfðu ferðast í. „Við fórum þarna fyrst því við áttum að fara í heilsutékk svo keyrir maður inn um hliðið á herstöðinni en svo fær maður ekkert að fara út aftur,“ segir Þóra Valný Yngvadóttir. Þetta hafi verið aðferðin til að ná ferðamönnum inn á spítalann. Hermenn sem unnu á spítalanum hafi lítið kunnað til verka. „Þetta var mjög gömul bygging og baðherbergin voru mjög óásjáleg og það var fastur skítur í öllu.“ Mjög heitt á spítalanum, enginn loftræsting og yfir 35 stiga hiti úti. „Það voru rimlar fyrir gluggum og svo er múrveggur þarna með gaddavírsgirðingu sem jók á innilokunarkenndina.“ Maturinn hafi verið ólystugur og aðeins ein klósettrúlla í boði sem duga átti í 14 daga. „Það gekk ekki alveg eftir þannig að við fengum klósettpappír frá ferðaskrifstofunni,“ segir Þóra. Þrátt fyrir allt hafi dvöl þeirra verið bærileg enda í góðra vina hópi. Þau hafi verið í góðu sambandi við ræðismanninn i Víetnam. Síðast liðinn sunnudag fengu þau loks þær fréttir að þau mættu fara heim, eftir sjö daga á herspítalanum. „Það var eins og beljur á vorin, við vorum hlaupandi fram og til baka.“ Fjórmenningarnir komu til Íslands í gær, þau hafa ekki fundið fyrir einkennum en nú eru liðnir 14 dagar síðan þau voru á bátnum. Þau hafa ekki fengið upplýsingar frá yfirvöldum um stöðu sína en hafa haldið sig heima. „Við höfum reynt að ná í sóttvarnalækni í morgun og höldum áfram að reyna.“ Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingarnir lausir úr sóttkví í Víetnam og á heimleið Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru á leið til landsins. 16. mars 2020 12:17 Unnið að því að fá Íslendinga í sóttkví í Víetnam heim Fjórir Íslendingar eru enn í sóttkví í Víetnam. Utanríkisráðuneytið vinnur í því að koma þeim fyrr heim úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir. 14. mars 2020 13:19 Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. 10. mars 2020 20:03 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Íslendingar sem voru í sóttkví á herspítala í Víetnam vegna gruns um að hafa smitast af kórónuveirunni létu eins og beljur að vorin þegar þeir voru látnir lausir á sunnudag að sögn einnar úr hópnum. Dvölin hafi líkst fangelsisvist. Eftir tíu daga í Víetnam var fjórum Íslendingum skipað að fara í sóttkví á herspítala eftir að smit hafði komið upp í báti sem þau höfðu ferðast í. „Við fórum þarna fyrst því við áttum að fara í heilsutékk svo keyrir maður inn um hliðið á herstöðinni en svo fær maður ekkert að fara út aftur,“ segir Þóra Valný Yngvadóttir. Þetta hafi verið aðferðin til að ná ferðamönnum inn á spítalann. Hermenn sem unnu á spítalanum hafi lítið kunnað til verka. „Þetta var mjög gömul bygging og baðherbergin voru mjög óásjáleg og það var fastur skítur í öllu.“ Mjög heitt á spítalanum, enginn loftræsting og yfir 35 stiga hiti úti. „Það voru rimlar fyrir gluggum og svo er múrveggur þarna með gaddavírsgirðingu sem jók á innilokunarkenndina.“ Maturinn hafi verið ólystugur og aðeins ein klósettrúlla í boði sem duga átti í 14 daga. „Það gekk ekki alveg eftir þannig að við fengum klósettpappír frá ferðaskrifstofunni,“ segir Þóra. Þrátt fyrir allt hafi dvöl þeirra verið bærileg enda í góðra vina hópi. Þau hafi verið í góðu sambandi við ræðismanninn i Víetnam. Síðast liðinn sunnudag fengu þau loks þær fréttir að þau mættu fara heim, eftir sjö daga á herspítalanum. „Það var eins og beljur á vorin, við vorum hlaupandi fram og til baka.“ Fjórmenningarnir komu til Íslands í gær, þau hafa ekki fundið fyrir einkennum en nú eru liðnir 14 dagar síðan þau voru á bátnum. Þau hafa ekki fengið upplýsingar frá yfirvöldum um stöðu sína en hafa haldið sig heima. „Við höfum reynt að ná í sóttvarnalækni í morgun og höldum áfram að reyna.“
Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingarnir lausir úr sóttkví í Víetnam og á heimleið Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru á leið til landsins. 16. mars 2020 12:17 Unnið að því að fá Íslendinga í sóttkví í Víetnam heim Fjórir Íslendingar eru enn í sóttkví í Víetnam. Utanríkisráðuneytið vinnur í því að koma þeim fyrr heim úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir. 14. mars 2020 13:19 Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. 10. mars 2020 20:03 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Íslendingarnir lausir úr sóttkví í Víetnam og á heimleið Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru á leið til landsins. 16. mars 2020 12:17
Unnið að því að fá Íslendinga í sóttkví í Víetnam heim Fjórir Íslendingar eru enn í sóttkví í Víetnam. Utanríkisráðuneytið vinnur í því að koma þeim fyrr heim úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir. 14. mars 2020 13:19
Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. 10. mars 2020 20:03