Lögreglan í Vestmannaeyjum greindi frá því í gærkvöldi að þar í bæ hafi fimm einstaklingar greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í gær og þar eru staðfest smit því orðin sjö.
Einn er hinna smituðu er starfsmaður á leikskólanum Sóla, en vegna smitsins eru nú 55 sem tengjast leikskólanum komnir í sóttkví, þar af 27 starfsmenn og fjórtán börn.
„Þá ber að geta þess að börnin tilheyra einum kjarna leikskólans. Ástæðulaust er að telja að fleiri börn leikskólans hafi verið útsett fyrir smiti enda höfðu verið gerðar ráðstafanir til að takmarka samneyti barnanna á milli deilda,“ segir í tilkynningu lögreglunnar í Eyjum.
Samtals eru nú 133 sóttkví í Eyjum.