Veiran að ná sér á flug Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2020 15:00 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Töluverð aukning hefur orðið í greiningu á kórónuveirusmitum hér á landi. Staðfest smit eru orðin 330 en þeim fjölgaði um 80 frá því í gær. Þetta eru fyrstu vísbendingar um að við séum á leið upp ákveðna „brekku“ í kúrvu faraldursins sem teiknuð hefur verið upp. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Sjö eru nú inniliggjandi á Landspítalnum með kórónuveiruna, þar af einn á gjörgæslu. Sá er þó ekki í öndunarvél. Þá eru 3700 í sóttkví á landinu. Jákvæð sýni sem greindust á veirufræðideild Landspítalans nú voru 73 talsins og hlutfallið því um 15 prósent, en hefur hingað til verið um 10 prósent. Þannig hefur orðið verulegt stökk í staðfestum smitum á veirufræðideildinni, sem er merki um að veiran sé að ná sér aðeins á flug, að sögn Þórólfs. Sjá einnig: Miklar líkur á að ferðamaðurinn hafi látist af völdum COVID-19 Hlutfall jákvæðra sýna hjá Íslenskri erfðagreiningu síðasta sólarhring var um 0,8 prósent en hefur verið um 0,7 prósent svo breytingin þar er ekki mikil. Þórólfur sagði þessa aukningu ekki koma á óvart. Búist væri við enn frekari aukningu á næstunni. Það sé hluti af eðlilegum ferli svona faraldurs – hann fari upp á við en passa þurfi upp á að hann fari ekki of hátt. Þá sé hægt að grípa til aðgerða til að bregðast við þessari aukningu. Yfirvöld hafi ýmislegt upp í erminni í þeim efnum þegar fram líða stundir. Þá benti Þórólfur á að þegar hafi verið settar takmarkanir á samkomur og skólahald, og alltaf sé inn í myndinni hvort herða eigi á því eða slaka. Fátt fleira sé í stöðunni. Í „grunnprinsippinu“ snúist þetta um samgang fólks, nánd og hreinlæti. Þá sé það inni í myndinni að loka grunn- og leikskólum en það yrði gert í samráði við stjórnvöld. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. 19. mars 2020 14:20 Miklar líkur á að ferðamaðurinn hafi látist af völdum COVID-19 Miklar líkur eru taldar á því að ástralski ferðamaðurinn sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík á mánudag hafi látist af völdum sjúkdómsins COVID-19. 19. mars 2020 14:12 Hugsanlegt að þúsundir eldra fólks séu búnar að loka sig af vegna veirunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að mun fleiri séu í sóttkví hér á landi en opinberar tölur segja til um. 19. mars 2020 13:54 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Töluverð aukning hefur orðið í greiningu á kórónuveirusmitum hér á landi. Staðfest smit eru orðin 330 en þeim fjölgaði um 80 frá því í gær. Þetta eru fyrstu vísbendingar um að við séum á leið upp ákveðna „brekku“ í kúrvu faraldursins sem teiknuð hefur verið upp. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Sjö eru nú inniliggjandi á Landspítalnum með kórónuveiruna, þar af einn á gjörgæslu. Sá er þó ekki í öndunarvél. Þá eru 3700 í sóttkví á landinu. Jákvæð sýni sem greindust á veirufræðideild Landspítalans nú voru 73 talsins og hlutfallið því um 15 prósent, en hefur hingað til verið um 10 prósent. Þannig hefur orðið verulegt stökk í staðfestum smitum á veirufræðideildinni, sem er merki um að veiran sé að ná sér aðeins á flug, að sögn Þórólfs. Sjá einnig: Miklar líkur á að ferðamaðurinn hafi látist af völdum COVID-19 Hlutfall jákvæðra sýna hjá Íslenskri erfðagreiningu síðasta sólarhring var um 0,8 prósent en hefur verið um 0,7 prósent svo breytingin þar er ekki mikil. Þórólfur sagði þessa aukningu ekki koma á óvart. Búist væri við enn frekari aukningu á næstunni. Það sé hluti af eðlilegum ferli svona faraldurs – hann fari upp á við en passa þurfi upp á að hann fari ekki of hátt. Þá sé hægt að grípa til aðgerða til að bregðast við þessari aukningu. Yfirvöld hafi ýmislegt upp í erminni í þeim efnum þegar fram líða stundir. Þá benti Þórólfur á að þegar hafi verið settar takmarkanir á samkomur og skólahald, og alltaf sé inn í myndinni hvort herða eigi á því eða slaka. Fátt fleira sé í stöðunni. Í „grunnprinsippinu“ snúist þetta um samgang fólks, nánd og hreinlæti. Þá sé það inni í myndinni að loka grunn- og leikskólum en það yrði gert í samráði við stjórnvöld.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. 19. mars 2020 14:20 Miklar líkur á að ferðamaðurinn hafi látist af völdum COVID-19 Miklar líkur eru taldar á því að ástralski ferðamaðurinn sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík á mánudag hafi látist af völdum sjúkdómsins COVID-19. 19. mars 2020 14:12 Hugsanlegt að þúsundir eldra fólks séu búnar að loka sig af vegna veirunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að mun fleiri séu í sóttkví hér á landi en opinberar tölur segja til um. 19. mars 2020 13:54 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. 19. mars 2020 14:20
Miklar líkur á að ferðamaðurinn hafi látist af völdum COVID-19 Miklar líkur eru taldar á því að ástralski ferðamaðurinn sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík á mánudag hafi látist af völdum sjúkdómsins COVID-19. 19. mars 2020 14:12
Hugsanlegt að þúsundir eldra fólks séu búnar að loka sig af vegna veirunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að mun fleiri séu í sóttkví hér á landi en opinberar tölur segja til um. 19. mars 2020 13:54