Leikmenn á Íslandi hafa áhyggjur | Ástandið ekki gott áður en þessi faraldur fór af stað Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2020 22:00 Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, segir ljóst að efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar bíti íþróttafélög landsins sem hafi auk þess ekki verið í sérlega góðri stöðu áður en veiran breiddist út. „Ástandið var kannski ekki sérstaklega gott áður en þessi faraldur fór af stað. Við vorum búin að heyra að sum félög væru í erfiðleikum með að greiða laun, og reksturinn hefur verið pínu erfiður það sem af er ári. Svo bætist þetta [kórónuveiran] ofan á þau vandamál sem voru fyrir. Það eru því augljóslega vandamál hjá félögunum, og kannski skiljanlega að einhverju leyti, þannig að leikmenn hafa vissar áhyggjur af því hvernig framhaldið verður,“ sagði Arnar Sveinn við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. „Það sem ég held að sé langmikilvægast er að menn séu hreinskilnir. Að félögin séu hreinskilin við leikmennina sína. Það sé ekki verið að fela eitthvað fyrir leikmönnum og segja að það sé allt í góðu ef svo er ekki. Bara taka opinskátt samtal við leikmennina og segja þeim hver staðan er, og þá standa menn líka eftir með mikið samstarfsfúsari leikmenn en ef þetta væri öfugt,“ sagði Arnar Sveinn, sem er leikmaður Breiðabliks í fótbolta. Hann er bjartsýnn á að Íslandsmótið í fótbolta fari fram en því var í nýliðinni viku frestað fram í miðjan maí. „Ég held að það sé hægt að spila þetta mót, hvort sem það byrjar í maí, júní eða júlí. Það verður með skrýtnum hætti, og Íslandsmótið verður alltaf pínu skrýtið úr því sem komið er. Við þurfum bara að taka því. Það er ekkert við þessu að gera. Þetta er ekki í höndum neins, það er enginn að gera neitt rangt í þessum aðstæðum. Við þurfum bara að vera hreinskilin, tala saman, finna lausnir á þessu saman og komast í gegnum þetta saman.“ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Þjálfararnir í Pepsi Max-deildinni ræða saman á Messenger hvernig sé best að æfa Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var gestur Sportið í kvöld í gær þar sem hann og Guðmundur Benediktsson ræddu stöðuna í íslenska fótboltanum. 20. mars 2020 10:00 Byrjun fótboltatímabilsins frestað fram í miðjan maí Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í dag að fresta byrjun Íslandsmótsins og bikarkeppninnar í fótbolta. Nú er áætlað að keppni í þessum mótum hefjist um miðjan maí. 19. mars 2020 19:41 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Sjá meira
Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, segir ljóst að efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar bíti íþróttafélög landsins sem hafi auk þess ekki verið í sérlega góðri stöðu áður en veiran breiddist út. „Ástandið var kannski ekki sérstaklega gott áður en þessi faraldur fór af stað. Við vorum búin að heyra að sum félög væru í erfiðleikum með að greiða laun, og reksturinn hefur verið pínu erfiður það sem af er ári. Svo bætist þetta [kórónuveiran] ofan á þau vandamál sem voru fyrir. Það eru því augljóslega vandamál hjá félögunum, og kannski skiljanlega að einhverju leyti, þannig að leikmenn hafa vissar áhyggjur af því hvernig framhaldið verður,“ sagði Arnar Sveinn við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. „Það sem ég held að sé langmikilvægast er að menn séu hreinskilnir. Að félögin séu hreinskilin við leikmennina sína. Það sé ekki verið að fela eitthvað fyrir leikmönnum og segja að það sé allt í góðu ef svo er ekki. Bara taka opinskátt samtal við leikmennina og segja þeim hver staðan er, og þá standa menn líka eftir með mikið samstarfsfúsari leikmenn en ef þetta væri öfugt,“ sagði Arnar Sveinn, sem er leikmaður Breiðabliks í fótbolta. Hann er bjartsýnn á að Íslandsmótið í fótbolta fari fram en því var í nýliðinni viku frestað fram í miðjan maí. „Ég held að það sé hægt að spila þetta mót, hvort sem það byrjar í maí, júní eða júlí. Það verður með skrýtnum hætti, og Íslandsmótið verður alltaf pínu skrýtið úr því sem komið er. Við þurfum bara að taka því. Það er ekkert við þessu að gera. Þetta er ekki í höndum neins, það er enginn að gera neitt rangt í þessum aðstæðum. Við þurfum bara að vera hreinskilin, tala saman, finna lausnir á þessu saman og komast í gegnum þetta saman.“
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Þjálfararnir í Pepsi Max-deildinni ræða saman á Messenger hvernig sé best að æfa Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var gestur Sportið í kvöld í gær þar sem hann og Guðmundur Benediktsson ræddu stöðuna í íslenska fótboltanum. 20. mars 2020 10:00 Byrjun fótboltatímabilsins frestað fram í miðjan maí Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í dag að fresta byrjun Íslandsmótsins og bikarkeppninnar í fótbolta. Nú er áætlað að keppni í þessum mótum hefjist um miðjan maí. 19. mars 2020 19:41 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Sjá meira
Þjálfararnir í Pepsi Max-deildinni ræða saman á Messenger hvernig sé best að æfa Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var gestur Sportið í kvöld í gær þar sem hann og Guðmundur Benediktsson ræddu stöðuna í íslenska fótboltanum. 20. mars 2020 10:00
Byrjun fótboltatímabilsins frestað fram í miðjan maí Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í dag að fresta byrjun Íslandsmótsins og bikarkeppninnar í fótbolta. Nú er áætlað að keppni í þessum mótum hefjist um miðjan maí. 19. mars 2020 19:41