Segir af og frá að Persónuvernd hafi setið aðgerðalaus um helgina Birgir Olgeirsson skrifar 23. mars 2020 12:06 Kári ber Persónuvernd þungum sökum en þar er Helga Þórisdóttir forstjóri. Vísir/Samsett Forstjóri Persónuverndar segir stofnunina hafa unnið hörðum höndum að umsókn íslenskrar erfðagreiningar alla helgina og niðurstöðu að vænta í dag. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gangrýndi Persónuvernd harðlega í pistli sem hann birti á Facebook í gær. Þar sakaði hann stofnunina um að draga fæturna við afgreiðslu á umsókn fyrirtækisins um að birta niðurstöður úr skimun fyrirtækisins fyrir kórónuveiru í samfélaginu í vísindagrein. Hann sagði vísindaráð hafa samþykkt umsóknina á nokkrum klukkutímum. Hann segir svörin frá Persónuvernd hafa verið á þá leið að umsóknin yrði afgreidd eftir helgi. Vildi Kári meina að það þýddi að starfsfólk Persónuverndar ynni ekki um helgar þrátt fyrir neyðarástand. Forstjóri Persónuverndar segir það af og frá. „Á föstudaginn, klukkan nákvæmlega 12:45, fengum við erindi frá Vísindasiðanefnd þar sem okkur var tilkynnt að fram væri komin beiðni um umsögn um vísindarannsókn frá Íslenskri erfðagreiningu. Það sem er óheppilegt í þessu ferli sem viðtók er að við vissum ekki að við ættum von á þessari umsókn á þessum degi. Hún hitti okkur fyrir í miðjum klíðum á þeim verkefnum sem við vorum að sinna. Sama dag bættust áfram við brýn verkefni, meðal annars frá sóttvarnalækni og almannavörnum. Mitt fólk vann fram eftir á föstudegi og um helgina þurfti líka að sinna þessu verkefni. Það lá alveg ljóst fyrir strax þegar við fengum þetta í hendurnar, sérstaklega eftir því sem leið á föstudaginn og fleiri verkefni bættust við, að við myndum ekki ná að ljúka afgreiðslu samdægurs og það var alveg ljóst að við myndum þurfa helgina til að ná að vinna áfram í þessu. Sem var gert þannig að öll helgina var undir. Svona er staðan, nú erum við á mánudegi og sjáum fram á að ef allt gengur að óskum náum við að koma þessu frá okkur í dag,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Persónuvernd þarf að ganga úr skugga að niðurstöðurnar sem Íslensk erfðagreining ætlar sér að birta brjóti ekki persónuverndarlög. „Það sem hefur verið gæfa Persónuverndar í gegnum árin er að við höfum náð að vinna eftir þeim lögum sem okkur ber að vinna eftir. Þetta hafa verið ótrúlegir tímar hjá Persónuvernd, alveg frá því undirbúningur nýju persónuverndarlöggjafarinnar tók við og allt sem hefur fylgt á eftir. Með fámennan mannskap hafa ótrúlegir hlutir náðst í gegn. Við höfum náð að fylgja lögunum á þeim mikla hraða og í því mikla ati sem við erum í. Ef við klikkum og er til dæmis að leyfa, hvort sem það eru vísindarannsóknir eða annað, getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir einstaklinga í landinu. Ef öryggi persónuverndarupplýsinga er ekki nægjanlega tryggt geta óviðkomandi komist í slíkar upplýsingar. Það skiptir máli að allt sé í lagi þegar verið er að höndla erfðaupplýsingar. Þannig að þrátt fyrir að hafa alvarlega undir mönnuð í alltof langan tíma höfum við náð að tryggja eins vel og okkur hefur verið frekast unnt faglegt starf og afleiðingar þess að misfarið sé með persónuverndarupplýsingar, það ættu mörg nýleg dæmi að sýna fram á það þegar fólk og fyrirtæki þurfa að þola margra milljarða króna sektir þegar ekki er rétt farið með persónuverndarupplýsingar,“ segir Helga. Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir stofnunina hafa unnið hörðum höndum að umsókn íslenskrar erfðagreiningar alla helgina og niðurstöðu að vænta í dag. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gangrýndi Persónuvernd harðlega í pistli sem hann birti á Facebook í gær. Þar sakaði hann stofnunina um að draga fæturna við afgreiðslu á umsókn fyrirtækisins um að birta niðurstöður úr skimun fyrirtækisins fyrir kórónuveiru í samfélaginu í vísindagrein. Hann sagði vísindaráð hafa samþykkt umsóknina á nokkrum klukkutímum. Hann segir svörin frá Persónuvernd hafa verið á þá leið að umsóknin yrði afgreidd eftir helgi. Vildi Kári meina að það þýddi að starfsfólk Persónuverndar ynni ekki um helgar þrátt fyrir neyðarástand. Forstjóri Persónuverndar segir það af og frá. „Á föstudaginn, klukkan nákvæmlega 12:45, fengum við erindi frá Vísindasiðanefnd þar sem okkur var tilkynnt að fram væri komin beiðni um umsögn um vísindarannsókn frá Íslenskri erfðagreiningu. Það sem er óheppilegt í þessu ferli sem viðtók er að við vissum ekki að við ættum von á þessari umsókn á þessum degi. Hún hitti okkur fyrir í miðjum klíðum á þeim verkefnum sem við vorum að sinna. Sama dag bættust áfram við brýn verkefni, meðal annars frá sóttvarnalækni og almannavörnum. Mitt fólk vann fram eftir á föstudegi og um helgina þurfti líka að sinna þessu verkefni. Það lá alveg ljóst fyrir strax þegar við fengum þetta í hendurnar, sérstaklega eftir því sem leið á föstudaginn og fleiri verkefni bættust við, að við myndum ekki ná að ljúka afgreiðslu samdægurs og það var alveg ljóst að við myndum þurfa helgina til að ná að vinna áfram í þessu. Sem var gert þannig að öll helgina var undir. Svona er staðan, nú erum við á mánudegi og sjáum fram á að ef allt gengur að óskum náum við að koma þessu frá okkur í dag,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Persónuvernd þarf að ganga úr skugga að niðurstöðurnar sem Íslensk erfðagreining ætlar sér að birta brjóti ekki persónuverndarlög. „Það sem hefur verið gæfa Persónuverndar í gegnum árin er að við höfum náð að vinna eftir þeim lögum sem okkur ber að vinna eftir. Þetta hafa verið ótrúlegir tímar hjá Persónuvernd, alveg frá því undirbúningur nýju persónuverndarlöggjafarinnar tók við og allt sem hefur fylgt á eftir. Með fámennan mannskap hafa ótrúlegir hlutir náðst í gegn. Við höfum náð að fylgja lögunum á þeim mikla hraða og í því mikla ati sem við erum í. Ef við klikkum og er til dæmis að leyfa, hvort sem það eru vísindarannsóknir eða annað, getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir einstaklinga í landinu. Ef öryggi persónuverndarupplýsinga er ekki nægjanlega tryggt geta óviðkomandi komist í slíkar upplýsingar. Það skiptir máli að allt sé í lagi þegar verið er að höndla erfðaupplýsingar. Þannig að þrátt fyrir að hafa alvarlega undir mönnuð í alltof langan tíma höfum við náð að tryggja eins vel og okkur hefur verið frekast unnt faglegt starf og afleiðingar þess að misfarið sé með persónuverndarupplýsingar, það ættu mörg nýleg dæmi að sýna fram á það þegar fólk og fyrirtæki þurfa að þola margra milljarða króna sektir þegar ekki er rétt farið með persónuverndarupplýsingar,“ segir Helga.
Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Sjá meira