Brynjar Þór: Fannst þetta rétta ákvörðunin til að koma með smá sprengju Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2020 21:00 Brynjar Þór Björnsson hefur miklar áhyggjur af stöðu mála vegna útbreiðslu Kórónuveirunnar. Vísir/Bára Það vakti marga til umhugsunar þegar Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR í Dominos-deild karla, ákvað að afboða sig í stórleik KR gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla þann 5. mars vegna kórónuveirunnar. Hann stendur fast við ákvörðunina og sér ekki eftir henni. Átta dögum síðar var deildin sett á pásu og 18. mars var deildin svo algjörlega blásin af. Brynjar Þór var á Skype í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Kjartan Atla Kjartansson. „Þegar maður lítur til baka þá tók þetta aðeins lengri tíma en ég hafði vonast eftir. Fyrirtækin í landinu voru byrjuð að grípa til aðgerða með að fresta árshátíðum og mannamótum. Mér fannst íþróttahreyfingin sitja á eftir hvað þetta varðar,“ sagði Brynjar í dag. „Almannavarnir voru að biðja almenning í landinu um að hugsa um það hvert þeir væru að fara og hvort að það væri nauðsynlegt að fara á viðburði þar sem væri mikið af fólki. Þar af leiðandi fannst mér íþróttahreyfingin sitja á eftir hvað varðar fyrirtækinu í landinu. Þau brugðust við á meðan við sátum eftir.“ Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði í viðtali eftir ákvörðun Brynjars að hann væri ekki sáttur við hana og Brynjar segir eftir á að hyggja hefði hann átt að tjá leikmönnunum ákvörðun sína, áður en hún var sett á netið. „Eftir á að hyggja hefði maður átt að tilkynna leikmönnum liðsins þetta áður en þetta færi opinberlega í fréttirnar. Ég var búinn að vera í sambandi við Inga þjálfara, Böðvar og Kristinn hjá KKÍ og var að spyrjast fyrir hvort að það væru einhver samtöl í gangi að fresta leikjum eða hvort bregðast ætti við. Miðað við samtölin þá var ekkert að fara gerast og mér fannst þar af leiðandi þetta rétta ákvörðunin til að koma með smá sprengju og umræðunni af stað í þjóðfélaginu að þetta væri ekkert grín þessi veira.“ „Við vorum frekar afslöppuð varðandi viðhorf gagnvart hversu hættulegt þetta er og mér fannst þetta vekja fólk í landinu til umhugsunar um hluti eins og Nettó-mótið í handbolta og bikarkeppnina í handbolta. Nettó-mótið tók rétta ákvörðun en bikarkeppnin hefði kannski ekki átt að fara fram.“ Viðtalið við Brynjar má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Brynjar um ákvörðun sína Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild karla Sportið í dag Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira
Það vakti marga til umhugsunar þegar Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR í Dominos-deild karla, ákvað að afboða sig í stórleik KR gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla þann 5. mars vegna kórónuveirunnar. Hann stendur fast við ákvörðunina og sér ekki eftir henni. Átta dögum síðar var deildin sett á pásu og 18. mars var deildin svo algjörlega blásin af. Brynjar Þór var á Skype í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Kjartan Atla Kjartansson. „Þegar maður lítur til baka þá tók þetta aðeins lengri tíma en ég hafði vonast eftir. Fyrirtækin í landinu voru byrjuð að grípa til aðgerða með að fresta árshátíðum og mannamótum. Mér fannst íþróttahreyfingin sitja á eftir hvað þetta varðar,“ sagði Brynjar í dag. „Almannavarnir voru að biðja almenning í landinu um að hugsa um það hvert þeir væru að fara og hvort að það væri nauðsynlegt að fara á viðburði þar sem væri mikið af fólki. Þar af leiðandi fannst mér íþróttahreyfingin sitja á eftir hvað varðar fyrirtækinu í landinu. Þau brugðust við á meðan við sátum eftir.“ Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði í viðtali eftir ákvörðun Brynjars að hann væri ekki sáttur við hana og Brynjar segir eftir á að hyggja hefði hann átt að tjá leikmönnunum ákvörðun sína, áður en hún var sett á netið. „Eftir á að hyggja hefði maður átt að tilkynna leikmönnum liðsins þetta áður en þetta færi opinberlega í fréttirnar. Ég var búinn að vera í sambandi við Inga þjálfara, Böðvar og Kristinn hjá KKÍ og var að spyrjast fyrir hvort að það væru einhver samtöl í gangi að fresta leikjum eða hvort bregðast ætti við. Miðað við samtölin þá var ekkert að fara gerast og mér fannst þar af leiðandi þetta rétta ákvörðunin til að koma með smá sprengju og umræðunni af stað í þjóðfélaginu að þetta væri ekkert grín þessi veira.“ „Við vorum frekar afslöppuð varðandi viðhorf gagnvart hversu hættulegt þetta er og mér fannst þetta vekja fólk í landinu til umhugsunar um hluti eins og Nettó-mótið í handbolta og bikarkeppnina í handbolta. Nettó-mótið tók rétta ákvörðun en bikarkeppnin hefði kannski ekki átt að fara fram.“ Viðtalið við Brynjar má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Brynjar um ákvörðun sína Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild karla Sportið í dag Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira