Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2020 15:16 Frá Reykjanesbraut við Straumsvík. Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt stjórnartillögu um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag. Reykjanesbrautin er inni í kafla um vegaframkvæmdir og hönnun, sem fær alls 1.860 milljónir króna, til viðbótar við gildandi áætlun, af 6.210 milljónum króna, sem verja á aukalega til samgönguframkvæmda. Sjá einnig: Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Frá Suðurlandsvegi við Gunnarshólma neðan Lögbergsbrekku.Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Fimm önnur verkefni á Reykjavíkursvæðinu eru í þessum flokki; breikkun Suðurlandsvegar við Hádegismóa milli Bæjarháls og Vesturlandsvegar, breikkun Suðurlandsvegar meðfram Rauðhólum og Gunnarshólma, milli Fossvalla og Norðlingavaðs, og breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ, milli Langatanga og Hafravatnsvegar. Ennfremur hönnun og undirbúningur vegna útfærslu Breiðholtsbrautar frá Jaðarseli að Suðurlandsvegi og hönnun og undirbúningur vegna breikkunar Reykjanesbrautar frá Fjarðarhrauni að Mjódd. Þrjú verkefni utan suðvesturhornsins eru nefnd í þessum flokki; Snæfellsnesvegur um Skógarströnd, hringvegurinn efst á Holtavörðuheiði um Heiðarsporð, en þar er Biskupsbeygja, og loks endurbætur á þjóðveginum norðan Blönduóss í átt að Skagaströnd um Laxá og á Þverárfjallsvegi um Refasveit. Frá þjóðveginum um Holtavörðuheiði.Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Til breikkunar einbreiðra brúa á að verja 700 milljónum króna en þær eru: Köldukvíslargil á Norðausturvegi, Gilsá á Völlum á Skriðdals- og Breiðdalsvegi, Botnsá í Tálknafirði, Bjarnadalsá í Önundarfirði, Núpsvötn, Stóra-Laxá á Skeiða- og Hrunamannavegi og Skjálfandafljót á Hringvegi hjá Fosshóli við Goðafoss. Til nýrra hringtorga, sem öll verða á Suðurlandi, á að verja 200 milljónum króna. Þau verða við Landvegamót, á Eyrarbakkavegi og á Flúðum. Þá er óskipt framlag til tengivega upp á 1.000 milljónir króna. „Setja bundið slitlag á malarvegi um allt land. Fjárveiting dreifist um allt land í hlutfalli við þá tengivegi sem eftir eru á hverju svæði með malarslitlagi,“ segir í skýringum. Þá er sömuleiðis óskipt viðbótarfé til viðhalds upp á 1.000 milljónir króna með svohljóðandi skýringu: „Ýmsar aðgerðir í viðhaldi á vegum sem dreifist um land allt. Viðbót við fjárveitingar skv. samgönguáætlun.“ Samgöngur Umferðaröryggi Reykjanesbær Vogar Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt stjórnartillögu um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag. Reykjanesbrautin er inni í kafla um vegaframkvæmdir og hönnun, sem fær alls 1.860 milljónir króna, til viðbótar við gildandi áætlun, af 6.210 milljónum króna, sem verja á aukalega til samgönguframkvæmda. Sjá einnig: Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Frá Suðurlandsvegi við Gunnarshólma neðan Lögbergsbrekku.Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Fimm önnur verkefni á Reykjavíkursvæðinu eru í þessum flokki; breikkun Suðurlandsvegar við Hádegismóa milli Bæjarháls og Vesturlandsvegar, breikkun Suðurlandsvegar meðfram Rauðhólum og Gunnarshólma, milli Fossvalla og Norðlingavaðs, og breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ, milli Langatanga og Hafravatnsvegar. Ennfremur hönnun og undirbúningur vegna útfærslu Breiðholtsbrautar frá Jaðarseli að Suðurlandsvegi og hönnun og undirbúningur vegna breikkunar Reykjanesbrautar frá Fjarðarhrauni að Mjódd. Þrjú verkefni utan suðvesturhornsins eru nefnd í þessum flokki; Snæfellsnesvegur um Skógarströnd, hringvegurinn efst á Holtavörðuheiði um Heiðarsporð, en þar er Biskupsbeygja, og loks endurbætur á þjóðveginum norðan Blönduóss í átt að Skagaströnd um Laxá og á Þverárfjallsvegi um Refasveit. Frá þjóðveginum um Holtavörðuheiði.Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Til breikkunar einbreiðra brúa á að verja 700 milljónum króna en þær eru: Köldukvíslargil á Norðausturvegi, Gilsá á Völlum á Skriðdals- og Breiðdalsvegi, Botnsá í Tálknafirði, Bjarnadalsá í Önundarfirði, Núpsvötn, Stóra-Laxá á Skeiða- og Hrunamannavegi og Skjálfandafljót á Hringvegi hjá Fosshóli við Goðafoss. Til nýrra hringtorga, sem öll verða á Suðurlandi, á að verja 200 milljónum króna. Þau verða við Landvegamót, á Eyrarbakkavegi og á Flúðum. Þá er óskipt framlag til tengivega upp á 1.000 milljónir króna. „Setja bundið slitlag á malarvegi um allt land. Fjárveiting dreifist um allt land í hlutfalli við þá tengivegi sem eftir eru á hverju svæði með malarslitlagi,“ segir í skýringum. Þá er sömuleiðis óskipt viðbótarfé til viðhalds upp á 1.000 milljónir króna með svohljóðandi skýringu: „Ýmsar aðgerðir í viðhaldi á vegum sem dreifist um land allt. Viðbót við fjárveitingar skv. samgönguáætlun.“
Samgöngur Umferðaröryggi Reykjanesbær Vogar Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira