Hefur áhyggjur af áhrifum faraldursins á stöðu vinnumála á Suðurnesjum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2020 13:16 Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur áhyggjur af stöðu vinnumála á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur þungar áhyggjur af stöðu atvinnumála á Suðurnesjum. Atvinnuleysi þar er tæp 14 prósent og telur hún það fara vaxandi á næstu dögum og vikum, sökum kórónuveirufaraldursins. „Ég hef stórkostlegar áhyggjur af svæðinu vegna þess að þetta áfall sem að kemur með faraldrinum kemur ofan í mikla dýfu sem að var dýpri á Suðurnesjum heldur en annars staðar á landinu, og byrjaði reyndar bara þegar WOW féll,“ segir Oddný í samtali við fréttastofu. Hún birti í gær stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hún lýsti áhyggjum sínum. Hún segir í samtali við fréttastofu að atvinnuleysi í Reykjanesbæ hafi fyrr í marsmánuði verið um 11 prósent. Það fari nú hratt vaxandi. „Uppsagnir eru ekki komnar frá fyrirtækjum sem við vitum að munu pakka saman á næstu vikum. Flugstöðin og flugvöllurinn, það eru þúsundir Suðurnesjamanna sem þar vinna og starfsemin þar er í frosti og verður þar á næstu vikum.“ Hún segir að stjórnvöld verði að bregðast sérstaklega við stöðunni í þessum landshluta. „Stjórnvöld verða að gera það og hefðu átt að vera búin að bregðast við fyrir löngu. Vegna þess að hér eru fjárframlög til dæmis til heilsugæslu og Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja lægst á hvern íbúa ef við horfum á allt landið. Við höfum verið svolítið vanrækt hvað þessa sjálfsögðu innviði varðar,“ segir Oddný og bætir við að sérstaklega þurfi að líta til þess hve illa búin Suðurnesin eru til að takast á við skell eins og þann sem nú blasir við sem fylgifiskur heimsfaraldurs. Vinnumálastofnun á mörgum vígstöðvum Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að eins og sakir standa hafi ekki verið gerðar sérstakar ráðstafanir fyrir Suðurnes vegna þess ástands sem nú vofir yfir. „Við höfum verið í samstarfi við bæjarstjórann í Reykjanesbæ áður en þetta skall allt á. Það hefur verið hlutfallslega mjög erfitt atvinnuástand þarna í töluvert langan tíma,“ segir Unnur í samtali við Vísi. Hún segir stóran hluta starfa á Suðurnesjum tengjast flugvellinum með einum eða öðrum hætti. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að undirbúningur við vinnu að vinnumarkaðsúrræðum, bæði á Suðurnesjum og annars staðar, sé hafinn. „Það er svo rosalega mikil atvinna sem tengist flugvellinum, og þar með farþegunum og ferðaþjónustu. Þetta eru bílaleigurnar, þjónusta við völlinn, verslanir þar og veitingastaðir. Þetta er svo ofboðslega stórt hlutfall. Þannig slær þetta svo illa.“ Hún segir þó að eins og staðan sé í dag fari öll orka Vinnumálastofnunar í að koma á fót úrræði stjórnvalda um bætur á móti minnkuðu starfshlutfalli. „Um leið og rykið sest aðeins í því, þá blasir við að taka þurfi til hendinni í einhvers konar vinnumarkaðsúrræðum. Þá verða Suðurnesin auðvitað mjög ofarlega á baugi. En við erum ekki komin þangað enn þá,“ segir Unnur. Hins vegar sé undirbúningur slíkrar vinnu farinn af stað á landsvísu, án þess að það sé bundið við Suðurnesin. Vinnumarkaður Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur þungar áhyggjur af stöðu atvinnumála á Suðurnesjum. Atvinnuleysi þar er tæp 14 prósent og telur hún það fara vaxandi á næstu dögum og vikum, sökum kórónuveirufaraldursins. „Ég hef stórkostlegar áhyggjur af svæðinu vegna þess að þetta áfall sem að kemur með faraldrinum kemur ofan í mikla dýfu sem að var dýpri á Suðurnesjum heldur en annars staðar á landinu, og byrjaði reyndar bara þegar WOW féll,“ segir Oddný í samtali við fréttastofu. Hún birti í gær stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hún lýsti áhyggjum sínum. Hún segir í samtali við fréttastofu að atvinnuleysi í Reykjanesbæ hafi fyrr í marsmánuði verið um 11 prósent. Það fari nú hratt vaxandi. „Uppsagnir eru ekki komnar frá fyrirtækjum sem við vitum að munu pakka saman á næstu vikum. Flugstöðin og flugvöllurinn, það eru þúsundir Suðurnesjamanna sem þar vinna og starfsemin þar er í frosti og verður þar á næstu vikum.“ Hún segir að stjórnvöld verði að bregðast sérstaklega við stöðunni í þessum landshluta. „Stjórnvöld verða að gera það og hefðu átt að vera búin að bregðast við fyrir löngu. Vegna þess að hér eru fjárframlög til dæmis til heilsugæslu og Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja lægst á hvern íbúa ef við horfum á allt landið. Við höfum verið svolítið vanrækt hvað þessa sjálfsögðu innviði varðar,“ segir Oddný og bætir við að sérstaklega þurfi að líta til þess hve illa búin Suðurnesin eru til að takast á við skell eins og þann sem nú blasir við sem fylgifiskur heimsfaraldurs. Vinnumálastofnun á mörgum vígstöðvum Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að eins og sakir standa hafi ekki verið gerðar sérstakar ráðstafanir fyrir Suðurnes vegna þess ástands sem nú vofir yfir. „Við höfum verið í samstarfi við bæjarstjórann í Reykjanesbæ áður en þetta skall allt á. Það hefur verið hlutfallslega mjög erfitt atvinnuástand þarna í töluvert langan tíma,“ segir Unnur í samtali við Vísi. Hún segir stóran hluta starfa á Suðurnesjum tengjast flugvellinum með einum eða öðrum hætti. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að undirbúningur við vinnu að vinnumarkaðsúrræðum, bæði á Suðurnesjum og annars staðar, sé hafinn. „Það er svo rosalega mikil atvinna sem tengist flugvellinum, og þar með farþegunum og ferðaþjónustu. Þetta eru bílaleigurnar, þjónusta við völlinn, verslanir þar og veitingastaðir. Þetta er svo ofboðslega stórt hlutfall. Þannig slær þetta svo illa.“ Hún segir þó að eins og staðan sé í dag fari öll orka Vinnumálastofnunar í að koma á fót úrræði stjórnvalda um bætur á móti minnkuðu starfshlutfalli. „Um leið og rykið sest aðeins í því, þá blasir við að taka þurfi til hendinni í einhvers konar vinnumarkaðsúrræðum. Þá verða Suðurnesin auðvitað mjög ofarlega á baugi. En við erum ekki komin þangað enn þá,“ segir Unnur. Hins vegar sé undirbúningur slíkrar vinnu farinn af stað á landsvísu, án þess að það sé bundið við Suðurnesin.
Vinnumarkaður Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira