Berglind segir ÍR-ingum að skoða jafnréttisstefnu sína Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2020 20:00 Kvennalið ÍR lék í næstefstu deild í vetur, þar til að hlé var gert vegna samkomubanns út af kórónuveirunni. FACEBOOK/ÍR HANDBOLTI Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar í fótbolta og uppalinn ÍR-ingur, harmar þá ákvörðun síns gamla félags að leggja niður kvennalið ÍR í handbolta. Berglind æfði handbolta og fótbolta hjá ÍR á árunum 2007-2011 og kveðst hafa fylgst vel með vinkonum sínum í ÍR síðan þá. „Ég hef fylgst með þeim síðan þá, mætt á leiki, stutt þær eða fylgst með á netinu. Þetta eru stelpur sem lögðu allt sitt í að verða meistaraflokkur kvenna hjá ÍR í framtíðinni, þar sem lítil sem engin kvenmanns fyrirmynd var í félaginu,“ segir Berglind meðal annars í skrifum sínum sem hún birtir á Twitter. „Í dag eru yngri stelpur í félaginu loksins með það sem þær dreymdi um að hafa fyrir framan nefið á sér, kvenmanns fyrirmyndir!“ segir Berglind. Hún endar á að skora á stjórn handknattleiksdeildar ÍR að skoða jafnréttisstefnu félagsins sem gefin var út fyrir 16 mánuðum. Skrif Berglindar má sjá í heild hér að neðan. KÆRA ÍR!!! pic.twitter.com/phvsZcpNxH— Berglind Hrund Jónas (@BeGGaNN) March 30, 2020 Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, greindi frá því í Sportinu í dag í síðustu viku að kvennalið félagsins yrði ekki áfram í Grill 66-deildinni næsta vetur. Þá voru U-lið karla og kvenna hjá félaginu einnig lögð niður, vegna afar bágrar fjárhagsstöðu. „Við erum búin að vera spila í Grill deildinni. Við erum búin að byggja það að hluta til upp af stelpum í 3. og 4. flokki. Mótsgjöld, þjálfarakostnaður og önnur gjöld eru það há að það réttlætir ekki áframhaldandi veru þar,“ sagði Sigurður í Sportinu í dag, og bætti við: „Ef við ætlum að fá einhverjar tekjur þá þurfum við að halda úti liði í Olís-deildinni og þar er karlaliðið. Staðan er svona núna. Þetta er rekstrarleg ákvörðun og ekkert annað.“ Íslenski handboltinn Jafnréttismál Tengdar fréttir Framkonur vilja hjálpa ÍR að halda úti kvennaliði Fram hefur boðist til að leika fjáröflunarleik við ÍR svo félagið geti haldið úti kvennaliði. 30. mars 2020 14:13 Nýr þjálfari ÍR: „Hef sagt að ÍR hefur aldrei átt pening en þetta er í fyrsta sinn sem þeir viðurkenna það“ Kristinn Björgúlfsson tekur við karlaliði ÍR í sumar í Olís-deild karla en þetta var tilkynnt á dögunum er ÍR ákvað að fara í ákveðnar breytingar. Skera varð niður og Kristinn fær það verðuga verkefni að byggja liðið upp. 28. mars 2020 08:00 ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Elísa meidd fyrir HM og nýliði með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Sjá meira
Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar í fótbolta og uppalinn ÍR-ingur, harmar þá ákvörðun síns gamla félags að leggja niður kvennalið ÍR í handbolta. Berglind æfði handbolta og fótbolta hjá ÍR á árunum 2007-2011 og kveðst hafa fylgst vel með vinkonum sínum í ÍR síðan þá. „Ég hef fylgst með þeim síðan þá, mætt á leiki, stutt þær eða fylgst með á netinu. Þetta eru stelpur sem lögðu allt sitt í að verða meistaraflokkur kvenna hjá ÍR í framtíðinni, þar sem lítil sem engin kvenmanns fyrirmynd var í félaginu,“ segir Berglind meðal annars í skrifum sínum sem hún birtir á Twitter. „Í dag eru yngri stelpur í félaginu loksins með það sem þær dreymdi um að hafa fyrir framan nefið á sér, kvenmanns fyrirmyndir!“ segir Berglind. Hún endar á að skora á stjórn handknattleiksdeildar ÍR að skoða jafnréttisstefnu félagsins sem gefin var út fyrir 16 mánuðum. Skrif Berglindar má sjá í heild hér að neðan. KÆRA ÍR!!! pic.twitter.com/phvsZcpNxH— Berglind Hrund Jónas (@BeGGaNN) March 30, 2020 Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, greindi frá því í Sportinu í dag í síðustu viku að kvennalið félagsins yrði ekki áfram í Grill 66-deildinni næsta vetur. Þá voru U-lið karla og kvenna hjá félaginu einnig lögð niður, vegna afar bágrar fjárhagsstöðu. „Við erum búin að vera spila í Grill deildinni. Við erum búin að byggja það að hluta til upp af stelpum í 3. og 4. flokki. Mótsgjöld, þjálfarakostnaður og önnur gjöld eru það há að það réttlætir ekki áframhaldandi veru þar,“ sagði Sigurður í Sportinu í dag, og bætti við: „Ef við ætlum að fá einhverjar tekjur þá þurfum við að halda úti liði í Olís-deildinni og þar er karlaliðið. Staðan er svona núna. Þetta er rekstrarleg ákvörðun og ekkert annað.“
Íslenski handboltinn Jafnréttismál Tengdar fréttir Framkonur vilja hjálpa ÍR að halda úti kvennaliði Fram hefur boðist til að leika fjáröflunarleik við ÍR svo félagið geti haldið úti kvennaliði. 30. mars 2020 14:13 Nýr þjálfari ÍR: „Hef sagt að ÍR hefur aldrei átt pening en þetta er í fyrsta sinn sem þeir viðurkenna það“ Kristinn Björgúlfsson tekur við karlaliði ÍR í sumar í Olís-deild karla en þetta var tilkynnt á dögunum er ÍR ákvað að fara í ákveðnar breytingar. Skera varð niður og Kristinn fær það verðuga verkefni að byggja liðið upp. 28. mars 2020 08:00 ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Elísa meidd fyrir HM og nýliði með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Sjá meira
Framkonur vilja hjálpa ÍR að halda úti kvennaliði Fram hefur boðist til að leika fjáröflunarleik við ÍR svo félagið geti haldið úti kvennaliði. 30. mars 2020 14:13
Nýr þjálfari ÍR: „Hef sagt að ÍR hefur aldrei átt pening en þetta er í fyrsta sinn sem þeir viðurkenna það“ Kristinn Björgúlfsson tekur við karlaliði ÍR í sumar í Olís-deild karla en þetta var tilkynnt á dögunum er ÍR ákvað að fara í ákveðnar breytingar. Skera varð niður og Kristinn fær það verðuga verkefni að byggja liðið upp. 28. mars 2020 08:00
ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30